Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 3
VERA
„Bréf“
Hótel Vík
Reykjavík
v
Kœra VERA!
Eg vil óska þér til hamingju með fyrstu
tvö tölublöðin og vil lýsa ánægju minni með
þau. Eg held að svona blað eigi fullan rétt á
sér og hafi vantað lengi eitthvað blað fyrir
konursem er raunverulega fyrirþœr en ekki
uppskrift á því hvernig konur eigi að vera
eins og mér finnst mörg þessara kvenna-
blaða. En það er einn hlutur sem mér finnst
vanta í blaðið og vil leita álits þíns á því.
Finnst þér asnalegt að hafa einhverjar
mataruppskrifdr í VERU? Pað kemur
,,andkvenréttindalega“ út að hafa svoleiðis í
svona blaði. Ég er nefnilega frekar lélegur
kokkur og ansi hreint hugmyndasnauð þeg-
ar kemur að því að ákveða hvað á að vera í
matinn. Ég tala nú ekki um ef ég á von á
gestum, þá fer núfyrst allt ísteik! Vœri ekki
hœgt að hafa einhverjar sniðugar uppskrift-
ir í hverju blaði, t. d. einfaldan matseðil ef
von er á fólki í mat, eða fljótlegán rétt í
kvöldmatinn? Segðu mér hvað þér finnst
um þetta má, ég er viss um að það eru fleiri
konttr ett ég sem myndu taka svona þætti
með þökkttm.
Gangi ykkur allt í haginn,
ÞA
Takk fyrir bréfið! Okkur líst stórvel á þessa
uppástungu þína og finnst hún ekki and-
kvenréttindaleg að neinu leyti. Við fjöllum
einmitt um nýútkomna matreiðslubók eftir
Jóhönnu Sveinsdóttur í þesstt blaði, og það
væri mjög gaman að halda þessu efni meira
á lofti framvegis. Við bíðum spenntar eftir
að uppskriftirnar komi í löngum bunum og
hvetjum aila sem luma á einhverju sniðugu
að senda VERU það sem allra fyrst...
Ritnefnd
JoZ-/VBAUU \
h clcUw'^JóUbcUJ- - cz—
T3c>r& — í+wxasuucLs,
fd' /5"30J)£Veinarrtif k?c,/rtfr\
Korvujrþjé' //
KÖLLUM PÁ FÓSTRA ...
Anna Sigurðardóttir hringdi til okkar
vegna lesendabréfs Elínar V. Ólafsdóttur,
sem birtist í I. tbl. VERU og fjallaði um
karlkyns og kvenkyns starfsheiti. Elín benti
m. a. á að nafni Fósmiskólans Itafi verið
breytt í Fóstnrskóla dl að gera hann að-
gengilegan karlmönnum. í framhaldi af því
kom ttpp hugmynd um að kalla fóstrur fóst-
urfrœðinga, svo karlmenn gœtu fallið undir
starfsheitið. I bréfinu veltir Elín því fyrir sér
hvers vegna karlmenn geti ekki borið kven-
kyns starfsheitið fóstra, á sama hátt og
kvenmenn beri t. d. starfsheitið kennari.
Anna benti á að heitið fóstri komifyrir í
Islendingasögunum og má þar t. d. nefna
Pórð Leysingjason, sem fóstraði alla sontt
Njáls og Bergþóru og Þjóstólf fóstra Hall-
gerðar langbrókar. Er þvísjálfsagt að nefna
karlmann sem menntast í Fósturskólanum
því gamla og góða nafni fóstri. Sagði Anna
að til þessa hefðu fóstrar ekki verið kven-
kenndir og væri óþarft að byrja á því á
, fafnréttistímum “.
Kœru lesendur!
Frá og með þessu tölublaði
verður hún Vera okkar í þessari
stcerð. Vonandi takið þið henni
vel, þótt hún sé ofurlítið minni
um sig — munum að það er inn-
rætið sem blífur!
Við Veru konur teljum okkur
mega vera ánægðar með þœr
viðtökur sem blaðið hefur fengið
— áskrifendum fjölgar jafnt og
þétt og viðbrögð þeirra, sem
hafa látið í sér heyra, eru já-
kvœð. Aldrei verður ofoft á það
minnt að Vera er hugsað sem
kvennablað — blað allra
kvenna, en til þess að svo megi
verða, þurfa sem flestar að taka
þátt. Látið í ykkur heyra, skrifið,
hringið, skammið okkur eða
hælið — munið bara að við
hvorki viljum né getum án ykkar
verið.
Með kœrri kveðju, ritnefndin.