Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 13

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 13
Leikir og leikföng A öllum tímum hafa börn leikiö sér; leikföng hafa fundist við uppgröft forn- minja. Ýmiss konar leikir og spil finnast alls staöar, en að börn veröi aö eiga leikföng hefur ekki alltaf þótt sjálfságt. Áður var margt eitt notað sem leikefni og oft búiö til af börnunum sjálfum. En leiktímabilið var stutt, börnin tóku snemma þátt í fram- leiðslunni og þannig er það enn í mörgum þróunarlöndum. Margir uppeldis- og sálfræðingar hafa rannsakað leiki barna og reynt að útskýra hreyfinga. Munnurinn er notaður til að kynnast eðli hlutanna, hljóð eru framköll- uð með því að slá í allt, sem nærtækt er. Næsta flokk kallar Piaget táknrænan leik. Nú geta hlutirnir verið eitthvað annað og fá breytt hlutverk. T. d. getur kubbur orðið að bíl, síma o. s. frv. Barnið bregður sér í hin ýmsu gervi og er nú fært urn að raða og flokka eftir huglægum hugtökum, svo sem stærð, lögun, litum og formum. Þá talar Piaget um leiki með reglum. Par er um að ræða alls konar spil, hópleiki eftir áhrif og við hinir fullorðnu erum hluti þess og fyrirmyndir barnanna. Áður fyrr fengu börnin tækifæri til að fylgjast með störfum fullorðna fólksins og gátu líkt eftir þeim í leik sínum. Leikföng voru einföld, oft verð- lausir hlutir, svo sem skeljar, steinar, bein, spýtur, pjötlur og bútar. í kjölfar breyttra þjóðfélagshátta verða leiktæki, leikföng og margvísleg leikefni börnum nauðsyn og í dag efast enginn um uppeldislegt gildi þeirra. Þetta gildi er tengt því á hvern hátt leikfangið er notað, af hverjum og hvenær. Þannig er mikilvægt að leikföng hæfi þroska, aldri og áhuga barnsins. Þau verða að kenna því ýmsa leikni, veita tækifæri til margvíslegrar notkunar og tengja þau ólík- um aðstæðum. Barnið á að geta rannsakað leikfangið með öllum skynfærum og not- fært sér það í mismunandi leikjum. Leik- efni sem verkar hvetjandi á sköpunarhæfni barnsins og ímyndunarafl gerir leikinn fjöl- breyttari og skemmtilegri. Fái barnið að takast á við viðfangsefni eftir getu sinni, öðlast barnið sjálfstraust til að feta sig áfram til erfiðari verkefna. Leikfangamarkaður dagsins í dag er fjöl- breytilegur. Armar tækninnar teygja sig inn hvað leikur sé og hvers vegna börn leiki sér: Friedrich Fröbel setti fram þá kenn- ingu að leikur væri atferli, sem við fram- kvæmum af sjálfsdáðum, án þvingana og án annrs endurgjalds en þeirrar ánægju, sem fylgir leiknum. Hann var frumkvöðull leik- skólans og lagði áherslu á gildi leiks í upp- eldinu. Barnið átti að fá tækifæri til að upp- götva umhverfi sitt í gegnum leik, því skynjun væri undirstaða alls þroska. Kenningar sálkönnuða leggja áherslu á tilfinningalegu hliðina á þroska barnsins og að börnin fái útrás fyrir innibyrgðar tilfinn- ingar. Þau endurtaka þá í leiknum athafnir og það sem hvílir þungt á þeim. Þannig reyna þau að skilja atvikið, létta á vanda- málinu. Jean Piaget lítur á leik í sambandi við vitrænan þroska — að barnið rannsaki um- heiminn í leiknum og vinni að því að skilja og fá samhengi í það umhverfi sem þaö lifir í. Þannig helst leikurinn í hendur við þroskastig barnsins, frá því að vera sjálflægt og til þess að verða hlutlægt og gætt skyn- semi. Piaget skiptir leiknum í þrjá tlokka. Fyrstir eru aðallega hreyfileikir, nokkurs konar æfingaleikir með hreyfingar og at- hafnir tengdar öllum líkamanum. Barnið finnur upp á nýjum hreyfingum og endur- tekur þær við nýjar aðstæður. Hlutir, sem barnið nær í, verða tilefni nýrra athafna og settum reglum og að börnin setji sér reglur um hvað á að gera og hvað ekki. Þau líkja eftir reglum sem ríkja í samfélagi fullorð- inna. Leikurinn krefst þess, að barnið deili með öðrum en það þróar jákvæða félags- lega afstöðu gagnvart öðrum. Við getum verið sammála um, að leikur er öllum börnum nauðsyn. Hann speglar athafnaþrá þeirra og innri þörf til að rann- saka heiminn. Því er erfitt að draga línu á milli leiks og starfs. Þroski og nám barnsins á sér stað sem víxlverkun og samspil við hluti og fólk; með leik, eftirhermu og að- lögun að raunveruleikanunt. Þannig veitir leikurinn bæði andlegum og líkamlegum kröftum barnsins viðfangsefni. í leik fá börnin útrás tilfinninga, hreyfiþörfinni er fullnægt ef skilyrði eru fyrir hendi. Athygli og skilningur þroskast og ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur. Leikur veitir mögu- leika til málnotkunar, ný orð og hugtök lærast. Barnið lærir samvinnu við önnur börn og fullorðna og þróast félagslega með því að læra að taka tillit til annarra. Hægt er að segja að leikurinn sé mál barnsins, því túlkun og tjáning í leik veitir upplýsingar um líðan og þroska barnsins. Börnin sýna reynsluheýn sinn í leikjum. Þar kemur í ljós sú menning og það þjóðlíf, er þau búa við. Ytra umhverfi hefur mikil á þetta svið sem önnur. Leikföngin verða æ fullkomnari og við hrífumst af sjálfvirkum bílum, lestum, dýrunt og dúkkum. Fram- leiðendur sjá oft í börnum upplagða neyt- endur og notfæra sér fjölmiðlana til að ná til þess hóps með það eitt í huga að græða sem mest. Þess vegna er vert að vera á verði gagnvart miklum hluta tilbúinna leik- fanga. Þessar upptrekktu, útþynntu eftir- líkingar raunveruleikans höfða lítil til virkni og hugarflugs barnsins. Foreldrar og aðrir uppalendur æ'ttu að leita sér þekking- ar um mismunandi gildi leikfanga svo að tilviljun og auglýsingaáróður ráði ekki ferðinni í vali á þeint. Það er hægt að varpa fram spurningu um það, hvort oft á tíðum sé ekki lögð meiri áhersla á magnið en gæðin. Ónauðsynleg leikföng hrúgast upp og geta haft letjandi áhrif. Einnig er vert að íhuga hvort ýmislegt annað í umhverfinu geti ekki gert sama gagn og kostað minna. Gefum börnunum okkar tíma og sýnum áhuga á því að taka þátt í leikjum þeirra. Leikföng eiga ekki að koma í staðinn fyrir félagsskap og afskipti okkar. Þau eiga þvert á móti að vera til að auka samskipti og samvinnu barna og fullorðinna. Margrét Gunnarsdóttir 13 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.