Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 3
Svala sendi okkur línu vegna viðtalsins
við Einar Hákonarson, sem var í síðasta
blaði. Það væri forvitnilegt að vita hver við-
brögð annarra lesenda voru og hvert álit
ykkar er á viðtalspólitíkinni...
Afhjúpar karlveldislegar yfir-
gangslegar tilhneigingar....
Brooklyn, 13. maí 1983
Ég er ekki viss um að þetta sé besta stefn-
an í„viðtalapólitík" að hafa viðtöl viðsvona
hlunk eins og Einar. Hann grceðir meira en
tapar á því. Viðtal sem getur verið jákvœtt
í okkar augum af þvíþað afhjúpar karlveld-
islegar yfirgangslegar tiihneygingar Einars
og meirihlutans í stjórn Kjarvalsstaða virk-
ar öðru vísi á verulegan fjölda fólks... fyrir
því staðfestir viðtalið það hve hann sé djöf-
ull harður við Kvennaframboðið. Þetta þýð-
ir ekki að mérfinnist ekki sjálfsagt að gagn-
rýna gerðir Einars og skoðanir, heldur það
að ég hugsa aðþað sésterkara fyrir Kvenna-
framboðið að analýsera vel það sem er
slœmt (og gott... ef eitthvað er) í pólitík
Kjarvalsstaðastjórnarinnar og setja það
fram skýrt og skemmtilega t Veru. ÁSAMT
því sem Kvennaframboðið hefur fram að
fœra til batnaðar. Þetta hélt ég að yrði verk-
svið baknefndarinnar... er það misskilning-
ur?
Mér findist klárara að hafa viðtöl við
konur sem eru að gera góða hluti í myndlist.
Slík viðtöl þyrftu ekki endilega að vera í til-
efni risavaxinna einkasýninga og ekki einu
sinni um verk sem fjalla einungis um
kvennapólitík... bara um það sem konursem
hafa áhuga á kvenfrelsisbaráttu eru að fást
við í myndlist... hvað svo sem það er.
Kannski hafa birst fjölmörg svona viðtöl í
Veru... ég hafði bara séð tölublöðin tvö
fyrstufrá því ífyrra. Istað viðtals við Einar
hefði mátt hafa viðtal við nokkrar konur
sem tóku þátt í UM... við einhverjar sem
sendu inn verk en var hafnað... myndir af
verkunum... eða hvað? Hvers vegna ekki
viðtal við Brynhildi? hún hefur gert æðis-
lega hluti! Eða Gerlu, Sólveigu, Möggu Zóf,
Jóhönnu Yngvadóttur eða Jóhönnu Boga.
Þœr eru miklu merkilegri þegar til lengdar
lœtur heldur en Einar Hákonarson.
Svala
Trúin og Vera
Reykjavík, 10. júní 1983
Ágœtu Veru aðstandendur!
Eruð þið og kvennasamtökin (almennt) á
móti Bibliunni og boðskap hennar? Eruð
þið á móti trúnni sem skapast við lestur
hennar; á móti trúnni á Guð og son hans
Jesúm Krist?
Ég vona að þið svarið neitandi. Og ef það
er nei, þá langar mig að biðja ykkur, að
kynna ykkur vel Biblíuna, áðuren þið birtið
sögur og vers úr henni.
Því að svo er mál með vexti, að á vinnu-
stað mínum liggja frammi nokkur eintök af
Veru, fyrirþá sem vilja líta íþau og e.t.v. ger-
ast áskrifendur. Við dundum okkur við að
lesa þau í kaffipásum og að mörgu er þá
hlegið og margt lesið upphátt.
En það snart mig illa, þegar einn vinnufél-
agi minn las upp í mikilli forundran, vers úr
Gamla testamentinu, sem var í einhverri
grein I blaðinu. Hún las um lög þau og á-
kvœði sem Guð gaf þjóð sinni fyrir tugþús-
undum ára. Og eitt lagaákvœði var um það,
að sú kona sem hafði alið sveinbarn, skyldi
óhrein vera í 7 daga, en sú kona sem ól mey-
barn skyldi vera óhrein í 14 daga.
(Til allrar hamingju fyrir konuna, sem
ekki var undir það búin að hafa samfarir
eftir barnsburðinn).
En þessi vers urðu tilefni umræðna og
staðhæfði áður nefndur vinnufélagi að
þessu tryði fólk enn í dag, þ.e.a.s. það fólk
sem tryði á Guð; og svo vœri Guð þarna að
taka manninn fram yfir konuna!
En þvífer fjarri að kristnir menn hlýðnist
þessu lagaákvœði eða lögmálinu yfirleitt!
Því að við Játum Krist. Því að svo elskaði
Guð heiminn að hann gaf son sinn einget-
inn, til þess að hversem á hann trúir, glatist
ekki (vegna þess að enginn fær uppfylltar
kröfur lögmálsins) heldur hafi eilíft líf.
Mig langaði bara til að benda ykkur á
þetta, að það sem í Gamla testamentinu
stendur, segirfrá hvernig líf Guðs útvalinna
manna var (fyrir mörg þúsund árum) en
Nýja testamentið segir okkur um lífið I
Kristi. Nýtt líf án lögmálsverka (í dag).
Virðingarfyllst
Jóhanna Guðjónsdóttir.
RS. Ég hef mjög mikinn áhuga á starfiykk-
ar (og blaði) en tel það skaða að vita ekki
viðhorf ykkar gagnvart kristinni trú.
JG.
Kæra Jóhanna,
Þakka þér fyrir bréfið. Nei, kvennasam-
tök almennt eru ekki á móti Biblíunni og
boðskap hennar og án efa eru margar heit-
trúaðar konur ákafir kvenfrelsissinnar um
leið. Kvennaframboðið í Reykjavík hefur
enga yfirlýsta stefnu í trúmálum. í bréfi þínu
getur þú ekki samhengisins, sem tilvitnunin
var í og vonandi dettur engum í hug að Vera
hafi verið að mæla með þessu lagaákvæði!
En með því einmitt að benda á slíkar bábilj-
ur, sem tíðkast hafa, erum við að reyna að
benda á gamla fordóma gegn konum, sem
lifa góðu lífi enn þann dag í dag. Með því að
skoða þessi viðhorf og velta því fyrir okkur
hvort þau séu réttmæt eða ekki, hvaðan þau
koma og hvers vegna þau ríkja enn, erum við
að reyna að vekja athygli á fáránleika þeirra.
í sambandi við trú og guðspeki sérstak-
lega, bendum við þér m.a. á grein sem birtist
í 3. tölublaði Veru 82, sem kom út í desem-
ber. Þar skrifar sr. Auður Eir um kvenna-
guðfræði.
í greininni er skýrt hvað kvennaguðfræði
er og bent á að „í ritningunni á sumt við sér-
stæðar aðstæður þeirra tíma, sem nú eru
breyttar með breyttum háttum, breyttri
menningu. Við getum nefnt sem dæmi að í
Gamla testamentinu og í bréfum Páls er gert
ráð fyrir því að feður ráði giftingu dætra
sinna. Nú eru konur spurðar fyrir altari
kirkjunnar um vilja sinn. Konur áttu að vera
síðhærðar á dögum Páls og hafa höfuðföt,
þegar þær báðust fyrir á samkomum. Eng-
um dettur slíkt í hug nú á tímum. Segjum
annars að næstum engum detti það í hug
lengur“. í greininni segir einnig: „Við verð-
um að horfast í augum við þá sorglegu stað-
reynd, að hin heiðna heimspeki, sem boðar
kúgun kvenna, streymdi inn í kirkjuna fyrir
verk kirkjufeðra, sem hikuðu ekki við að
túlka ritninguna eftir henni en ekki orðum
Krists“. Auður segir Kvennaguðfræði velta
því fyrir sér, hversu gagnmerkir kirkjufeð-
urnir voru nú eftir allt „úr því að þeir héldu
fram þeim firrum um konuna, sem þeir
gerðu“. Eflaust hefðir þú gaman af að lesa
þessa grein, hún var, eins og fyrr sagði, í des-
ember-blaði Veru. Og við erum alveg vissar
um að þú yrðir ekki fyrir vonbrigðum, ef þú
kæmir til okkar í heimsókn og til starfa!
Kveðja, ritnefndin.
Að rífa sig upp
Veru hefur borist bréf frá Þýskalandi:
Kœra sveitakona úr Skaftafellssýslu.
Ég er alveg miður mín yfir seinni hluta
bréfs þíns I Veru 2/1983 apríl.
Ifyrsta lagi langar mig til að benda þér á
að drykkjufólk er ekki glatað fólk eins og þú
heldurfram. Að sjálfsögðu er það glatað ef
við viljum ekkert fyrir það gera og engan
veginn hjálpa því. Ég held að enginn leiðist
út I drykkjuskap affúsum ogfrjálsum vilja.
3