Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1999, Blaðsíða 233
231
Orð aforði
-roðhænsni, -ræfill, -ræksni, -sauður, -skar, -skass, -skepna, -skita,
-skjóða, -skrudda, -skrukka, -skrípi, -skrunka, -skuðrildi, -skurfa, -svín,
-tetur, -torta, -trippa, -tuðra, -tötur, -ugla, -vargur, -væfla
Merkingarmunur er ekki mikill og í öllum tilvikum er verið að tala um
konur í lítilsvirðingartón.
I RM eru mörg fleiri orð notuð á þennan hátt en þessi verða látin
nægja. Ég athugaði hins vegar kerlingar-orð hjá þeim fjórum rithöfund-
um sem mér virtist að ættu flest orð í RM mynduð á þennan hátt, þ. e.
Halldóri Laxness (HKL), Guðmundi G. Hagalín (GGH), Kristmanni
Guðmundssyni (KG) og Einari H. Kvaran (EHK). Ég fann þessi:
(2) Kerlingar-orð hjá hjá fjórum rithöfundum:
HKL
kerlingaraflag
kerlingargípa
kerlingarkjökur
kerlingarlykt
kerlingarrass
kerlingarskrudda
kerlingarvæll
kerlingaselskapur
GGH KG
kerlingabein kerlingarafturganga
kerlingadyntur kerlingarmeinvætti
kerlingahörmung kerlingarrassgat
kerlingarálka kerlingarfjandi
kerlingarbikkja kerlingarharmur
kerlingarbleyða kerlingarskar
kerlingarherfa kerlingartuska
kerlingarhlutverk
kerlingarhorrim
kerlingarkló
kerlingarlúra
kerlingarrjúpa
kerlingarskass
kerlingarskessa
kerlingarstakket
kerlingarsvín
kerlingartífra
kerlingartorta
kerlingartrippa
kerlingartroskolla
EHK
kerlingadraumur
kerlingarkjáni
kerlingardjöfull
Af þessum dæmum má sjá að í flest þau skipti sem kerlinga(r)- er not-
að hjá Guðmundi G. Hagalín er það sem niðrandi heiti á konu. Þau
Sem út af standa hjá honum eru orðin sem enda á -bein, -dyntur, -hlut-
verk, -kló og -stakket sem þó öll bæta merkingu við forliðinn kerl-
lnga(r)- þannig að orðið fær í heild neikvæða merkingu.