Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 271
Ritfregnir
269
Bók Jóns, Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, hafði verið ófáanleg um
nokkurt skeið en Málvísindastofnun þótti við hæfi að endurprenta hana árið 1999. Þá
voru 100 ár liðin ffá fæðingu höfundarins og 70 ár frá því að bókin kom fyrst út. Þýð-
ing Odds á Nýja testamentinu er jafnan talin fyrsta prentaða bók á íslensku og kom út
1540 í Hróarskeldu. Bók Jóns er ítarleg greinargerð og fjallar um atriði sem varða
hljóðkerfi (táknun málhljóðanna með bókstöfum), beygingar og setningagerð. Auk
þess er kafli um fyrirmyndir Odds og síðan „Orðasafn og registur". Aftast eru svo
stafrétt sýnishom af texta Odds. í bókinni er dreginn saman ótrúlega mikill fróðleik-
ur og vakin athygli á dæmum, en ekki verður sagt að auðvelt sé að fá yfirlit yfir meg-
inatriði með því að fletta henni. Þetta er sem sé ekki bók fyrir þá sem em að flýta sér.
En hún er mikilvægt heimildarrit fyrir þá sem vilja skoða íslenska málsögu fyrri alda
og þar er mikið verk óunnið. — Eins og ffam kemur hér á undan er bók Jóns sú fjórða
í ritröðinni Rit um íslenska málffæði. f þeirri ritröð eru gefnar út endurprentanir ís-
lenskra málfræðirita sem hafa verið ófáanleg. Áður hafa komið út beygingafræði Val-
týs Guðmundssonar (Islandsk Grammatik, endurpr. 1983), orðmyndasaga (eða beyg-
ingarsaga) Bjöms K. Þórólfssonar (Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breyt-
ingar þeirra úr fommálinu, endurpr. 1987) og setningafræði Jakobs Jóh. Smára (ís-
lenzk setningafrœði, endurpr. 1987).
Orðabók og orðfræðirit
Fdroysk orðabók. Ritstjórar Jóhan Hendrik W. Poulsen, Marjun Simonsen, Jóg-
van í Lon Jacobsen, Anfmnur Johansen og Zakaris Svabo Hansen. Fproya Fróð-
skaparfelag, Þórshöfn.
Orð og tunga 4. Ritstjóri Guðrún Kvaran. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Með færeysk-færeysku orðabókinni sem hér er nefnd, F0roysk orðabók, virðast Fær-
eyingar hafa eignast nútímalegri orðabók um sitt móðurmál en við íslendingar getum
ennþá státað af um okkar tungu, þótt færeyska orðabókin sé reyndar svipuð að stærð
og útgáfa íslenskrar orðabókar frá 1983 (sjá nánar um hana í umfjöllun um næsta rit).
Sú útgáfa af færeysku orðabókinni sem ég hef undir höndum er tæpar 1500 blaðsíður
í einu bindi. Fræðilega vinnan var unnin á Fróðskaparsetri Færeyja í Þórshöfn og þar
var byggt á ýmsum seðlasöfnum sem stóðu á gömlum merg og svo auðvitað líka ýms-
um tiltækum orðabókum, bæði um færeysku og önnur mál. Ef ekki er tekið tillit til
þeirrar vinnu sem fólst í gerð þessara seðlasafna og annarra frumgagna nam vinnan
við sjálfa orðabókargerðina um 30 ársverkum samkvæmt upplýsingum í formála (bls.
10). í formálanum kemur einnig fram að mun fleiri en ritnefndarmennimir komu að
verkinu með einum eða öðrum hætti, til dæmis við tölvuvinnu og annan frágang en
einnig sem ráðgjafar á ólíkum sérsviðum. Á eftir formálanum koma leiðbeiningar fyr-
ir notendur og síðan skammstafanaskrá og heimildaskrá. Flettur eru síðan í hefð-
bundnu formi, með nokkrum skýringarmyndum þar sem þörf krefur, en á eftir þeim
er yfirlit yfir beygingar, stafsetningarreglur og færeysk mannanöfn. Aftast er svo skrá