Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 7

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 7
arasagna sem ýmist voru þýddar úr öörum málum, aðallega frönsku, eftir 1200, eða frumsamdar hér á landi nokkru síðar og nutu mikilla vinsælda allt fram á 20. öld. Mágus saga er til í tveim geröum og styðst nokkuö viö franskt kvæði en lengri gerðin að mestu leyti frumsamin. Á meðal þess sem Islendingar hafa bætt við er eins konar forleikur að aðalsögunni, langur kafli um hjónabandsraunir viturrar og stoltrar konu sem gift er versta ribbalda, drambsömum herkonungi, sem vill vera mestur maður í heimi. Sögumaður (eða sögukona) hefur ofmetnað og mikil- mennskubrjálæði kóngsa að háði og spotti og samúðin er öll með konu hans sem að lokum tekst að lækka rostann í bónda sín- um og fá hann til að líta á hana sent jafn- ingja sinn, ef ekki meira. Ermenga er konungsdóttir í Miklagarði, fögur og rík, vitur og vel menntuð og hefur neitað mörgum ágætum kóngi. Þetta fréttir Hlöðvir konungur af Saxlandi, sonarsonur Karls mikla, sem er glæsilegur maður, öll- um fremri í íþróttum og bardaga en of- metnaðarmaður svo mikill að honum þykir enginn komast til jafns við sig. Hann vantar drottningu til að auka bróður sinn og biður Ermengu þó hann þykist eiginlega of góður handa henni. Hún þekkir manninn af af- spurn og er ekki hress yfir bónorðinu, segir við föður sinn að hún hefði heldur viljað fá konung ,,miklu minni háttar og vilji gera vora lund, því að þessi konungur er svo kappsfullur að einn vill hann ráða, og er það ekki samfært, stríð hans og metnaður minn.“ Þau gera sér þó ljóst, feðginin, að Hlöðvir ntuni ekki sætta sig við afsvar heldur herja á ríkið og taka konuna með valdi og sé hún þá enn verr sett en ef hún tæki honum sjálfviljug, ákveða því að taka bónorðinu. í veislunni strengir hún hvíta himnu yfir andlitið til að leyna fegurð sinni og verður auk þess til að móðga mannsefn- ið sent er vægast sagt viðkvæmur fyrir sjálf- um sér. Hann þykist svikinn á konunni og hefnir sín með því að forsmá hana alger- lega, fer svo í stríð og skipar henni að láta reisa á meðan höll, ekki verri en í Mikla- garði, útvega sverð, hauk og hest, ekki síðri en gersemar hans sjálfs og loks fæða hon- um son, án hans tilverknaðar. Með hjálp þegna sinna, sem vilja allt fyrir hana gera, byggir hún höllina, býst síðan herklæðum og vopnum og fer til föður síns. Hjá honum fær hún herlið, leitar uppi bónda sinn þar sent hann situr um borg eina, launiast þar inn og nefnist Hirtingur jarl. Viö tækifæri dregur hún himnuna af andlitinu, býr sig uppá, gengur út á borgar- múrana og stillir svo til að Hlöðvir kemur auga á hana. Hann verður yfir sig hrifinn en hún segist vera fangi Hirtings. Eftir ýmislegt brugg fer svo að hann kaupir hana fyrir sverð sitt, hest og hauk en á þó Ijóst á að vinna gripina aftur í tafli. í gervi Hirtings teflir Ermenga við hann þrjár skákir og vinnur hann auðveldlega, enda verður kóngur reiðari við hvert mát og gáir þá lítið að taflinu. Loks snarast Hirtingur inn í borgina og segir að skilnaði: „Svo erum vér vanir að leika ofstopamenn." Þegar Ermenga kemur svo í tjald til Hlöðvis er hún treg til ásta og segist hafa frétt að hann sé giftur en hún stórættuð og vilji ekki vera hjákona. Hann segir það lítið vandamál, sú kona sé ekki eins fríð og sagt hefði verið og hafi auk þess móðgað hann freklega. Hafi hann lagt fyrir hana þrautir sem hún geti aldrei leyst og skuli því láta líf sitt með hæðilegum dauðdaga. Þegar henni þykir varasamt að binda trúss við kóng sem þannig fari með drottningar sínar lætur hann hana vita að hann hafi keypt hana og geti gert við hana það sem honum sýnist og þykist því gera vel að vilja giftast henni. Ermenga læst beygja sig fyrir þessum rökum, sefur hjá honum 3 nætur en stingur síðan af og kemst með gersemarnar heim í Saxland, barni aukin. Þegar konungur svo snýr heim úr stríðinu, er hann hinn versti, segir hana hafa átt son þennan með ein- hverjum þræl og legið undir Hirtingi til að fá gripina, skipar að taka hana af lífi. Hún segir þá alla sólarsöguna frammi fyrir hirð- inni sem öll Iofar hennar visku. Hlöðvir verður að játa sig yfirunninn og tekur hana í sátt cnda er hún nú búin að taka himnuna af andlitinu. En höfundur getur samt ekki stillt sigunt að bæta við að aldrei hafi hún haft mikla elsku á konungi meðan þau voru ásamt. Alls staðar þar sem Hlöðvir þessi kemur við söguna er hann bókstaflega snarvitlaus af frekju. í leik verða menn hans að lofa honum að vinna því annars ærist hann. Við eitt slíkt tækifæri er hann drepinn og þá er látið að því liggja að drottning hafi orðið fegin svo og flestir þegnar hans sem allir hali haft ótta af honum vegna ofbeldis hans og yfirgangs. Sonurinn er hins vegar mildur og blíður og elskaður af þegnunum eins og móðir hans. Sagan bætir henni svo upp þetta erfiða hjónaband með því að gifta hana aftur í lokin einni aðalhetjunni, jarlssyni sem hefur flesta kosti til að bera og hlýtur auk þess að vera allmiklu yngri en hún. Þetta er orðin löng lesning og mál að linni þó mörg dæmi fleiri mætti taka. Því er stundum slegið fram að staða kvenna hér á Islandi hafi aldrei orðið eins bágborin og víðast hvar annars staðar. Sé það rétt má kannski nt. a. þakka það bókmenntum eins og þeim sem ég hef vitnað í hér að framan. Bæði Fornaldarsögur, riddarasögur og ís- lendingasögur voru afar vinsælar og sagðar og lesnar allt fram á þessa öld. Ég held að það fari ekki hjá því að þær hafi haft sín áhrif á hugsunarhátt almennings, rétt eins og kvikmyndir og teikniseríur nútímans. Hugmyndafræði þeirra er auðvitað mjög mismunandi en það er a. m. k. ljóst af frantangreindum tilvitnunum að ekki hafa allir verið reiðubúnir að skrifa undir yfir- lýsingar Aristótelesar og eftirmanna hans um ófullkomleika kvenfólksins, og upp- reisnarkonur hafa alltaf verið til, a. m. k. í hugarheimi fólks. Guðrún Bjartmarsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.