Vera - 01.12.1982, Side 23

Vera - 01.12.1982, Side 23
Ráðstefna mn friðar og afvopnunarmál Laugardaginn 13. nóvembersl. var hald- in ráðstefna um friðar- og afvopnunarmál að Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan hófst kl. 10 f. h. og stóð fram til kl. 19. Fyrir hádegi voru flutt fjögur erindi. Gunnar Gunnars- son starfsmaður öryggismálanefndar fjall- aði um vígbúnaðaruppbyggingu í N- Atlantshafi og stöðu íslands. Guðmundur Georgsson læknir fjallaði um kjarnorku- vopnalaus svæði. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fjallaði um friðarhreyfingar og Gunnlaugur Stefánsson guðfræðingur fjallaði um íslenskt frumkvæði í friðar- og afvopnunarmálum. Ætlunin er að gefa öll þessi erindi út. Eftir hádegi störfuðu um- ræðuhópar og í lok ráðstefnunnar voru al- mennar umræður. Á milli 70 og 80 manns sóttu ráðstefnuna og var meirihluti ráð- stefnugesta konur, en eins og komið hefur fram í fréttum, þá hafa konur víða um heim látið þessi mál mikið til sín taka.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.