Vera - 01.07.1983, Side 34

Vera - 01.07.1983, Side 34
en“ eftir Lotte Möller. (Sjálfssvelti, um anorexiu nervosa og þörfina á að afneita eigin líkama) í bókinni rekur hún sögu sjúkdómsins og tekur fjöldamörg dæmi af stúlkum, sem hafa átt við hann að stríða undanfarin ár í velferðarríkinu Svíþjóð. Hún reynir að finna hugs- anlegar skýringar á líkamlegum og sálrænum orsökum sjúkdóms- ins, tíðni hans og batamöguleikum. Þá setur hún einnig fram tilgátu um sambandið milli sjúkdómsins og þeirrar kvenímyndar sem ríkj- andi er í vestrænu þjóðfélagi í dag. Hún upplýsir m.a. að sjúkdóm- urinn sé aðeins þekktur í neyslusamfélögum, þar sem einkaneyslan er sem mest. Lotte Möller var fengin til þess að skrifa leikrit um efni bókar sinnar fyrir Unga Klara barna og unglingaleikhúsið í Stokk- hólmi. Það leikrit var frumsýnt í byrjun maí sl. undir heitinu „En ren flicka“, eða Tandurhrein stúlka á íslensku. Susanne Ozten var leikstjóri þess, en Vera hefur áður birt grein eftir hana um Konur og leiklist (Hættið að brosa) í 1. tbl. 1983. -»inýúvU cty tnýciA/U En hvað er þá Anorexia nervosa: Heitið er læknisfræðilegt og latneskt. Anorexia þýðir lystarleysi, en nervosa þýðir taugaveiklun. Samkvæmt Lotte Möller er það villandi að bendla sjúkdóm þennan við lystarleysi, því þær sem þjást af honum hafa bæði matarlyst og svengdartilfinningu. Það var Englendingurinn William Gull sem gaf sjúkdómnum þetta heiti árið 1874 eftir að hafa meðhöndlað tvo sjúklinga sem þjáðust af honum. Oftast byrjar sjálfssvelti með því að stúlka tekur af því er virðist ósköp eðlilega ákvörðun um að fara í megrun. Áður en hún veit af hefur megrunin tekið öll völd af henni og líf hennar snýst ekki um neitt annað en að verða mjórri og mjórri. Svona skrifaði Ellen West bresk stúlka, eitt af fórnarlömbum þessa sjúkdóms í dagbók sína rétt áður en hún framdi sjálfsmorð. Þá hafði hún þjáðst í 13 ár af sjúkdómnum: „Það eina sem mig langar til er að verða mjórri og mjórri. Þetta er eilíf togstreita að verða mjór, án þess að hætta með öllu að borða. Þetta er hryllilega þreytandi. Mér finnst ég vera skynsöm á öllum sviðum, en þegar kemur að þessu veit ég, að ég er brjáluð. Ég er að leggja sjálfa mig í einelti með þessari baráttu gegn eigin eðli. Örlögin vildu að ég væri þung og sterkbyggð, en ég vil vera mjó og lekker“. Anorexia nervosa er í reynd þaulskipulagt sjálfssvelti, sem orsak- ast m.a. af ískyggilegri þyngdarfælni, eða hræðslu við að þyngjast og svo af djúpstæðum kviða. Skipulagt sjálfssvelti er auðvitað ekki megrun, sem farið er út í af frjálsum vilja heldur alvarlegur sálrænn sjúkdómur. Það er því líka villandi að bendla sjálfssvelti eingöngu við megrun, sem flestir hafa nokkuð taumhald á. Kvíðinn sem oft er talinn orsök sjúkdómsins, leiðir til þess að sjúklingurinn getur ekki borðað á eðlilegan hátt og ef ekki tekst að fá sjúklinginn til samstarfs um meðferð sem er fólgin í því að fá hann til að borða á eðlilegan hátt, getur sjálfssveltið dregið sjúklinginn til dauða. Qtngfoú foá SPt. i/Ua/ity — 'jtfoce Ef við lítum aðeins á sögu sjúkdómsins, þá er hægt að finna fyrstu lýsingu á honum frá árinu 1686. Það var enski læknirinn Richard Morton, sem lýsti ungfrú Duke frá St. Mary-Axe, sem leit út eins og horrim. Útlit hennar olli Morton stórfelldum áhyggjum og honum fannst hún vera eins og gangandi beinagrind sem skinnið hangir ut- an á. Við rannsókn á henni gat hann ekki fundið nein merki um þekkta tæringarsjúkdóma. Hún hafði engan hósta og andaði eðli- lega. Hún var hitalaus, en nokkuð köld um allan skrokkinn. Tveimur árum áður en hún vitjaði Mortons höfðu tíðablæðingar hætt. Hún virtist ekki hafa neina matarlyst og engar áhyggjur af heilsuleysi. Hún var föl og máttlítil, vakti oftast fram á rauðar nætur við bóka- lestur. Hún borðaði Iítið sem ekkert en fór smám samgn að fá svima- köst. Morton taldi þetta vera einhverskonar hrörnum af völdum tauga- veiklunar og áleit að orsakanna væri að leita í djúpstæðri sorg sem stúlkan hafði orðið fyrir. Hann reyndi að meðhöndla stúlkuna með því að láta hana bera poka á maganum með ýmis konar beiskum lyfjum í og heilsuvatni, sem talið var að gætu dregið úr móðursýki. Dag nokkurn virtist sem meðferðin ætlaði að gera sitt gagn, því ung- frú Duke var farið að skána. Skyndilega missti hún þó áhugann á samstarfinu við lækni sinn. Þremur mánuðum síðar lést hún eftir eitt svimakastið. Þessi lýsing Mortons er dæmigerð fyrir sjúkdóminn eins og við þekkjum hann í dag. Eftirfarandi læknisfræðilegar staðreyndir um líkamleg einkenni þeirra stúlkna sem þjást af sjálfssvelti segja okkur ef til vill eitthvað um ytri afleiðingar sjúkdómsins, en skýra ekki til hlítar eðli hans og orsakir. Til þess þurfum við að kafa dýpra. — * Amonorré — þ.e. stöðvun tíðablæðinga * Léttast um 10—15% * Lágur likamshiti * Kynferðislegt áhugaleysi * Minni og þynnri hárvöxtur á höfði, en aukinn hárvöxtur um líkam- ann * Vessabólgur 3€wn 'va/i 6a/ui ecMAwaS ueéfc Það má eflaust tína til fleiri atriði um líkamlegt ástand þeirra sjúklinga sem þjást af anorexiu nervosa. Hins vegar er það ekki á- hugavert í þessu sambandi, vegna þess að það eru í reynd sömu lik- amlegu einkenni hjá þeim og hjá því fólki sem þjáist af næringar- skorti sökum hungursneyðar t.d. í fátækum löndum. Það sem vekur sérstaka athygli við athugun og rannsóknir á sjúklingum sem svelta 34

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.