Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 37

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 37
Uppsetning Ijósa Verkfæri: lítið skrúfjárn og bítari (klípitöng) Uppsetning ljósa á ekki að vera mjög erf- ið, ef frágangur í vegg- og loftdósum er rétt- ur. Þá er dósin lokuð og tveir vírar standa út úr með tengjum á endunum, eða þá að þess- ir vírar eru stakir undir lokinu. Aðalatriðið er að taka strauminn af herberginu áður en uppsetningin hefst. Á loftdósalokunum er oftast krókur sem Ijósin eru hengd á með þar til gerðri lykkju, en einnig má búa til hnút á ljósasnúruna og festa ljósið þannig á krókinn. Best er að byrja á þessu svo ekki þurfi að halda á Ijós- inu á meðan það er tengt. Við afeinangrun víranna í ljósinu, losum um skrúfuna í tengjunum á vírunum sem eru í dósinni, setjum svo vírana i sitthvort tengið (ekki skiptir máli í hvort tengi hvor vír fer) og skrúfum allt vel fast. Sum ljós eru jarðtengd °g þá þarf að mun að jarðtengingarvírinn er gul-grænn. Ef frágangur í dósunum er léleg- ur og engan veginn hægt að sjá í hvaða tengi setja á vírendana, getur orðið erfitt fyrir óvana að komast að því nema með ljósa- gangi og sprengdum öryggjum og því er ör- uggara að fá vana menn til hjálpar. Við uppsetningu veggljósa er farið eins að, nema festingar fyrir Ijósin sjálf eru margs konar og fylgja þær yfirleitt með ljós- unum, og oft þarf að bora fyrir þeim, en upphenginguna ber alltaf að athuga fyrst. Ef þú þarft að útbúa þér vinnuljós má gera það á mjög auðveldan hátt. Þá færðu þér ljósafattningu, snúrubút eða tvo ein- angraða rafmagnsvíra. Þú opnar fattning- una, afeinangrar vírana ca 1 cm., losar um skrúfurnar tvær sem eru inni í fattningunni og stingur vírunum í sitt hvoru megin og skrúfar fast. Lokaðu síðan fattningunni, tengdu snúruna i loftdós (sbr. ofan) settu peruna í og auðvitað kviknar ljósið. Guðrún Ólafsdóttir 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.