Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 25

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 25
174 v. tillögu í borgarstjórn um sveigjanlegan vinnu- tíma.) Allt þetta — og raunar margt fleira í Hvatarbók —- lýkur upp einum munni unt aö „það eru ólík atriði, sem körlum og konum þykja mikilvægust" eins og ein ræöu- kvenna á fyrrnefndri ráðstefnu Alþýðuflokksins orðaði það. Svo snemma sent árið 1930 virðist Sjálfstæðiskonan Guörún Lárusdóttir hafa gert sér grein fyrir þeim erfið- leikum, sem kvenleg viðhorf og reynsla gætu skapað konum innan stjórnmálaflokka, en hún skrifaði: „ ... grunur minn er sá, og hann ekki ástæðulaus, að á því hafi strandað, að llokksstjórnirnar hafi ekki treyst konum til að meta flokksaga meira en sannfæringu sína — hafi óttast sanngirni þeirra og samviskusemi." (bls. 44.) Er ekki þarna kominn sá mergurinn málsins, sem tímabært er að snúa sér að? Sá mergur, sem hefur gjörsamlega farið fram hjá konum í stjórnmálaflokkum, og á jafnvel sök á stöðuleysi þeirra þar. Áðan var spurt hver hún væri þessi „rétta" framkoma. Hvort konur hefðu enga reynslu. Gagnvart hverjum minnimáttarkenndin væri. Þær konur, hverra skrif eru hér til umræðu, spyrja ekki þessara spurninga, þær gefa sér svörin án þess: Rétt framkoma er karla-framkoma. Rétt reynsla, reynsla til að vera stolt af, er reynsla karl- anna. Minnimáttarkenndin er gagnvart körlunum. Ef þessar fullyrðingar eru álitnar vera staðreynd, heilagur sannleikur, þá er vitanlega aðeins ein lausn til á áhrifa- og stöðuleysi kvenna: læra að vera eins og karlmaður. Fara á framsögunámskeið, sitja fræðslufundi um það sem þeirn finnst vera merkilegast, læra að hreyía sig eins og þeir fyrir framan myndavélina. Stelpur, það eina sem við þurfum að gera, er að herma eftir strákunum svo 1 engi sem barf, alveg þangað til við stöndum beint iafn- fætis. Við þurfum að tileinka okkur þeirra áhugamál, þeirra gildismat og þeirra viðhorf, þá fyrst verðum við öll jafningjar. Þetta er sú lausn, sem stungið er upp á. En það er til önnur lausn, miklu verðugri konum, miklu vænlegri til árangurs og rniklu líklegri til að gefa konum sjálfstraust. Hún er sú, aö hætta að líta á sjálfa sig í gegn um gleraugu karlmanna. Það er gildismat karla, að reynsla og viðhorf kvenna séu ómerkari en þeirra eigin. Konur eiga ekki að yfirtaka þá skoðun og gera að sinni. „Flokksstjórnirnar hafa ekki treyst konum," sagði Guðrún Lárusdóttir. Það kann að vera mat flokksstjórna, en er það mat kvenna? Við eigum ekki að telja okkur þurfa að ganga í smiðju karlmanna eftir „réttum" viðhorfum, „réttri" reynslu, starfsháttum og stefnumálum. Við eigum sjálfar okkar smiðju. Hún er hvorki verri né betri en karlanna, aðeins öðru vísi. Við höfum næga þekkingu, næga reynslu og nógu rétt viðhorf. Sótt í annan reynsluheim og af öörum starfssviðum, sem eru vanmetin af körlum. Þeir unt það. En þar er okkar bakhjallur, okkar smiðja og þangað eigunt við að ganga. Annars verðum við aldrei annað en fiskar á þurru landi karlaveldisins, eftirhermur. „Frjáls hugsun — frelsi þjóðar." Mikið rétt. En ekki fyrr en konur frelsa sig undan oki viðhorfa, sem gegnumsýrir þær vanmetakennd og vanmætti. Það virð- ist næsta broslegt að gera sér í hugarlund, að einhverjir aðrir en við sjálfar munum gefa okkur það frelsi. En fyrr en það er fengið, verður erfitt að ganga til leiks af stolti, trausti — ekki aðeins á sjálfa sig heldur á kynsystur sínar líka. Aðeins að slíku frelsi fengnu geta konur blásið til orrustu og vænst árangurs í baráttu sinni fyrir jafnstöðu. Þá væri rétti tónninn kominn. Magdalena Schram

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.