Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 15

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 15
Gautaborg, 19. apríl 1983 Til ritstjórnar Veru. Eftir langa og óþreyjufulla biö bárust mér nýlega 4 fyrstu eintök Veru. Við lestur blaös nr. 2/82 sem m.a. fjallar um kynferöislegt ofbeldi, fékk ég snert af innblæstri aö spinna áfram nokkra þræöi á þaö þema. Afraksturinn fylgir hér meö. Óska ykkur alls góðs með VERU í framtíðinni; hennar er svo sannarlega þörf. Systurlegar kveöjur, Þorgerður Ein- arsdóttir, félagsfræðinemi, Gauta- borg. Við þökkum Þorgerði kærlega fyrir bréfið og greinina, sem við birtum hér á eftir örlítið stytta. Við tökum fegins hendi við öllu efni sem okkur er sent og viljum hvetja sem flesta til pess að skrifa okkur. Með vinsemd. Ritnefndin. Nauðgun og vændi, vanmáttur hverra? Mjög þarfleg og tímabær umfjöllun um nauðganir og annað ofbeldi birtist í Veru nr. 2/82, þetta er einn hluti þeirrar áþreifanlegu kvennakúgunar sem allt of lengi hefur verið þagað yfir. Þessi og önnur skyld málefni hafa einnig verið ofarlega á baugi hér í Sví- þjóð undanfarið. Sænska sjónvarpið sendi t.d. tvo umræðuþætti með stuttu millibili, annan um klám og vændi, hinn um nauðg- anir. Tilefni fyrra þáttarins var að Svíar höfðu nýverið frumsýnt amerísku heimilda- myndina „Not a Love Story“, sem gerð er af konu og fjallar um klám. Stjórnendur þátt- arins voru karl og kona og gerðu þau efni þessu þokkaleg skil. Seinni þátturinn sem fjallaði um nauðg- anir var öllu lakari. Hann var gerður í tilefni nýútkominnar sænskrar bókar, „Nauðgun — Vanmáttur“, en hér er ekki átt við van- mátt konunnar eins og titillinn gæti gefið til kynna, heldur vanmátt nauðgarans. Höf- undar eru 2 konur sem starfað hafa í 5 ár á móttöku fyrir dæmda nauðgara, og er bók þeirra niðurstaða 60 ítarlegra viðtala sem þær tóku við slíka menn. Karlmaður stjórn- aði þessum þætti, karlveldið holdi klætt og hafði hann í frammi allar helstu goðsagnir og fordóma sem til eru um nauðganir. Af öllum fjölda sérfróðra sem til þáttarins voru kallaðir (ásamt nauðgurum og fórnariömb- um) var ekki einn einasti fulltrúi kvenna- hreyfinganna í Svíþjóð. — Og það sem und- arlegra var; í hvorugum þættinum var minnst orði á „Vændisrannsóknina" sem er umfangsmesta og ítarlegasta umfjöllun á vændi og öðru kynferðislegu ofbeldi sem Svíar hafa gefið út, og þó víðar væri leitað. „Vændisrannsóknin" (Prostitutionsutred- ningen) er gefin út af Liber forlaginu í Stokkhólmi 1981, og þótt þessi viðamikla lýsing og greining sé óheyrilega fróðleg lesn- ing, hafði ég ekki hugsað mér að gera hér neina grein fyrir þessum 600 síðna doðranti heldur langaði mig til að tengja umræðuna í Veru örlítið þeim þönkum sem koma fram í Vændisrannsókninni. Einkum og sér í lagi finnst mér frjór hluti Finnlands-sænska fé- lagsfræðingsins, Ritu Liljeström, en hennar framlag til verksins er hlutfallslega stærst þeirra allra, og jafnframt þungamiðja þess að dómi margra. — Framlag Liljeström til vændisrannsóknarinnar er hugsað sem yfir- grípandi félagsfræðileg lýsing á ríkjandi „kynlífsmynstri" ef svo mætti að orði kom- ast. Hún leggur áherslu á að rannsaka kynlíf í þess rétta félagslega samhengi; kynlíf er ekki hægt að líta á sem einangrað fyrirbæri í mannlegum samskiptum, það ber merki þess misréttis sem ríkjandi er í samfélaginu, stundum kallað kvennakúgun... Einn aðal útgangspunktur vændisrannsóknarinnar er í fáum orðum að kynferðislegt ofbeldi (aðal- lega í formi vændis og nauðgana) sé fyrst og fremst ákveðið birtingarform á breiðara samskiptamynstri kynjanna, og beri að skilja sem slíkt. í samræmi við þetta nálgast Liljeström vandamálið á ákveðinn hátt: hún skoðar hið „afbrigðilega1* og „óeðlilega" í ljósi þess sem telst „venjulegt“ og „nor- malt“. Á þennan hátt fær kynferðislegt of- beldi á sig nýja mynd, það verður framleng- ing og nokkurskonar ýkt mynd af vanaleg- um örðugleikum í samskiptum kynjanna. Samkvæmt þessu sjónarmiði er hægt að líta á vændi og nauðganir sem tvær greinar á sama meiði, tvö birtingarform á sama hlut (sem eflaust á sér fleiri, svo sem klám). Það sem sýnilegt er hverju sinni er því aðeins hinn sýnilegi hluti ísjakans. Erótíska stríðið Það sem einkennir samskipti kynjanna í breiðara samhengi er erótískt stríð. Lilje- ström fær hugtakið að láni hjá Waller nokkrum, sem rannsakaði „kynlífsleiki“ amerískra unglinga á 4. áratugnum, og fannst þeir meira líkjast baráttu en saklaus- um leikjum. Uppruni hugtaksins er kannski ekki það mikilvægasta í þessu samhengi. Það sem Liljeström vill tjá með þessu er að samskipti kynjanna eigi í rauninni meira skylt við baráttu, gagnkvæman ótta og framandleika en nokkuð annað, og að upp- gerð, látalæti og jafnvel fjandskapur ræni kynin mikið af þeirri gleði sem gæti og kannski ætti (?) að felast í erótískum sam- skiptum þeirra. Erótíska stríðið skilyrðist af misrétti kynjanna i samfélaginu, það á ræt- ur sínar í verkaskiptingu kynjanna, sem síð- an leiðir af sér hin ólíku „kynhlutverk“ þeirra: Konur bera ábyrgð á heimilislífi, annast uppeldi barna, matseld, umönnun sjúkra og aldraðra o.s.frv. Karlar sjá um það sem „snýr út á við“, taka þátt í framleiðsl- unni, sinna viðskiptum og pólitík, i fáum orðum hið opinbera líf. „Staða konunnar“ er háð félagslegum aðstæðum hverju sinni, verkaskiptingu kynjanna, gildismati ofl. Sama gildir um erótíska stríðið sem og öll önnur samskipti kynjanna. Erótíska stríðið fær því á sig mismunandi birtingarmyndir. Vændi og nauðganir eru grófustu birtingarmyndir þess segir Lilje- ström. Varla þarf að taka fram að konur hafa yfirleitt „lakari“ forsendur en karlar til þátttöku í þessu erótíska stríði, sem háð er með kynlífið að vopni. ,,Eðlilegt“ kvenhatur? Eins og fram kemur í Veru nr. 2/82, s. 9. nauðga karlmenn ekki konum vegna óvið- ráðanlegs kynþorsta. „Að baki nauðgunar liggur reiði, krafa um yfirráð og sadismi", segir i Veru, þar sem vitnað er i bandariska sálfræðinginn Nicolas Groth, sem einnig Liljeström byggir á. Hlutföllin milli þessara 3 tegunda af nauðgunum eru: sadismi 5%, reiði og hefndarhugur 40°/o, og staðfesting karlmennsku og leit að yfirráðum heil 559/0. Þar sem þessar tölur byggja á rannsókn á mönnum dæmdum fyrir nauðgun er talan trúlega of há fyrir fyrsta hópinn og of lág fyrir hinn síðastnefnda, því sadistískar nauðganir er eðlilega auðveldara að „sanna“ og þar af leiðandi oftar kærðar og dæmdar. — En hvað segir það okkur eigin- lega að í meira en helmingi dæmdra nauðg- ana hafi ásetningur karlmannsins verið leit að yfirráðum og staðfesting karlmennsku sinnar? Erlendar rannsóknir gefa til kynna að þeir menn sem dæmdir eru fyrir nauðgun séu ekki svo ýkja frábrugðnir „venjulegum“ mönnum, já þeir eru satt að segja bara býsna líkir... í ljósi þess er fróðlegt að leiða hugann að því að bæði meðal almennings og sér- fróðra í faginu er sterk tilhneiging til að að- greina „raunverulga nauðgun“ frá „því sem gerist dags daglega“, þ.e. að menn verði yfir- leitt að yfirvinna smávegis mótstöðu frá konunnar hálfu. Það er nefnilega ósköp þægilegt að geta trúað að nauðgun sé á af- 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.