Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 2

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 2
VERA 3/1982 DESEMBER Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík, Hótel Vík sími 22188 og 21500 Ritnefnd: Bryndís Guðmundsdóttir Elísabet Guðbjörnsdóttir Guöbjörg Linda Rafnsdóttir Hrefna Haraldsdóttir Kristín Jónsdóttir Kristín Sigurðardóttir Magdalena Schram Útlit, forsíða: Hildigunnur Gunnarsdóttir Sólveig Aöalsteinsdóttir Svala Jónsdóttir Þóra Sigurðardóttir Forsíðan: Myndin á forsíðunni sýnir hluta af málverki eftir ítalska listamanninn Titian (1485— 1576) Auglýsing og dreifing: Guðrún Alfreðsdóttir Prófkjör stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru nýlega af- staðin. Úrslitin sýna svo ekki verður um villst, að jafnréttis- barátta okkar kvenna á sér lítinn hljómgrunn innan flokk- anna. Þau endurspegla ríkjandi viðhorf til kvenna og eru um leið staðfesting á því, að stjórnmálaflokkarnir eru byggðir upp og hugsaðir sem valdakerfi fárra útvaldra karlmanna. Það sem við konur höfum fram að færa til samfélagsins er ekki talið það merkilegt, að við eigum erindi inn á þing. Þessi niðurstaða bendir ótvírætt til þess, að jafnrétti ríkir enn aðeins í orði en ekki á boröi. Við í Kvennaframboðinu fáum ómögulega séð, hvernig hægt er að koma á jafnrétti í samfé- laginu, ef aðeins lítill hluti þjóðarinnar fær tækifæri til að hafa áhrif á gang þjóðmála. Ymsir hópar út um allan heim hafa nú uppi heríerð gegn sjálfsákvöröunarrétti kvenna yfir eigin líkama. Þessir hópar virðast því miður eiga sér all nokkra viðhlæjendur hér á landi. Réttur kvenna til fóstureyðingar er ein megin forsenda lýö- ræðislegra réttinda kvenna. En frumvarp um skerðingu þess- ara lýðréttinda liggur nú fyrir Alþingi. Flutningsmenn telja, að konur hafi ekkert með að ráða yfir eigin lífi. Frelsi kvenna — frelsi okkar — er fótum troðið, við erum ekki álitnar hæfar til að vega og meta okkar samfélagslegu aðstæður. Bæði úrslit prófkjöranna og fóstureyðingafrumvarp Þor- valdar Garðars Kristjánssonar, er stríðsyfirlýsing gegn konum. Kvenna er ekki talin þörf á þingi — afnema á frelsi kvenna til að ráða og stjórna eigin lífi. Okkur, hvar sem við stöndum í flokki, hlýtur að standa ógn af þessum viðhorfum. Þess vegna er hreyfing eins og Kvennaframboöið nauðsyn- leg. Hún er nauðsynleg vegna þess að enginn heldur vörð um okkar mannréttindi og okkar frelsi nema við sjálfar. Atburð- ir líðandi stundar knýja okkur enn til frekari samstöðu. Breytum samfélaginu þannig að allir fái að njóta sín, börn, konurog karlar. Gleðilegjól! E. G. Ábyrgðarmaður: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Setning, umbrot og prentun: Prentsmiðjan Hólar h. f. Ath. Greinar í VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endi- lega stefna Kvennaframboðsins í Reykjavík. Athugiö að næsta tölublað VERU kemur út í febrúar. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Kveðja, ritnefndin.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.