Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 34
1:26—28. Pau segja aö karl og kona séu jöfn, hvorugt á aö drottna yf'ir hinu. Og Guð gefur ekki fyrirskipanir um verka- skiptingu. Þaö er eftir syndafalliö, sem jafn- vægið kollsteypist, karlar fara aö undiroka konur og ójafnræöi og óréttlæti veröur dag- legt brauð. Svo Iesum við sögu ísraelsþjóö- arinnar, þar sem afleiðing syndafallsins sýnir sig, ættföðurskipulagið ríkir, karlar eru stjórnendur, konur réttlitlar. Þó hermir Gamla testamentiö frá mörgum konum, sem voru mikils metnar og höfðu mikil áhrif og í Gamla testamentinu er konum víða sungið meira lof en hljómar í samtíð okkar. Það er óheiðarlegt, rangt og skað- legt að fela það þegar talað er um umfjöll- un Biblíunnar um konur. Þegar Jesús kom Þegar Jesús kom færði hann allt í lag, sætti manninn við skapara sinn. Hann gerði veg kvenna og karla svo sem verið hafði í sköpuninni, bauð að þau skyldu vera jöfn, bauð þeim nýtt frelsi, nýja hamingju. Við getum nefnt nokkur af þeim fjölmörgu dæmum, sem sýna að Jesús braut hefðir samtíðar sinnar í umgengni karla við konur, hann talaði við konur, talaði meira að segja við þær um trúna, um guðfræði. Hann bauð þeim, sem ekki voru gjaldgeng- ar í samkunduhúsinu, til starfa með sér eins og postulunum. Þetta er stórkostlegt. Við skyldum ætla að enn þann dag í dag syngi kirkjan þessu kraftaverki lof og dýrð og hefði kirkjudaga til að minnast þcss. En það er ekki svo. Við spyrjum hvers vegna kirkjan hafi svo fljótt horfið frá boðum Jesú til hinnar gömlu, heiðnu heimspeki um undirokun kvenna. Hvers vegna er því enn haldið fram innan kirkjunnar að konur eigi að vera körlum undirgefnar? Frá okkar bæjar- dyrum séð er það ekki af saklausri góðvild og hógværð, sem leitast fyrst og fremst við að taka tillit til uppbyggingar heimilisins og velferðar barnanna, eins og oft er látið í veðri vaka. Frá okkar bæjardyrum séð er það óhlýðni við boð Krists. Og kirkjan má ekki óhlýðnast boðum Krists, sú óhlýðni aftrar okkur frá því að njóta blessunar Guðs. 777 frelsis frelsaði Kristur okkur Það Iiggur raunar ekki í augum uppi hvernig konur og karlar fái lifað í frelsi Krists eftir aldalanga óhlýðni. Hefðir og fordómar aldanna hafa mótað hug okkar allra. En það er svo fátt, sem liggur fyrir einfalt og skýrt. Okkur ber að sækjast eftir að eignast og varðveita jafnræðið í frelsi Krists. Það kostar mikla nærfærni, kær- leika, bæn og umræðu. Það kostar mikla umhugsun og rannsókn margvíslegra atriða. En það gefur okkur áreiðanlega nýja hamingju, nýtt frelsi, okkur öllum, körlum ekki síður. Til frelsis frelsaöi Kristur okkur, sagði Páll postuli, látiö ekki aftur leggja á ykkur ánauðarok. Hann sagði líka að í trúnni á Krist væri enginn munur á stööu kvenna og karla. Þessum orðum hans er oftast gleymt en hinurn hampað, sem segja að konur eigi að vera undirgefnar, þær eigi að þegja á safnaðarsamkomum og megi ekki kenna í söfnuðinum. Það er líka óheiðarlegur og skaðlegur málflutningur. Upphaf kvennaguðfrœðinnar Á kvennaguðfræðin rætur sínar að rckja tii kvenfrelsishreyfinga utan kirkjunnar? Er hún sprottin fram af hinni knýjandi þörf á að svara þeim áleitnu spurningum, sem þar voru bornar fram? Eða á kvennaguð- fræðin rætur sínar í þeim hreyfingum innan kirkjunnar, sem unnu að því að sameina konur í bæn og starfi og styrkja þær tii starfsins í ríki Guðs? Við viljum þá nefna hreyfingar svo sem kristniboðsfélög, KFUK, hreyfinguna um Alþjóðlegan bænadag kvenna og þá kvenfrelsishreyf- ingu, sem Hjálpræðisherinn ruddi braut á öldinni sem leið, með því að veita konunt og körlum sömu starfsréttindi. Við erum sannast sagna enn að hugsa málið, sameiginleg niðurstaða okkar verð- ur enn að bíða. Byrjun starfshópsins okkar Upphafið var það að séra Auður Eir kynntist kvennaguðfræði og kvennaguð- fræðingum erlendis. Lúterska heimssam- bandið hefur sérstakan Kvennavettvang í aðalstöðvum sínum í Genf og Alkirkjuráð- ið hefur líka sinn Kvennavettvang. Á báð- um stöðum starfa merkar konur, sem hafa sambönd við áhugafólk um heiminn allan, miðla upplýsingum og halda ráðstefnur. Við höfum líka samband við þær. Séra Auður kynnti svo kvennaguðfræðina fyrir þeim konum, sem voru í guðfræðideildinni og samstarfshópur var myndaöur. ... og áframhaldið Við hittumst einu sinni í mánuði að vetr- inum. Fyrsta veturinn okkar, í hitteðfyrra, lásum við saman umdeilda ritningarkafla í Gamla og Nýja testamentinu. Við gerðum það til þess að reyna að finna svör við þeim spurningum, sem sífellt er spurt innan kirkjunnar og utan. Við erum að reyna að sýna fólki, sem les þessa texta umhugsun- arlaust og tekur þá út úr eðlilegu samhengi að það sé röng notkun. Margt laukst upp fyrir okkur við þennan lestur; sumt virtist liggja svo í augum uppi eftir að kvennaguðfræðin hafði bent á það, að okkur fannst furðulegt að viö skyldum ekki hafa komið auga á það fyrr. í fyrra lásum við dálítið um konuna í kirkjusög- unni og lásum saman ritgerðir, sem nokkr- ar í hópnum höföu skrifað; það var ritgerð um hjónaskilnaði og sáttatilraunir eftir þær séra Agnesi og séra Döllu og ritgerð séra Hönnu Maríu um kvennaguðfræði. Hinar kynntu hópnum það, sem þær höfðu kynnt sér sérstaklega um kvennaguöfræði, bækur, greinar og ritskýringar, sem þær höfðu les- ið, og þannig leggjum við allar saman í hug- mynda- og fræðslubanka. Gestir Við buðum til okkar gestum, buðum strákunum í guðfræðideildinni, stelpum úr öðrum deildum og konum úr Jafnréttisráði. Við buðum líka áhugasömum prestum á góðan og skemmtilegan fund. I vetur komu konur frá Kvennaframboðinu til okkar og konur úr Hvöt eru væntanlegar á næsta fund. Það er gott að fá gesti, það forðar okkur frekar frá að staðna í eigin hug- myndum og gefur okkur tækifæri til að kynnast stöðu kvenna á ýmsum sviðum. Við tókum að okkur í fyrra að beiðni Jafnréttisráðs að lesa kristinfræðibækur, sem eru gefnar út hér og á að gefa út á næstunni og athuga um jafnréttismál þar. Við höfum kynnt kvennaguðfræði sameig- inlega utan hópsins bæði í guösþjónustu og guðfræöideildinni en aðalstarf okkar fer fram á vinnufundunum. / vetur œtlum við ... Við erum ekki sammála um allt. Það er gott af því að þá gefum við hver annarri aðhald og hugmyndir. En við erum sam- mála um margt. Það er líka gott og upp- örvandi. Við erum allar sammála um að við veröum fyrst og fremst að leggja áherzlu á að viðhafa góð guðfræðileg vinnubrögð. Við reynum sífellt að vanda vinnubrögðin og þurfum sannast sagna að taka okkur til ögunar við og við. Við bjóðum nýjum kon- um guðfræðideildarinnar alltaf á fundina og þá þurfum við að kynna þeim það, sem við höfum verið að gera. í vetur hyggjumst við taka þátt í verkefni, sem Kvennavett- vangur l.úterska heimssambandsins býður til samvinnu um, það fjallar um rétt kvenna og karla, breyttar aðstæður í breyttum þjóðfélögum og afstöðu kirknanna til þeirra breytinga og jafnréttis kvenna og karla. Svo við höfum nóg að gera. Samstarfshópur um kvennaguðfrœði VERA HEFUR FENGIÐ NÝTT SÍMANÚMER 22188

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.