Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 27

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 27
„Ég tók svona bækling heim með mér úr kjörbúð í Birmingham, þeir cru þar út unt allt. Ég fylltist reiði við lesturinn. líklega vegna þess að orðum pésans er beint að okkur konum, „hinum ábyrgu fórnar- lömbum" — okkur er sagt hvernig við eig- um að koma í veg fyrir árásir á okkur sjálf- ar. En árásaraðilarnir, karlmennirnir, koma hvergi við sögu rétt eins og þeir séu ekki ábyrgir gerða sinna." Matvæla- og lyfjaráð Bandaríkjanna (Food and Drug Administration) hefur fyr- irskipað að tíðatappapakkar (væri nú ekki ástæða til að finna huggulegra orð yfir tappana?) skuli framvegis merktir varnað- arorðum vegna hættu á sýkingu, líkt og sígarettupakkar vara við krabbameini. Ákvæðið mun koma til framkvæmda snemnta á næsta ári og hljóða svo: „Tíða- tappar geta valdið eitrun. TSS (Toxic shock syndrome) er sjaldgæfur en alvarlegur sjúk- dómur, sem getur valdið dauöa. Lesiö og geymið hjálagðar upplýsingar." Raddir eru uppi um það í Bretlandi að merkja enska tappa á sama hátt. Hvort á barniö að verða? Strákur eða stelpa? Ef þig langar í son, þá skaltu passa þig á að pabbinn sé hvorki kafari né llug- maður! Ástralskur erfðafræðingur, dr. William Lyster, hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði kafarar og flugmenn séu líklegri til að geta slúlkubarn en dreng. Dæmi: 58 kafarar sem dr. Lyster gátti á, áttu 45 syni en 85 dætur og höfðu börnin öll komið undir eftir að íeðurnir gerðust kafarar að atvinnu. Svipaðar niðurstöður kornu l'ram eftir athugun doktorsins á börnum flug- manna. Því háfleygari og kraftmeiri flug- vélum, sem mennirnir fljúga, því meiri eru líkurnar á að börn þeirra verði kvenkyns. Svo virðist, að mati dr. Lysters, að bæði mikil lofthæð og sjávardýpt dragi úr rnyndun karl-hormónsins testosterons, en hæfni karlmanna til að geta karlmenn ku vaxa í réttu hlutfalli við framleiðslu líkama þeirra á þeint hormón. Samkvæmt athug- unum dr. Lysters, staðfesta börn áður ófrjórra karla þessar niðurstöður, því reyndin mun sú, að þegar karlmönnum er gefið hormónalyf (testosterone) til að auka frjósemi þeirra, verður árangurinn, barnið oftar karlkyns. Hvergi nokkurs staðar eru skoðana- kannanir jafn mikið notaðar og í Banda- ríkjunum. Stjórnmálamenn, þvottaduft og hjólbarðar eru seldir með aðstoð skoðana- könnuða, sem hafa það fyrir verkefni að skoða hug fólks til vörunnar og gefa góð ráð um söluaðferðina. Og skoðanakönnuð- ir ku vita meira um afstöðu almennings til málanna en aðrir. Fæst mun koma þeirn á óvart í þeim efnum en þó herma nýjustu fregnir að vestan að nú séu þeir heldur betur hissa! Það er nefnilega að sýna sig að konur taka afstöðu á allt öðrunt forsendum en karlar, ekki síst í pólitík. Þetta kynja-bil (sbr. kynslóðabil!) mun fyrst hafa gert verulega vart við sig í kosningunum 1980, þegar Reagan varð forseti en í kosningun- um sem fóru fram í nóvember s. 1. var í fyrsta skiptið gerð markviss leit að þessum mun kynjanna. Allt útlit bendir til að taka verði meira tillit til ólíkrar afstöðu kynj- anna í stjórnmálum í framtíðinni en hingað til hefur verið gert. Flleiri á móti Reagan Skoðanakannanir, sem gerðar voru fyrir kosningarnar í nóvember sýna aö llest, sem kennt er við Ronald Reagan er neikvætt í hugum kvenna og flokksbræður forsetans, republikanar, eru farnir að hugsa sig um tvisvar. Tveir frambjóðendur þeirra í haust létu útbúa sjónvarpsauglýsingar sínar með kven-kjósendur í huga sérstaklega. Yfirkönnuður Hvíta hússins, Richard Wirthlin, hefur það starf með hendi að skipuleggja áróður og yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar. Wirthlin þessi neitar því ekki að til sé þetta svokallaða kynja-bil, en vill þó ekki viöurkenna að hvað varði forset- ann, sé það beinlínis honum að kenna. Skýring hans er sú að hollusta karla við Reagan geri útslagið, en ekki andúð kvennanna. í kosningabaráttunni í haust hal'ði Wirthlin þó bókina „With a Different Voice" (Annars konar rödd) eftir banda- ríska sálfræðinginn dr. Carol Gilligan til hliðsjónar. í bókinni heldur sálfræðingur- inn því fram að konur hallist að annars konar mælikvörðum en karlar í afstöðu sinni til mála, ekki síst stjórnmála. Þess vegna reyndi Wirthlin að koma upp nýjum aðferðum við að skýra stefnu forsetans, að- ferðum, sem höfðuðu fremur til kvenn- anna. Svo dæmi sé tekið virðist sem konur fremur en karlar samsinni þeirri gagnrýni demokrata á félagsmálastefnu Reagans, að hún bitni á fátækum á kostnað þeirra ríku. Þessari gagnrýni var svarað á nýjan og sér- stakan hátt. Líkamning félagslegra vankanta Samkvæmt skoðanakönnunum sjá bandarískar konur Reagan sem líkamningu alls þess, sem verst þykir vera í félagsmál- um vestra. Munurinn á skoðunum karla og kvenna hvað varðar ýmis mál hefur annars sýnt sig að vera á þessa leið: Er Reagan treystandi til að hafa vald yfir kjarnorkuvopnum? Já segja 45% kvenn- anna en 59% karla. Er hann líklegur til að koma af stað stríði? Já segja 39% kvenna en 26% karia. Er hann að skapa atvinnuleysi með efna- hagsstefnu sinni? 52% kvenna svaraði þessu játandi en 41% karla. Mesti munurinn kemur fram þegar spurt er um hvort fólk vildi aukningu kjarnorku- vopna. 45% karlanna svöruðu því játandi en aðeins 25% kvennanna. Stjórnmálafræðingurinn Joseph White, sem kannar nú þetta kynja-bil við háskól- ann í Kaliforniu hefur sagt eftirfarandi um það: „Konur hafa, sögulega séð, jafnan verið örlítið íhaldssamari í stjórnmálum en karlar. Á sjötta áratugnum virtist sem þær litu á vinstriötlin sem hótun við öryggi og reglu. Á þessum áratug er það hins vegar Reagan, ímynd hægri aflanna, sem er sú hótun. Á þeim tuttugu árum, sem liðið hafa, hefur velferðarríkið, aukin félagsleg þjónusta, orðið stoð og stytta kvenna — sem eru að sjálfsögðu fátækari og því meira þurfandi fyrir slíka þjónustu en karlar — og nú er Reagan að eyðileggja þá stoð. En auðvitað eru margar aðrar skýringar á þessum mun kynjanna í stjórnmálum og við verðum að bíða þar til eftir kosningarnar til að fá fleiri." Eflaust eru skoðanakönnuðir enn að greina úrslit kosninganna til að finna nýjar skýringar og vonandi getur VERA skýrt nánar frá þeim lljótlega. 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.