Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 22

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 22
ERTUAÐ BYGGJA? Ertu að byggja, þarftu að bæta, viltu breyta? Eða viltu kannski rífa hús, gera bíla- stæði eða fella tré? Ef svo er þá skaltu snúa þér til bygginganefndar Reykjavíkur. Hvað er bygginganefnd? Bygginganefnd Reykjavíkur er sjö manna nefnd og hef- ur hún þá sérstöðu meðal nefnda borgarinnar að hún starfar undir yfirstjórn borgarstjórnar og félagsmálaráð- herra. Félagsmálaráðuneytið gefur út byggingareglugerð sem allar bygginganefndir í landinu starfa eftir. Sam- kvæmt reglugerðinni er sveitarstjórnum skylt að skipa bygginganefnd eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Ákvarðanir bygginganefndar fara til borgarstjórnar til staðfestingar. Ef borgarstjórn fellst ekki á afgreiðslu bygginganefndar þá fer málið til úrskurðar félagsmála- ráðherra. Hvert er verksvið bygginganefndar? Samkvæmt byggingareglugerð er bygginganefnd falin byggingamálefni sveitarfélaga, hún hefur umsjón með því að byggt sé í samræmi við skipulag og fjallar um bygg- ingaleyfisumsóknir. í reglugerðinni segir að hver sá sem ætlar að grafa grunn, reisa hús, rífa hús eða breyta því eða notkun þess, gera bílastæði eða önnur mannvirki, sem hafa áhrif á útlit umhverfisins skuli senda umsókn ásamt uppdráttum til bygginganefndar. Bygginganefnd fjallar um málið, veitir byggingarleyfi eða synjar þvi. Áður en hægt er að gefa út byggingarleyfi er að mörgu að hyggja fyrirhuguð bygging þarf að vera í samræmi við skipulag, það má t.d. ekki byggja íbúðarhús í hverfi sem á að vera iðnaðarsvæði samkvæmt skipulagi. Uppfylla þarf ýmsar eldvarnarkröfur og svo mætti lengi telja. Þegar um er að ræða nýbyggingu í eldri hverfum þarf að gæta að því að hún falli inn í þá byggð sem fyrir er. Þessa hefur ekki alltaf verið gætt sem skyldi, en vonandi verður hér bót á, því nú er verið að vinna að reglum um nýbyggingar í eldri hverfum. Samkvæmt þeim skal gæta þess sérstaklega að nýbygging stingi ekki í stúf við eldri byggð og að tillit sé tekið til gróðurs. Byggingareglugerðin er mjög ítarlegt plagg, þar eru ná- kvæm fyrirmæli um hvaða upplýsingar eiga að fylgja byggingarleyfis-umsókninni. Meðal þess sem þarf að koma fram á teikningum er skipulag lóðar og þegar um íbúðir er að ræða skal sýna innra skipulag íbúðarinnar, herbergjaskipan og fyrirkomulag innréttinga. Nýbyggingar og breytingar á eldra húsnæði eru í meiri- hluta þeirra mála sem nefndinni berast. En auk þess að gefa fólki leyfi til að byggja og breyta þá veitir bygginga- nefnd iðnmeisturum viðurkenningu, það er veitir þeim starfsleyfi innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Bygg- inganefnd getur veitt þeim sem standa fyrir byggingar- framkvæmdum áminningu ef þeir brjóta ákvæði bygg- ingareglugerðarinnar. Að lokum má geta þess til gamans að bygginganefnd gerir tillögur til borgarstjórnar um nöfn á götum, og hverfum og að óheimilt er að fella tré sem er yfir 4 m á hæð eða 40 ára gamalt nema með sam- þykki bygginganefndar. Getur almenningur haft áhrif á á- kvarðanir bygginganefndar? í byggingareglugerðinni er fólki tryggður nokkur réttur til þess, því að þar segir: „Telji einhver rétti sínum hallað með ályktun bygginga- nefndar eða sveitarstjórnar, er honum heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðar félagsmálaráðherra innan þriggja mánaða frá því honum var kunnugt um ályktunina“. Ráðherra skal svo kveða upp úrskurð innan þriggja mánaða frá því honum berst kæra. Kærum til ráðuneytisins hefur fjölgað nokkuð að und- anförnu, það er orðið algengara að fólk kvarti ef þeim finnst framkvæmdir nágrannans ganga of nærri sér. Yfir- leitt rísa þessi deilumál þegar verið er að byggja við eldri hús, reisa bílskúra á lóðum sem þegar eru byggðar eða byggja ný hús í eldri hverfum. Ekki hefur hingað til verið skylda að kynna nágrönnum fyrirhugaðar framkvæmdir og oft hafa menn vaknað við það einn góðan veðurdag að granninn er byrjaður að grafa eða jafnvel slá upp mótum. Nú hefur nýrri grein verið bætt við byggingareglugerð- ina og á það að tryggja betúr að fólk fái að vita um bygg- ingaáform nágrannans. í henni segir: „Áður en leyfi er veitt fyrir nýbyggingu, viðbyggingu eða breytingu á húsi í þegar byggðu hverfi eða verulegri breytingu á notkun húss skal nágrönnum sem bygginganefnd telur að hagsmuna eigi að gæta gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða framkvæmd innan mánaðar. Bygginganefnd getur þó veitt lengri frest ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi“. Þessi reglugerðarbreyting og svo þau ákvæði um kynn- ingu sem er í tillögunum um reglur fyrir nýbyggingar í eldri hverfum, ættu að tryggja að fólk fái vitneskju um fyrirhugaðar byggingar og breytingar í nágrenni sínu og fái tækifæri til að gera athugasemdir við þær ef þeim finnst ástæða til. Umhverfið, byggðin og náttúran, er sameign okkar allra og ábyrgð, þess vegna verðum við öll að vera á verði og gæta þess að því sé ekki spillt. ggg „..að gæta sérstak- lega að nýbygging stingi ekki í stúf við eldri byggð og að tillit sé tekið til gróður»“. „Telji einhver rétti sínum hallaö“... „Kærum til ráðu- ncytisins hefur fjölg- að nokkuð að undan- förnu“... „Nú hefur nýrri grein verið bætt við byggingareglugerðina og á það að tryggja betur að fólk fái að vita um byggingaá- form nágrannans“. „...ættu að tryggja að fólk fái vitneskju um fyrirhugaöar byggingar og breyt- ingar í nágrenni sínu og fái tækifæri til aö gera athugasemdir við þær ef þeim finnst ástæða til“. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.