Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 16
„Hvað ætli hann hafi svo sem meint með þessu, drengfíflið! Auðvitað skilar kötturinn sér,“ heyrði ég að hann tautaði þegar köll ömmu færðust lengra í burtu. Ég vildi ekki hugsa um þetta allt saman. Hvað var afi líka að hrista Villa? Ég meina ... Allt í einu sagði afi eitthvað hátt sem ég skildi ekki. „Ha?“ „Fetus?“ „Hvað?“ sagði ég. „Branda mín, kis kis,“ heyrðist í ömmu langt í burtu. „Þýddu þetta fyrir mig, Nonni minn,“ sagði afi hátt. „Héðan frá,“ og hann benti á blaðsíðuna. „Ég trúi því ekki að ég skilji þetta rétt.“ Hann stóð upp og ég settist hikandi í stólinn hans. Mig langaði ekkert til að lesa þetta. „Ég þarf að fletta upp,“ sagði ég. „Ég skil þetta ekki allt.“ „Taktu þér þann tíma sem þú þarft,“ sagði afi og gekk fram og aftur um gólfið. Ég þorði ekki að segja honum að ég vildi ekki þýða þetta. Hann var svoleiðis á svipinn. Ég var lengi að koma þessu saman. „Viltu að ég lesi þetta?“ spurði ég svo. „Já,“ sagði afi. „Ég var að leita í einu húsanna þegar ég sá hreyfingu út undan mér. Ég sneri mér bara við og skaut' — full clip, ég veit ekki hvað það er,“ sagði ég og leit á afa. „Það skiptir ekki máli,“ sagði hann. „Haltu áfram.“ „Ég — þarf ég þess?“ spurði ég. Afi leit á mig. „Já,“ sagði hann svo bara. „ ,Svo leit ég á ... Það var kona, kannski komin átta mánuði á leið. Skotin höfðu hitt á hana miðja. Fóstrið hékk út...‘ Rödd hans varð hikandi og rám þegar hann sagði frá. ,Ég var alveg kaldur gagnvart þessu. Þegar við vorum að leggja saman þá dauðu, þá taldi ég fóstrið. Það var lík.‘ “ þýddi ég hægt og stamandi. Mér leið ömurlega illa. Af hverju var afi líka að lesa svona! „Jahá, jæja, hm, var röddin í honum rám. Það var og,“ sagði afi eftir langa þögn og það var skrítinn gljái í augunum á honum. „Það var og,“ sagði hann aftur. Augnablik varð mér eins og óglatt, og ég fann aftur andlitið á Óla undir hnefanum á mér. Heyrði þungt, brakandi hljóð. Og ópin í krökkunum. Sá andlitið á Soffíu. Blóð ... Afi tók af mér blaðið, lokaði því og lagði það varlega á borðið. „Kannski við förum út til hennar ömmu þinnar og hjálpum við að leita að henni Bröndu greyinu,“ sagði hann svo og lagði hönd- ina þungt á öxlina á mér. „Hvað segirðu um það, Nonni minn?“ mm er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra timarita. — Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvitu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. i wm nær til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í 1 A Vikunni nœr því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. k3 WMIV hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. t w selst jafnt og þétt, bœði í þéttbýli og dreifbýli. Þess i " vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í HS* VIKUNNI skilar sér. L3 HKM er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. i W veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda ™ VIKUNNAR. i 'W hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Il-Í Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þœr fást hjá A UGLÝSINGA DEILD VIKUNNAR í síma 85320 (beinn sími) eða 27022 NÝ SENDING Matrósukjólar og matrósuföt. Sérlega falleg og vönduð. Litir: hvítt, rautt, blátt og tvílitt. Mjög fallegir gallar heilir og tvískiptir í mörgum gerðum, stærðum og litum. LOÐHÚFUR til jólanna og vatteraðar húfur í mörgum gerðum stærðum og litum á telpur og drengi. JÓLAKJÓLAR, BLÚSSUR, SKYRTUR, VESTI, BUXUR, VELÚR - inni og útifatnaður, nærföt og náttfatnaður auk SÆNGURGJAFA I PÚSUNDA TALI. KERRUR og kerrupokar VÖGGUSETT, VÖGGUKLÆÐNINGAR, bleyjur og BLEYJUPOKAR, BURÐARRÚM, BURÐARPOKAR, BAÐBORÐ og LEIKGRINDUR. MATRÓSUKJÓLAR - ADMIRALS OG MATRÓSUFÖT Fakir rúllan gegn fitukeppum og þreytu. Nóvafónninn gegn gigt og þrautum, WELEDA hárvatn gegn hárlosi og flösu. Weleda gigtar- og baðolíur, árolíur, nætur- og dagkrem, hreinsimjólk. Fáið upplýsingar og upplýsinga pésa. Póst- sendum, sími 12136. ÞUMALÍNA, LEIFSGÖTU 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.