Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 32

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 32
frekar um að keyra sig en að gera það sjálf þcgar hún þurfti að fara eitthvað. Af þessu spratt líka enn geigvænlegri ótti: að hún brotnaði nið- ur, yrði brjáluð og sett á geðveikrahæli. „Eftir því sem þessi undar- lega tilfinning óx fór ég æ oftar að spyrja sjálfa mig, „Hvað gcturðu haldið þetta lengi út? Hvað þarf mikið til að gera eina manneskju vitlausa?“ Francine hafði aldrei þekkt neinn sem fengið hafði taugaáfall. Hún fór á bókasafnið og fletti upp sjúkdómseinkenn- unum. Hún fann lýsingar sem áttu svo fullkomlega viö hana að hún varð enn hræddari en fyrr: þunglyndi, ástæðulaus grátköst, kvíði, taugaóstyrkur, ótti við fólk. Hún sá sjálfa sig fyrir sér þar sem hún var læst inni á geöveikrahæli með rimlum fyrir gluggunum og hugs- aði með sér, „Frekar vildi ég vera dauð!“ Hún varð að berjast gegn sjálfsmorðstilhneigingum sínum: „Ég var svo Iangt niðri að mér fannst að dauðinn einn mundi veita mér frið. Innri rödd sagði, „Ef þú drepur þig þá er þessu lokið. Pá þarftu ekki að lifa svona dag eftir dag.“ “ Francine komst að því að hún gat haft sig upp úr þunglyndinu með því að tala við sjálfa sig. „Ég lokaði mig inni á baði og sagði, „Fran, þú hefur svo margt til að lifa fyrir.“ Ég hugsaði um börnin mín, hvert og eitt, Christy, Jimmy, Dana, Nicole, hvað þau þurftu mikið á mér að halda, hvað þau elskuðu mig og ég elskaði þau. Ég horfði út um gluggann og sagði, „Hugsaðu um allt það sem þú getur verið þakklát fyrir, jafnvel þótt það sé bara eitthvað mjög venjulegt. Himinninn er blár. í dag eru skýin hvít. Eru þau ekki falleg? Er heimurinn ekki fagur? Guð hefur skapað þetta: blómin, börnin, himininn, skýin.“ Smám saman gat ég ýtt kvíðanum burtu. Ég hugsaði um hvað ég ætlaði að setja niður í garðinn eða hvernig ég ætlaði að hafa nýju gardínurnar. Ég vann mín verk, tók til í húsinu eða hvað það nú var og hélt fast í þessar góðu hugsanir. Ef Mickey sat í stólnum sínum í stofunni og drakk bjór þá leit ég ekki á hann þegar ég gekk fram hjá. Pað var eins og hann væri ekki þarna.“ Á þennan hátt tókst Francine að þrauka enn einn dag, enn eina viku, enn einn mánuð með Mickey en hún vissi að hún var að missa fótfestuna. í hvert skipti sem Mickey réðst á hana, með orðum eða barsmíðum, fann hún hvernig hún sökk eilítið dýpra. Þegar hún horfði á sig í speglinum sá hún gamla skrukku. „Ég var tuttugu og sjö ára en leit út fyrir að vera fimmtug. Og ég fór að velta fyrir mér hve lengi ég gæti haldið þctta út, hve lengi ég gæti haldið áfram að lifa svona lífi. Einu sinni hugsaði ég með mér, „Fran þú getur haldið svona áfram þangað til þú klikkast eða þú gerir eitthvað í málinu. Hvort ætlarðu að gera?“ Pegar hún horfði um öxl sá Francine mest eftir því að hafa hætt í skóla án þess að taka lokapróf. Þar höfðu orðiö þáttaskil í lífi hennar og eftir það versnaði allt. Dag einn tók hún cftir auglýsingu í blaði um ókeypis fullorðinsfræðslu fyrir þá sem hætt höfðu í skóla. Hún lék sér að hugmyndinni í nokkra daga og safnaði kjarki til að hringja í númerið sem gefið var upp í auglýsingunni. Henni var sagt að hún hefði nægileg réttindi og ef hún lyki náminu fengi hún próf sem samsvaraði stúdentsprófi. Þótt Mickey hamraði á því hvað hún væri heimsk — það var eitt af uppáhalds skammaryrðum hans — þangaö til hún var nærri farin að trúa honum minntist Francine þess að hún hafði áður fyrr trúað því að hún væri greind. Hún hafði engin ákveðin áform í huga um það hvernig hún ætlaði að nota þetta próf en það var einstaklega freistandi. Spurningin var hvort Mickey myndi leyfa henni að láta innrita sig. Hún færði máliö í tal einn morguninn þegar hann var allsgáður og í góðu skapi. „Pú getur gert það ef þú vilt,“ sagði hann og yppti öxlum, „en þú klárar þetta aldrei. Pú ert svo heimsk.“ „Ja, ég ætla nú samt að reyna. Tímarnir eru bara í tvo klukku- tíma á morgnana, ég gæti farið með krakkana í skólann og verið komin heim áður en að Dana kemur.“ „Hvað ætlarðu að gera við Nicky?“ „Ég gæti tekið hana með mér. Við megum það og það er sér- stakt herbergi fyrir krakkana til að leika sér.“ Mickey hugsaöi sig um. Francine sá að hann hikaði. „Gerðu það, Mickey. Ef ég næ þessu prófi get ég fengið vel borgaða vinnu. Þá gæti ég fengið mér einhverja starfsmenntun. Kannastu ekki við þessar auglýsingar í blöðunum: Góð staða í boði fyrir stúdent!“ Mickey samþykkti með semingi. „Farðu bara,“ sagði hann, „en þú klárar þetta aldrei. Ég þori að veðja að þú getur það ekki.“ Þegar hann sagði þetta svaraði hljóð rödd innra með Francine, „Jú, ég skal!“ Viö óskum viöskiptavinum okkar jóia og farsældar á nýju ári. Þökkum viöskiptin RAFHA Austurveri RAFHA Hafnarfirði HUSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR Smiðjuvegi 2, Kópavogi ALÞYÐUBANKINN Laugavegi 31 Suðurlandsbraut 30 i VEITINGAHUSIÐ TORFAN Amtmannsstíg 1 SMJORLIKI H.F. Þverholti 19 VERSLUNIN FRÍÐA FRÆNKA Ingólfsstræti 6 ó INGAR OG GYLFI Grensásvegi 3 FIDO LEIKFANGAVERSLUN Iðnaðarhúsinu KVENFELAGSSAMBAND ÍSLANDS Hallveigarstöðum

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.