Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 4
f „Af öllum dýrum jarðarinnar er konan það hættulegasta“ Uppreisnarkonur hafa alltaf eftir Guðrúnu Bjartmarsdóttur I bókmenntarannsóknum, eins og öðrum vísindum, skiptast á ólíkar stefnur og mis- munandi tíska. I tengslum við kvennabar- áttu síðari tíma hefur komið upp áhugi á svokölluðum kvennarannsóknum, þ. e. at- hugunum á bókmenntum eftir konur, kvenlýsingum í bókmenntum og yfirleitt öllum heimildum um stöðu þeirra og lífs- kjör. Sérhvert bókmenntaverk, jafnvel sér- hver texti, er ofurlítil heimsmynd, vitnis- burður um lífssýn og hugmyndafræði þess sem skapaði hann. Með rannsókn á nógu mörgum textum frá hendi kvenna mætti þannig e. t. v. rekja sögu kvenvitundar- innar gegnum aldirnar. Á sama hátt mætti gera sér allgóða hugmynd um kjör kvenna, og stöðu í samfélaginu með athugun á ýms- um öðrum textum þar sem konur koma við sögu. Við vitum öll hve mikilvægt það er fyrir lágt skrifaða samfélagshópa í Ieit að nýrri sjálfsmynd, sjálfsvirðingu og samstöðu, að eiga sér fortíð og sögu. Nærtæk dæmi eru t. d. hvernig við íslendingar höfum notað fornbókmenntirnar og aðrar heimildir um glæsta fortíð til að ýta undir sjálfstæðisbar- áttu okkar og byggja upp þjóðernistilfinn- ingu og metnað almennings. Svipað hefur verið að gerast á síðari árum meðal blökkumanna, t. d. í Banda- ríkjunum. I stað þess að láta slétta á sér inn Rœtur sem okkur er væntanlega enn í fersku minni. Þróunin í kvennabaráttunni er ekki ósvipuð þessu. í fyrstu sáu konur ekki aðra leið en reyna að líkja eftir karlmönnum, klæða sig eins, hegða sér eins og hugsa eins og þeir til að sanna að þær gætu gengið inn í hlutverk þeirra. Að baki liggur auðvitað sú hugmynd að konur séu annars ilokks og verði að keppa að því að komast upp í fyrsta flokkinn. En upp á síðkastið hefur þessi þróun snúist við, og farið er að leggja áherslu á svokölluð kvenleg gildi. Konurn- ar eru farnar að leita að sjálfum sér, þar á meðal í gömlum og nýjum heimildum um konur og kvennamenningu. hárið og lýsa á sér skinnið til að geta horfið í hóp þeirra hvítu er slagorðið nú „svart er fallegt" (Black Is Beautiful)“ og fólk kepp- ist við að leita heimilda um sögu og upp- runalega menningu svarta kynstofnsins. Dæmi um það er sjónvarpsmyndaflokkur- & 4 Það erfiðasta við slíkar rannsóknir er auðvitað hve heimildir um formæður okkar eru fáar og smáar og minnst af því sem til er frá þeim sjálfum komið. Saga listanna, vísindanna, trúarbragðanna, styrjaldanna og valdabaráttunnar í heiminum er yfirleitt skráð af tiltölulega vel stæðum og mennt- uðum karlmönnum, þ. e. sams konar mönnum og stóðu fyrir mestu af þessu brölti. Þar er lítið minnst á daglegt líf allrar alþýðu, þeirra fátæku og ólæsu sem verald- legir og andlegir höfðingjar ráðskuðust nteð og sögðu fyrir verkum, sendu í stríð eða felldu úr hungri þegar hart var í ári. Sama gildir um flestar konurnar, aðrar en þær sem gengu inn í hlutverk karla, stjórn- uðu herjum eða ríkjum eins og Jóhanna af Örk og Elísabet I. Englandsdrottning, eða voru eiginkonur eða frillur einhverra höfð- ingja og náðu völdum gegnum þá. Og jafn- vel um þær vitum við fátt; hvernig var að vera í þeirra sporum, hvernig þær hugsuðu og fundu til, hverjum augum þær litu til- veruna og stöðu sína í henni, karlmennina, aðrar konur, o. s. frv. Sem betur fer eigum við Islendingar fjöldann allan af textum sem lítið sem ekk- ert hafa verið skoðaðir með þetta í huga, þar á meðal margar þær bókmenntir sem vinsælastar voru meðal almennings í marg- ar aldir og hljóta því bæði að spegla hug- myndaheim fólks og hafa haft áhrif á hann. Sá skáldskapur íslenskur sem nær lengst aftur í aldir er Eddukvœði og Fornaldar- sögur Norðurlanda. Auk íslendingasagna hafa Eddukvæðin lengi verið talin helsta skrautfjöðrin í bókmenntahatti okkar, þó a. m. k. sum þeirra hafi trúlega verið til í einhverju formi löngu fyrir íslands byggð. Fornaldarsögurnar hafa hins vegar verið taldar ómerkilégar afþreyingarbókmenntir og því lítið sinnt af fræðingum, enda mjög vinsælar fram á þessa öld. Eddukvæðin snúast mörg um stórbrotn- ar hetjur og þeirra sorglegu örlög. Þar eru konur ekki síður stórar í sniðum en karl- arnir, skapmiklar, hefnigjarnar og fádæma

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.