Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 26

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 26
Það nýjasta í getnaðarvörnum er frjó- semisklukkan — lítur út eins og skilgetið afkvæmi Ioftvogar og vekjaraklukku, geymist á náttborðinu og segir til um það, hvort þú ert frjó eða ófrjó í dag. Heitir á enskri tungu ,,Rite-Time Rhythm Clock", í daglegu tali kölluð „sexometer" og er tölvurekin. Frjósemisklukkan vinnur þannig að hita- mælir hennar er notaður til að mæla sig með dag hvern, frá og með fjórða degi eftir tíðir. Klukkan reiknar og segir til um, hvenær egglos verður og hvenær það er búið. Þetta er svo sem ekki annað en tæknileg þróun á gamalli aðferð en sparar ekki síst pappírsvinnu og reikningshald. Klukkuna má auðvitað nota með tvennt í huga, annars vegar til að forðast getnað og hins vegar til að auka líkur á getnaði og því kemur hún sér ekki síður vel fyrir konur, sem eru að reyna að eignast börn. Þessi frjósemisklukka er enn sem komið er rán- dýr, kostar hvorki meira né minna en £74.74, sem eru tæplega 2000 krónur! Heimildir herma þó að verðið muni lækka innan skamms eins og oft er, þegar um svona tækninýjungar er að ræða. Einnig stendur í heimild okkar, að allar upplýsing- ar um klukkuna sé að fá hjá Fjölskylduráð- gjöf viðkomandi sveitarfélags (The family Planning Association) en slíka ráðgjöf er víst erfitt að finna á íslandi, — enn sem komið er. í stjórnartíð Sadats forseta Egyptalands var algengt að andstæðingar stefnu hans væru fangelsaðir. Meðal þeirra var rithöf- undurinn og réttindakonan Nawal el Saadawi. Hún sat í fangelsi í þrjá mánuði, en var látin laus skömmu eftir að Mubarak varð forseti. Nawal hefur m. a. skrifað bók- ina The Hidden Face of Eve (Falið andlit Evu) og aðrar btékur um stöðu kvenna meðal Múhameðstrúarmanna. í viðtali sem breska blaðið Spare Rib hafði við Nawal í haust var hún m. a. spurð hvers vegna hún hefði verið látin laus: „Nýi forsetinn vildi byrja frjálslega; hann sagði: „Við skulum gleyma fortíðinni; Sadat er dáinn og við þurfum á ykkur að halda í stjórnarandstöðu." Lífið í landinu er örlítið frjálsara núna; ég get fengið birtar greinar í blöðunum, þó bækur mínar séu enn bannaðar. Andstaða okkar við Sadat var ekki síst vegna Camp David samkomulagsins. Það var ekki friðarsáttmáli heldur stríðssamn- ingur. En þeir, sem héldu því fram, voru settir í fangelsi á tímum Sadats." Hvað er að gerast hjá konum í Egypta- landi? „Óformleg kvennahreyfing er í örum vexti. Hún er ekki formleg því við höfum þegar haft formlega kvenréttindahreyfingu undir forystu frú Sadat. Frú Sadat var hetja þeirrar hreyfingar, þótt hún væri í rauninni á móti þeim konum, sem sóttust eftir raun- verulegu kvenfrelsi! Svo nú er alls staðar verið að stofna Iitla hópa, þar sem konur hittast og tala saman. Þetta er að gerast í mörgurn Arabalandanna.“ Að hvaða leyti eru þessar hreyfingar ólíkar þeim, sem eru í Evrópu? Heyrst hefur að þið hafið verið óánægðar með vestrænan feminisma? „Þegar ég var í Alsír heyrði ég eina konu segja að þær væru ánægðar, því þær fylgdu ekki vestrænum hugmyndum. Konurnar sögðu við mig: „Bækur þínar og tilvera þín sanna að við erum arabískar og við lesum arabískar bækur.“ Við vitum nú að arabískar konur eiga sér sína eigin sögu. í bókum mínum rek ég sögu arabískra og egypskra kvenna í tíu aldir og segi frá baráttu þeirra. Við erum að læra að verða stoitar af sögu okkar og okkur sjálfum. Þetta var allt öðru vísi fyrir tíu árum en nú er vaxandi sjálfsvitund meðal afnskra kvenna — sjálf lít ég á mig sem afríska og mér finnst að við verðum að hafa okkar eigin hreyfingu, okkar eigin bækur, kannanir, hugmyndafræði. En við þörfnumst samstöðu evrópskra kvenna og samskipta við þær og viö þörfnumst þessa sem jafningjar. Okkur fannst að margar vestrænar konur væru að reyna að kenna okkur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn um árið." Nokkur urgur er í breskum konum þessa dagana vegna bæklings, sem lögreglan í Miðlöndum (The Midlands; þar er Birmingham mest borga) hefur verið að dreifa. Bæklingurinn ber nafnið Gætið ykkar konur (Lady Beware) og er fullur húsráða um það hvernig forðast megi árásir karlmanna. (Eitt ráðanna hljóðar svo: Hafið útidyrnar vel sýnilegar og byrgið þær ekki með runnum eða öðrum gróðri!) á forsíðu pésans er minnt á að 2500 konur urðu fyrir líkamsárás karlmanns á síðasta ári í Mið-Englandi. Kvenréttindakonur geta sér til um að hér sé átt við þær líkamsárásir eingöngu, sem komist hafa í skýrslur og að þá séu ótaldar óbókfærðar árásir, nauðganir, sem ekki cru kærðar, ofbeldi á heimilum, eða þá þær kærur, sem dregnar eru til baka fyrir áeggj- an lögreglunnar. „Bæklingurinn virðist fyrst og fremst miða að því að gera konur fanga í eigin heimili í stað þess að vernda þær. Hann rninnir á bæklinga stjórnvalda með ráð- leggingum um hvernig bregðast skuli við kjarnorkustyrjöld — sýnist 'uppfullur af skynsamlegum ráðum en gerir þó í raun- inni ekki neitt til að horfast í augu við eðli þeirra hneigða, sem búa að baki líkams- árásum, eða þá karlkúgun, sem konur búa við.“ í frétt í breska kvennatímaritinu Spare Rib segir enn fremur og er haft eftir einum lesanda blaðsins:

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.