Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 17

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 17
„EÐLILEGUR OG SANNGJARN41 MÁLLLUTNINGUR Á borgarstjórnarfundi þ. 18. nóvember s. I. fóru fram miklar umræður um jafnréttismál og var tilefni umræðunnar skýrsla Jafnréttisnefnd- ar Reykjavíkur. Kvennaframboðið hefur áður látið þess get- ið, að sú skýrsla staðfesti málflutning okkar í kosningabaráttunni í vor — þ. e. að samfélagið hefði að litlu sem engu leyti aðlagað sig breytt- um aðstæðum og auknum réttindum kvenna. Auknum hlut kvenna á vinnumarkaði, auknum kröfum kvenna til jafnstöðu þar, auknum kröf- um kvenna hvað varðar menntun og almenna þátttöku í þjóðlífinu. Þessum kröfum, þessum réttindum, hefur alls ekki verið mætt á sviðum, sem þó eru forsenda frelsis kvenna til jafns við karla. Það er næsta broslegt að halda þvífram að konur hafi jafnan rétt til starfs og launa ef frelsið til að njóta þeirra réttinda er ekki fyrir hendi. Undirrót ófrelsis kvenna eru auðvitað þau viðhorf, sem ríkja til kvenna. Karlmenn sýna konum Iítilsvirðingu í tali sínu, gera að þeim grín, vanmeta störf þeirra, snúa út úr orðum þeirra, treysta þeim ekki, trúa þeim ekki. Hiklaust halda þeir því fram að „stúlkur hafi nákvæmlega sömu möguleika til að ganga í framhaldsskóla hér og Ijúka prófum eins og karlmenn". Þær gera það þó ekki. Skýrsla Jafnréttisnefndar staðfestir það. Hiklaust halda þeir því fram ,,að konur hafi tekið þátt í hvers kyns þjóðfélags- störfum og þær hafa sýnt það með störfum sínum þar, að þær eru ekki síður gjaldgengar en karlar“. Skýrsla Jafn- réttisnefndar staðfestir þó að svo sé ekki. Kinnroðalaust halda þeir því fram að „ríkisstjórn, sem er orðin ónýt, megi líkja við konu, sem komin er úr barneign“. Hiklaust halda þeir því fram að baráttumál kvenna séu sambærileg baráttumálum einsmálahópa—annarra minnihlula\\ó\y<x\ Líklega ómeðvitað básúna þeir, að „karla-greyin“ séu tilneyddir til að fara út á vinnumarkaðinn til þess að vinna fyrir fjölskyldunni, og gera sér þá væntanlega enn ekki grein fyrir.að það er einmitt krafa kvenna að enginn sé tilneyddur, heldur frjáls til að velja sér hlutskipti sitt sjálfur. Konum er það ekki síst baráttumál að fá að taka jafnan þátt í atvinnulífi og framfærslu heimilanna. En viðhorf og skipulag samfélagsins setur þeim stólinn fyrir dyrnar. Niðurstöður skýrslu Jafnréttisráðs sýna, að þrátt fyrir breytt viðhorf og aukin lagaleg réttindi, er enn langt í land jafnstöðunnar og frelsisins. „Þannig að í sjálfu sér þá hefur næsta lítið komið fram í þessari skýrslu, sem gefur tilefni til mikillar urnræðu" segir borgarstjórinn í Reykja- vík. Hann vissi þetta allt áður. Hann veit þetta allt og mun alltaf vita það. „Skýrslan breytir ekki nokkrum sköpuð- um hlut um það.“ Ef stjórnmálamaður kýs að starfa án tillits til aðstæðna fólks og án tillits til frelsis og réttinda kvenna jafnt sem karla, þá er það auðvitað hans mál. En Kvennaframboðið lítur öðrum augum á sitt starf. Við gerum þá kröfum til stjórnmálamanna að þeir spyrji sem svo: Hvers vegna er helmingur þjóðarinnar fátækari, verr menntaður, áhrifaminni og lítilsverðari en hinn? Hvað getum við gert til að tryggja frelsi allra þjóðfélagsþegna? Hvað er það í skipulagi hins opinbera, sem þarf að breyta til að allir standi jafnfætis? Hvað ber að gera með tilliti til þeirra staðreynda, sem hér liggja á borðinu? Stjórnmála- menn, sem spyrja slíkra spurninga, það eru stjórnmála- menn, sem taka „hlutverk sitt alvarlega.“ Að lokum: Hér á eftir fara hlutar úr tveimur ræðum borgarfulltrúa á fundinum 18. nóvember og þau orð tveggja annarra stjórnmálamanna, sem vitnað er til í greininni. Ms

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.