Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 12
Þjóðfélagið — börn og stríðsleikir Leikurinn er mikilvægur þáttur í lífi barn- anna. Hann undirbýr þau fyrir hlutverk framtíðarinnar. En leikurinn endurspeglar einnig þann heim sem við lifum í. Hvernig er sá heimur? I honum eru vopnaátök og styrj- aldir daglegt brauð. Börnin leika þessi átök án þess að skilja eða skynja hvað liggur að baki. íslensk börn hafa alveg sloppið við stríðsógnir, á meðan börn víðsvegar um heim þurfa að þola hina ótrúlegustu áþján. Ég er á móti því að börn Ieiki sér með eftirlíkingar af hinum hryllilegustu morð- vopnum. Ég er á móti slíkum leikjum vegna þess að þeir endurspegla þá hræðilegu ógn sem fjöldi karla, kvenna og barna býr við. í leikjunum taka börnin oft hlutverk hins sterka, en þau eru sér ekki meðvitandi um þann hryllilega raunveruleika sem liggur að baki leikjum þeirra. Hvaða áhrif getur það haft á þau að setja sig í hlutverk kúgarans, jafnvel þó það sé ómeðvitað? Hvert verður viðhorf þeirra til þess að grípa til ýmiss konar ofbeldis? Við kunnum ekki fullkomin svör við þessum spurningum, en ég vil ekki taka þá áhættu að þessir leikir hafi neikvæð áhrif á viðhorf og gerðir barnanna síðar meir. Félagsleg mótun felur í sér mótun ein- staklingsins, viðhorfa hans og persónuleika og mótun þjóðfélagsins og þróun viðhorfa innan þess. Þannig stjórnar ríkjandi viðhorf í þjóðfélaginu því,' hvernig leiki börnin Ieika, en leikurinn mótar barnið síðan þannig að það viðtekur þessi viðhorf og gerir að sínum. Vítahringur ofbeldis og átaka viðhelst á þennan hátt, en getur endað með ragna- rökum. Ég sé drápsleiki barnanna sem eitt skref í átt til tortímingar alls mannkyns. Það verður að stöðva vítahjólið og snúa því við. Það verður vissulega ekki gert með því einu að koma í veg fyrir að börnin okk- ar leiki sér með vopnaleikföng. En hug- leiðum hvaða áhrif stríðsleikir geta haft á börnin og þá framtíð sem þau búa sér. Ef við hugleiðum einnig hvers vegna börnin leika sér á þennan hátt, þá hlýtur athygli okkar að beinast að þjóðfélaginu og þeim gildum sem leikirnir endurspegla. Við fi 12 hljótum að taka afstöðu gegn þessum gild- um sem eru í mótsögn við lífið. Við þurfum að beina athygli barnanna að annarskonar leikjum, kenna þeim að unnt er að leysa vandamál og deilur án ofbeldis og vopna- átaka og fræða þau um ógnir styrjalda. Milljörðum króna er eytt í vígbúnað á meðan félagsleg og efnahagsleg vandamál, hungur, kúgun, hnignun og fátækt eykst stöðugt og er hlutskipti mikils hluta með- bræðra okkar. Það mætti mennta 80 börn fyrir þá upphæð sem það kostar að þjálfa og vopna einn hermann og fyrir einn kafbát mætti byggja 450.000 góðar íbúðir. Við getum haft áhrif á viðhorf og leiki barnanna á ýmsan hátt. Börnin eru raunsæ og skynsöm. Oft í mikið ríkara mæli en við hinir fullorðnu. Ég tel því mikiivægt, reyndar grundvallar- atriði, ef takast á að snúa hjólinu við, að byrja á börnunum. Gera þau meðvituö um það sem gerist í kringum þau og hvaða raunveruleiki býr að baki vopnaleikjum þeirra. Ég hvet öll börn til að standa saman og skera upp herör gegn ógnvænlegu athæfi fullorðna fólksins. Ég trúi því, að fái börnin réttar upplýs- ingar þá muni þau taka skynsamlega af- stöðu og líta stríðsleiki sína nýjum og nei- kvæðum augum. Foreldrar og barnavinir: Leggjum okkar af mörkum til að búa börnunum friðsama framtíð. Bendum þeim á jákvæðar hliðar mannlífsins og leiðum þau frá þeim nei- kvæðu. Hvetjum þau því ekki til stríðsleikja með því að gefa þeim leikfangavopn, hvorki á þeirri hátíð Ijóss og friðar sem framundan er né í annan tíma. Reykjavík 26/11 1982 Steinunn F. Harðardóttir 1. Gefa börnum ekki leikfangavopn. 2. Hvetja þau til annarra leikja. 3. Láta í ljós neikvæð viðhorf til vopna- leikja í öllum myndum. 4. Fræða börnin um þann raunveruleika sem býr að baki vopnaátökum. 5. Kenna börnunum, með okkar fyrir- mynd, að leysa vandamál sín án ofbeldis. 6. Gera þau virk í baráttunni gegn átökum og vopnavaldi.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.