Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 14
Að höggva mann og annan Þaö mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar fara á brott með víkingum standa upp í stafni stýra dýrum knerri halda svo til hafnar höggva mann og annan. Þessi hvatning til manndóms og atgervis Iýsir hugsunarhætti fornum þegar menn skyldu mannast til víga. Þeir sem mönnuð- ust á þann veg þóttu íorðum hetjur á ís- landi. En ætlum við að hafna þessari manngildishugsun sem ól af sér víkinga og viljum ekki að uppvaxandi kynslóð alist upp til víga verðum við að vera við því búin að sýna fram á óréttmæti áþekkrar hugsun- ar í hvaða myndum sem hún birtist. Hlutlaust uppeldi fyrirfinnst ekki. Við- miðanir eru ávallt til staðar hjá foreldrum og í samfélaginu, á öllum tímum, breytileg- ar en óumflýjanlegar. Menn eiga það við samvizku sína og upplýsingu á hverjum tíma, hvað þeir telja börnum hollt. Að höggva mann og annan þykir al- mennt ekki lengur til fyrirmyndar. Sé tekið mið af kristnum sið ber okkur sem mennskum verum og sköpun Guðs að varðveita allt líf og stuðla að því að það geti verið heilt. Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér að börnum eru fengnar eftirlíkingar af stríðstólum í hendur? Þegar hugsað er um þær hörmungar, sem drápstæki valda fyrr og nú er það algjört hugsunar- og ábyrgð- arleysi að fá börnum stríðstól til leikja og gamans. Fremur bæri að segja börnum frá, hversu skelfilegt það er að verða manns bani og sannarlega ekki eftirsóknarvert. Eitt leiðir af öðru. Við verðum að sjá hluti í samhengi. Saklaus leikur verður ef til vill síðar að helkaldri alvöru. Verndum uppvaxandi kynslóð frá öllu því, sem elur á ofbeldi og ógnun, kennum henni að virða lífið, tign þess og fegurð, sem helzt verður gert með því að Jesús Kristur og sannleikur hans allur fái höndlað hug og hjarta. Framundan er nú sú helga hátíð jóla, sem vekur samkennd með mönnum og boðar frið. Við þráum frið og ætti okkur að vera kappsmál að stuðla að friði hvarvetna sem við getum komið því við í samskiptum manna. Þeim friði, sem ekki er stöðnun, heldur uppbyggjandi, ábyrg athöfn lífi til vaxtar og heilla. Pórhildur Olafs & 14 »#*'♦***" 'Oskunx ölltmi samsnnnutnönnuvn ocj öörum landsmonnum qlc$\leqra jola- árs o<j fri&ar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA .....a? . m Torgsala í Reykjavík Samkvæmt samþykkt borgarráðs frá 27. f.m. er óheimilt að setja upp torgsölu í Reykjavík nema að fengnu leyfi, sem borgaryfirvöld veita. Leyfisgjald vegna torgsöluleyfa er sem hér segir: Fyrir einn mánuð kr. 1.100.00 Fyrireina viku - 400.00 Fyrireinndag - 100.00 Leyfisgjald skal endurskoða við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.