Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 35
BÆKUR
Marie Cardinal:
Lausnarorð
Iðunn, 1982.
Oft hef ég eftir lestur sjálfsævisagna
karla hugsað eitthvað á þessa leið: Fyndið
þætti mér að sjá sögu eftir konu skrifaða á
þennan hátt. Ævisögu þar sem fjölskyldan,
maki og börn, koma bara við sögu í auka-
setningum; þau eru aukaatriði sem ekki
koma „raunverulegu" lífi höfundar við, því
„raunverulegt" líf er alls staðar annars-
staðar en heima hjá honum. Svona gæti
sem betur fer engin kona skrifað, hef ég
hugsað, stolt og ánægð með kynsystur mín-
ar í rithöfundastétt.
Nú er komin út bók á íslensku eftir kyn-
systur mína franska, bók sem að öllum lík-
indum fer mjög nálægt því að vera sjálfs-
ævisaga, en í henni er einmitt þetta gert.
Aðalpersónan í „Lausnarorðinu" eftir
Marie Cardinal er þriggja barna móðir, ein-
stæð á köflum, en gift og mjög háð manni
sínuin sem býr stundum heima og stundum
ekki. Börnin og maðurinn eru aukaatriði í
sögunni. Hér er þaö konan sjálf, „ég“ bók-
arinnar, hennar líðan og vanlíðan, þroski
og stöönun sem skipta öllu máli. Þetta er
hér meðvituð aðferö sem hefur ákveðið
markmið (sem mér hefur ekki fundist vera
í sjálfsævisögulegum ritum eftir karla. Þær
einkennast oft á tíðum af ákveðnu, dálítið
sjúku verðmætamati). Marie Cardinal
lætur aðalpersónu sína rífa sig lausa úr
þeim böndum sem hin hefðbundna móðir
og eiginkona er hnýtt fjölskyldu sinni til
þess að bjarga sér, og ef til vill því fólki sem
henni þykir vænst um, frá andlegri tortím-
ingu. Aðferðin undirstrikar eitt ntegin við-
fangsefni bókarinnar: Verðmætamat og
viðhorf mannkynsins eru ónothæf eins og
þau tíðkast í þjóðfélaginu í dag. Viö þurf-
um að rífa þau niöur og byggja á einhverju
algjörlega nýju, til þess að verða hæf til að
halda áfram að lifa og viðhalda mannkyn-
inu. Börn aðalpersónunnar koma þess
vegna ekkert við sögu fyrr en hún er reiðu-
búin að umgangast þau sem liíandi vera,
vera sem er búin að gera upp við viðhorf
sem umhverfi hennar hefur troðið upp á
hana. Það er erfitt að endurskoöa viðhorf
og verðmætamat sem eru almennt álitin
vera Stóri Sannleikur og hafin yfir alla
gagnrýni. Hér finnst mér eðlilegt að bæta
við, þó svo að það sé kannski ekki í beinu
samhengi viö það sem er til untræðu, að
það er einmitt af þessari sömu ástæðu sem
kvennahreyfingar hafa útilokað karlmenn.
Konur sem hafa sett sér þaö markmið að
endurskoða í grundvallaratriðum þann
hugmyndaheim sent þær búa við, hafa ekki
efni, tíma né orku til þess að reyna sam-
tímis að sannfæra karlmenn um réttmæti
hugntynda sinna, því þeir byggja sitt upp-
gjör við kerfið yfirleitt á allt öðrum for-
sendum. Það er algjör forsenda þess að
eitthvað frjótt komi út úr slíkri endurskoð-
un að hægt sé að útiloka sig frá þeim hugs-
unarhætti sem kúgunarmunstrið byggist á.
Bókin er viðamikil og tekur fyrir of
margar hliðar mannlífsins til að hægt sé að
gera grein fyrir þeim öllum í stuttri um-
fjöllun. Sálsjúk kona fer í könnunarleið-
angur niður í hyldýpi sálar sinnar og grefur
upp margt merkilegt, bæði skít og gersem-
ar. Hún fyllist barnslegri undrun við hvern
nýjan fund. Það er kannski þessi hrein-
skilna undrun og óþreyja eftir að konta
þessum nýfundna sannleika sínum á fram-
færi við lesendur sem gerir söguna bæði
grípandi og trúverðuga. Hér er ekki á ferð-
inni predikari sem vill leiða fáfróða lesend-
ur sína í allan sannleika, heldur leitandi
manneskja sem gefur okkur kost á að vera
með í rannsóknarleiðangrinum.
Söguþráðurinn er í stuttu máli þessi:
Aðalpersóna bókarinnar er kona á fertugs-
aldri, sem er orðin svo alvarlega sinnissjúk,
að umhverfi hennar neyðist til að taka
mark á henni. Hún fer í sálgreiningu og
meðhöndlunin tekur sjö ár. í samtölum sín-
um við lækni sinn rifjar hún upp kafla úr
bernsku sinni og æsku og smám saman fer
hún að koma auga á, skilja og skilgreina
allt það kúgunarmunstur sem hún hefur
búið við og stuölað hefur að sjúkdómi
hennar, sem hún kallar veiluna. Hún er af
franskri góðborgaraætt, alin upp í Alsír.
Foreldrar hennar skilja þegar hún er
kornabarn, og hún er alin upp í umsjá
móður sinnar og ættfólks hennar.
Henni er innrætt menning, smekkur, for-
dómar, mál og trú þeirrar stéttar sem hún
elst upp í. Sálgreiningin hjálpar henni að
skilja, að veruleiki sá sem hún lifir og
hrærist í er spilaborg byggð á lygum og
verðmætamati sem eru henni í raun og veru
einskis virði. Henni verður smám saman
ljóst hvernig kynjamunstrið hefur mótað
hana og bælt. Hún var uppreisnargjarn
krakki sem þrjóskast lengi við að láta
forma sig eítir einhverri fyrirmynd sem
hentaði henni ekki, og þjónaði engum til-
gangi öðrum en að viðhalda „spilaborg-
intú". En enginn má við margnum til
lengdar, öll uppreisn er bæld niður. í stöð-
ugri leit barnsins að ástúð og hlýju reynir
hún að uppfylla þær væntingar sem hún
finnur að eru gerðar til hennar, og verður
smátt og smátt, að minnsta kosti á yfir-
borðinu, regluleg fyrirmyndarstúlka sem
móðirin og ættin öll getur verið stolt af.
Sjálfsmynd barnsins fær aldrei tækifæri til
þess að þroskast, í staðinn er henni gefið
heilt hugmyndakerfi. Hún lærir hvað er
góður smekkur og vondur, hvað sæmir
ungri stúlku af hennar stétt í öllum mögu-
legum og ómögulegum tilvikum. Tungumál
hennar er svo sneisafullt af bannorðum að
hún getur ekki tjáð nema hluta af þeim
veruleika sem hún lifir í. Persónuleiki
hennar drukknar í utanaðlærðu atferli, sem
verður hennar eina festa í lífinu. Veilan
brýst fram af fullum styrk þegar hún giftir
sig og eignast börn, m. a. af því að hún
hefur ekkert að gefa þeirn nema spilaborg-
ina. Fyrst kennir hún hjónabandi sínu um
veiluna, en þegar líða tekur á sálgreining-
una skilur hún að veilan hefur búið með
henni frá unga aldri. Næst reynir hún að
koma sökinni á móður sína og í stað gagn-
rýnislausrar ástar á móðurinni vex fram
ástríðufullt hatur. Enn kafar hún dýpra og
skilur að lokum að móðir hennar er líka
35 £