Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 38

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 38
sögurnar bráðfyndnar á köflum, þó lesanda langi oft til að hlæja og gráta í senn. Sögurnar eru ekki langar hver um sig, en hvert orð skiptir þar máli. Oft koma orð og orðatiltæki á óvart í nýju samhengi og krefja lesanda umhugsunar um raunveru- lega merkingu þeirra, en einnig um sér- staka merkingu innan hverrar sögu fyrir sig. Til dæmis gefur brúðurin í fyrstu sögunni brúðgumanum hönd sína í bókstaflegri merkingu orðanna; hvað gefa aðrar brúð- ir? Undir lok sögunnar „/ draumi manns“ segir þannig frá brúöinni: En þegar hún steig fram úr rúminu sú hún að ekki var allt sem sýndist með þetta austurlenska silki. Pað var slitið og bliknað og mölétið og hún fann viðbjóðslegt gróm úrþúsunda límast við hörund sitt. Hún yrði að koma sér úr þessu. Hér er lesanda frjálst að túlka merk- ingu þessa silkis allt eftir heildarskilningi hans á sögunni. Frásagnarháttur eða sjónarhorn flestra sagnanna er slíkt að við sjáum ýmist per- sónurnar utan frá, fylgjumst með orðum þeirra og gerðum, eða innan frá, lesum hugsanir þeirra og upplifum gegnum þær það sem fram fer í kringum þær. í því mis- ræmi sem oft verður þar á milli, milli ytri veruleika og innri upplifunar, afhjúpast fyrir okkur brotakennd upplifun persón- anna og jafnvel rangtúlkun þeirra, og okkar lesenda, á umhverfi og lífi okkar allra. Eg hef minnst á fáein atriði varðandi sögurnar sem þó eru hver annarri ólíkar, en draga fram skýrar og áhrifamiklar myndir af því sem oft virðist hversdagslífið hér og nú en á sér jafnframt víða skírskotun. Petta smásagnasafn staðfestir enn að Svava er ein okkar allra bestu rithöfunda, og vona ég að verk hennar nái til sem flestra, þau eiga erindi til allra, til umhugsunar, hvatn- ingar og síðast en ekki síst til skemmtunar. Kristín Jónsdóttir Kristín Jónsdóttir cr nemandi í almennum bókmennta- fræöum viö Háskóla íslands. Olga Guðrún Árnadóttir: Vegurinn heim. Mál og menning, 1982. Af lestri bókarinnar um „Veginn heim“ er ljóst að höfundinum er enn Jiugað um málefni barna og unglinga og þá sérstak- lega þeirri valdbeitingu sem ógnar sjálf- stæði þeirra. í „Veginum heim“ segir af 11 ára stúlku, Huldu, og þeim erfiðleikum sem hún lendir í þegar foreldrar hennar skilja. Hulda vill láta taka mark á sér, fá að leggja sitt til málanna og væntir þess að á sig sé hlustað. Með öðrum orðum: Hulda vill að sjálfsögð mannréttindi séu virt og reynir að koma fólki í skilning um að þau eigi ekki bara að vera fullorðnum til handa heldur beri að virða rétt barna líka. Olga Guðrún bendir réttilega á það í bókinni að skilnaður hjóna sé ekki bara þeirra mál heldur snerti hann börnin líka og það jafnvel meira því börnin fá ekkert til málanna að leggja; þau eru ekki einu sinni spurð. Fullorðið fólk getur rætt sín mál, gengið út frá því sem vísu að á þau sé hlust- að og virðing borin fyrir því sem þau hafa að segja. Eftir að Hulda hefur búið hjá foreldrum sínum, sínum í hvoru lagi, vegið og metið stööuna, telur hún sig dómbæra og vill sjálf fá að ráða hjá hvoru þeirra hún búi til lang- frama. En þegar Hulda herðir loks upp hugann, eftir langa og mikla þjáningu og setur sitt mál fram, byrjar togstreitan fyrir alvöru. I viöbrögðum foreldra Huldu kemur þjóðfélagsádeila Olgu Guðrúnar skýrast fram. Fjölskyldurnar tvær, þ. e. Þorsteinn pabbi Huldu og María seinni kona hans annars vegar, Anna Lilja og Jósep seinni maður hennar hins vegar, taka á sig gervi tveggja andstæðra afla í þjóðfélaginu. Bar- áttan um barnið verður þannig fyrst og fremst þjóðfélagsleg ádeila þar sem mann- réttindi lúta í lægra haldi fyrir gerviþörfum og glansmynd kapitalisks þjóðfélags. í þessu sambandi er þaö mikilvægur punktur aö upphaflega gerir Hulda ekki upp á milli foreldra sinna sem slíkra, heldur fyrst og fremst lífsmáta og umhverfis þeirra. Sagan miðast við sjónarhorn Huldu. Lesandinn fær að vita það sem hún veit og skilur, en hann getur jafnframt getið í eyð- urnar í málum sem að Hulda skilur ekki, svo sem þá harmsögu sem liggur að baki gerðum móður hennar. En það er einmitt einn af kostum bókar- innar aö Olga Guðrún skýrir vel hegðun persóna sinna, tengir hana boðskapnum og setur í þjóðfélagslegt samhengi. Þetta á reyndar sérstaklega við um Önnu Lilju, en þó að Hulda skilji það ekki, opnast lesand- anum sýn inn í heim konu sem hefur tapað öllum áttum í lífi sínu. Þegar sagan hefst er Huida í London hjá móður sinni og Jósep stjúpa sínum. Henni líður illa, skólinn er erfiður og umhverfið er framandi, samanber lýsingar á herbergi hennar, sem er eins og „herbergi miðaldra aöalsfrúar" (bls. 7). Heimilislífið í London er ákaflega nöturlegt. Það lýsir lífi fólks sem hefur gjörsamlega týnt sjálfu sér í elt- ingaleik við glæsibrag og sýndarmennsku. Glæsileg myndin af Önnu Lilju, sem nú heitir Lillý, liggjandi í sólbaði með sannar ástarsögur, vínblöndu, gylltan kveikjara og diskótónlist er sláandi dæmi um yfirborðs- mennskuna og raunveruleikaflóttann sem einkennir allt líf hennar. Ekki hvað síst stingur þessi mynd í stúf við upplifun Önnu Lilju á sjálfri sér þegar hún líkir sér við gólftusku (bls. I 1). En það má fela gólf- tuskuna, allavega fyrir öðrum. Ytra borðið er fullkomið, en undir því lifir óhamingju- söm kona scm ekki hefur fundið sér réttan samastað í lífinu. Hjónaband númer tvö, sem átti að leysa vandamál hennar hefur þvert á móti aukið þau til muna og átt sinn þátt í að hún sekkur æ dýpra í eigingirni og sjálfsblindu sína. Öðru máli gegnir með Þorstein föður Huldu og Maríu seinni konu lians. Þau eru fulltrúar annars hóps í þjóðfélaginu, hóps sem meðal annars gerir ráö fyrir börnum og þörfum þeirra, samanber til dæmis að herbergi Huldu hjá þeim er innréttað með tilliti til þarfa unglings en ekki miðaldra aðalsfrúar. Fjölskyldulíf þeirra myndar rnjög sterka andstæðu við það sem á sér stað í London. Þar er réttur og sjálfstæði hvers einstaklings mikils virtur. Pabbi Huldu hlustar á hana og reynir að útskýra fyrir henni hversvegna allt fór sem fór. Það má lesa út úr bókinni að kostir þessa fólks eru að miklu leyti til staðar vegna þess að þau hafa ekki fallið í gryfju auð- valdssinna. Þau hafa ekki látið tælast til fylgilags við sjónarmið þar sem manngæska og réttindi hafa tapað öllu gildi sínu, í kerfi sem ekki gerir ráð fyrir börnum, kerfi pen- inga og sýndarmennsku eins og á sér stað með Önnu Lilju og Jósep. Það eru sterkar andstæður sem Olga Guðrún dregur upp á milli þessara tveggja afla og fulltrúa þeirra og vafalaust mjög meðvitaðar. En Olga gcrir meira en bara aö draga andstæöurnar fram. Hún undir- byggir, útskýrir og setur þær í samhengi við þann félagslega veruleika sem við þekkj- um. Hulda er fjarri því að vera uppreisnar- gjarnt barn; að yfirveguðu máli fer hún fram á að réttur sinn sé virtur og varla geta það talist öfgar. Hulda vill fyrir alla muni halda friðinn og forðast að særa nokkurn mann. Hún er mjög ábyrgðarfull, sérstak- Iega gagnvart móður sinni sem hefur velt áhyggjum sínum yl'ir á hana, komið inn hjá henni sektarkennd og axlað henni þungar byrðar án þess að gefa nokkrar skýringar. Mótsögnin og togstreitan í lífi Huldu er öðrum þræði sú að henni er ætlað að bera of mikið miðað við aldur sinn og hinum þræðinum sú að hún er talin of ung til að skilja og dæma þá hluti sem hún er dæmd til að taka þátt í að sér forspurðri. Enda láta áhrifin ekki á sér standa, andlega og líkamlega er hún að þrotum komin. Lífs- glatt barn hefur breyst í tilfinningalega út- slitna veru sem veit ekki sitt rjúkandi ráð lengur. Ég held því að allir lesendur geti tekið undir með Huldu og beðið guð að baula sé hann nokkurs staðar á lífi. María Gísladóttir María Gísladóttir er nemandi í almennri bókmennta- fræöi viö Háskóla íslands.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.