Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 23

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 23
Ráðstefna mn friðar og afvopnunarmál Laugardaginn 13. nóvembersl. var hald- in ráðstefna um friðar- og afvopnunarmál að Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan hófst kl. 10 f. h. og stóð fram til kl. 19. Fyrir hádegi voru flutt fjögur erindi. Gunnar Gunnars- son starfsmaður öryggismálanefndar fjall- aði um vígbúnaðaruppbyggingu í N- Atlantshafi og stöðu íslands. Guðmundur Georgsson læknir fjallaði um kjarnorku- vopnalaus svæði. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fjallaði um friðarhreyfingar og Gunnlaugur Stefánsson guðfræðingur fjallaði um íslenskt frumkvæði í friðar- og afvopnunarmálum. Ætlunin er að gefa öll þessi erindi út. Eftir hádegi störfuðu um- ræðuhópar og í lok ráðstefnunnar voru al- mennar umræður. Á milli 70 og 80 manns sóttu ráðstefnuna og var meirihluti ráð- stefnugesta konur, en eins og komið hefur fram í fréttum, þá hafa konur víða um heim látið þessi mál mikið til sín taka.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.