Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 5
verið til
grimmar ef gert er á hluta þeirra. Hugsun-
arháttur þeirra tíma setur sæmdina ofar líf-
inu og krefst blóðhefndar fyrir hvers konar
áreitni við einstaklinginn eða ætt hans.
Konurnar gera ýmist að eggja bræður eða
eiginmenn til dáða eða berjast sjálfar og
hika þá jafnvel ekki við að drepa börn sín
með eigin hendi ef það er í þágu hefndar-
innar. Hin fórnfúsa móðir sem setur vel-
ferð barna sinna ofar öllu ööru virðist ekki
hafa verið í tísku á þeirri tíð.
Fornaldarsögurnar sem eiga að gerast á
Norðurlöndum löngu fyrir Islands byggð,
spegla heiðið víkingasamfélag þar sem
hnefarétturinn er alls ráðandi og valkost-
irnir oftast tveir: að drepa eða vera drep-
inn. Kapparnir eru aldeilis ótrúleg hraust-
menni og, eins og flestir afkomendur
þeirra, allir í því að koma sér áfram í lífinu.
Leiðin til þess er sú helst að fá sér skip og
menn og sigla frá landi þar til maður mætir
öðrum í sömu erindagerðum. Þá er barist
uns annaðhvort liðið er stráfellt eða játar
sig sigrað. Sá sem betur hafði í orustunni
hirðir bæði skip og góss hinna, og heldur
áfram í leit að næsta keppinaut. Á milli sjó-
orustanna ganga menn á land og ræna og
rupla hvar sem eitthvað er að hafa eða
drepa tröll og forynjur svona til tilbreyting-
ar. Hátindurinn á ferli kappanna er svo
þegar þeir frétta af fallegri og ríkri kóngs-
dóttur sem stendur til að erfi ríki einhvers-
staðar. Þeir þangað og gera föður hennar
tvo kosti, annaðhvort að gifta dóttur sína
með góðu eða berjast. Stundum er þar
annar biðill fyrir í sömu erindagerðum og
þeir drepa hann þá í leiðinni. Sögunni lýkur
svo þar sem hetjan situr í náðum að auði
sínum og völdum.
Að sjálfsögðu eru ýmis afbrigði af þess-
um söguþræði en sameiginlegt með flestum
er að aumingja kóngsdæturnar hafa um fátt
að velja, þær eru herfang þess sem sigrar í
bardaganum. Fyrir körlunum eru þær oft-
ast aðeins lykill að kóngsríki, tæki til auðs
og valda, þeir vita ekki einu sinni hvernig
þær líta út þegar þeir leggja upp í bónorðs-
ferðina. Oft kemur þó fram að stúlkurnar
eru ekki sáttar við sitt hlutskipti. Pær eggja
ættingja sína og hirðmenn til orustu við
yfirgangsmennina eða velja annan hvorn
biðlanna og reyna að vera honum innan
handar og hafa þannig áhrif á gang mála.
Pað er líka til að þær geri beinlínis uppreisn
gegn þessu hlutverki þolandans, og sagan
gerir þá talsvert mikið úr því, líkt og höf-
undar Eddukvæðanna sem virðast fullir að-
dáunar á sínum grimmu kvenhetjum.
mynd—Kathe Kollwitz
í Hrólfs sögu Gautrekssonar er t. d. sagt
frá prinsessu sem biður föður sinn um eigin
her svo hún þurfi ekki að vera „nauðkván
aðvífandi ribbalda" eins og hún orðar það.
Síðan býst hún karlmannsfötum, herklæð-
um og vopnum, tekur sér karlmannsnafn
og bannar öllum að kalla sig mey eða konu.
Og það merkilega er að þetta verður henni
ekki til neins álitshnekkis heldur þvert á
móti. Biðlarnir streyma að henni úr öllum
áttum, en hún berst við þá með liði sínu og
hefur jafnan sigur, drepur þá eða limlestir.
Pegar hetjan Hrólfur fréttir af þessari
kjarnakonu getur hann ekki hugsað sér
neina aðra. Og þar sem hann er nánast yfir-
náttúrlegur að hreysti og glæsileika tekst
honum að vinna hana um síðir, en sýnir þá
riddaramennsku að leyfa henni að fara
heim til föður síns svo hún geti þar tekið
bónorði hans með fullum sóma. Þetta kann
hún vel að meta og með þeim takast góðar
ástir, hún verður helsti ráðgjafi manns síns
og þegar hann týnist i herferð einhverjum
árum seinna herklæðist hún aftur og fer
með lið að leita hans.
Ýmsar aðrar konur í þessum sögum eru
eins konar endurskin af þessari og algengt
er að konur séu taldar vitrari en karlar og
gefi þeim góð ráð. Eins er oft minnst á
skjaldmeyjar sem berjast við hlið karla í
orustum og þykja gersemar að hafa með
sér í liði.
Þó Fornaldarsögurnar séu trúlega ekki
skrifaðar fyrr en á 13. öld og seinna hafa
a. m. k. sumar þeirra gengið mann frá