Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 10

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 10
Veru hefur borist bréf frá Svíþjóð. Það er Þórdís Richardsdóttir i Uppsölum, sem gaf út ijóðabókina „Ljóð í lausaleik “ árið 1976, sem skrifar eftirfarandi: Þegar ég var búin að lesa grein Magdalenu Schram um stelpurnar í Hagaskólanum sem gerðu allt til að ganga í augun á strákunum, þá gróf ég upp þessa sögu úr gömlu drasli. Ég byrjaði á henni fyrir mörgum árum ogþá íalvöru og hún átti að verða ,Jlott“ ástarsaga. Mörgum árum seinna breytti ég henni ísamrœmi við þœr breytingar sem orðið höfðu á lífi mínu. Núna finnst mér ég sjá best hvernig Við hittumst fyrst á gagnfræðaskóladansæfingu. Þar dönsuðum við fyrir tilviljun saman næstum allt kvöldið. Lentum hvað eftir annað á hvort öðru í hringdansi. Og sá hringdans hafnaði síðar meir á skrá með ýmsum að mínu mati forlaga stýrðum atburðum í 15 ára löngu lífi mínu. Hann var listamannslegur í útliti, öðruvísi en strák- arnir í gaggó. Hann var eldri og las í menntaskóla. Hendur hans voru loðnar og karlmannlegar. Bartarnir langir og liðaðir. Hann var fá- mæltur með lífleg ljósblá augu og uppbrett augnahár. Allt þetta festist óafmáanlega í minni mínu, þar sem við dönsuðum hring eftir hring. Og ég sem var vön að sitja út flestöll böll, niðurbrotin af minnimáttarkennd og ástarsorgum. Ég var frá mér numin af gleði eftir að hann sem var svona öðruvísi sýndi mér áhuga. Fátt gat á þessum árum haft meira aðdráttarafl í mínum augum en að vera listamannslegur, eldri og þá sjálfsagt reyndari og með bílpróf. Á þjóðhátíðardaginn þetta sama ár dönsuðum við okkar fyrsta vanga- dans í víðáttumikilli Laugardalshöllinni eftir lagi Procul Harums — A whiter shade of pale. Og á eftir ók hann mér heim og kyssti mig lauslega. Um verslunarmannahelgina þetta sama sumar kyssti hann mig í tjaldi á Þingvöllum nægilega vel og lengi til þess að ég skildi að biómyndakossinn var álíka sannur og saga mömmu um storkinn hafði reynst á sínum tíma. Besta vinkona mín var viðstödd flesta þessa merkisatburði lífs míns og í tjaldinu var hún sem sú reyndari á þessu sviði fyrir löngu horfin ofan í svefnpoka með strák sem var bálskotinn í henni. Og hún hafði að öllu leyti komist að ýmsu fleiru en ég. Hún fylgdist hinsvegar með framgangi mála hjá mér af mikilli nákvæmni því hún vissi af reynslunni hvað ég tók allt svona lagað alvarlega. Við vorum báðar ofsalega spenntar og hún gaf mér óspart ráðleggingar varðandi meik og klæðnað og sameiginlega komumst við að þeirri niðurstöðu að snoðklippt og með TWiggy augu væri ég mátulega dularfull. Um að gera sagði hún að vera nógu stíf, láta þá splæsa á rúntinum og stjana í kringum mann. Ekki vera of auð- kippileg. Undir þykku yfirborðsmeiklaginu brunnu óblandnar, hreinar og eilífar tilfinningar mínar til hans og í dagbókinni undir- strikaði ég þær sem ást við fyrstu sýn og trúði á bíómyndirnar fram að kossinum og staðfastlega á HAPPY END. Skrif mín innsiglaði hugmyndir ég hef haft um ástina og strákana og þœr voru beint úr Familie Journal og Alt for damerne og bókum í sama dúr. Þessi endalausa rómantík og þetta gamla kvenhlutverk. Eftirsóknarverð- ast í lífinu varað finna einhvern karlmann tilþess að fá staðfestingu á sjálfri sér í gegnum. Ég hélt að þessi, sem ég skrifa um hefði verið sá eini rétti, þegar ég hitti hann. Núna finnst mér gaman að þessu, að gera grín að sjálfri mér og mínum hugmyndum um ástina og svo að okkur stöllunum, sem pœldum íþessu daginn út og daginn inn. En hér kemur sagan. ég svo á kvöldin með rauðum varalitarkossi og læsti bókinni með litlum gulllykli, sem ávallt hékk fastur við ítroðinn brjóstahaldarann minn, sem ég klæddist daglega. Stundum var þó svörtu Pelikan bleki skvett yfir heila síðu til að afmá ástarjátningarnar og ásamt vinkonunni hugsuð upp ráð til að myrða hann, grilla hann hægt og tala aldrei við hann framar. Við suðum saman sögur um mig og aðra stráka og svo sagði hún honum þær. Eitt kvöldið þegar hann kom í heimsókn til mín til að spila á spil með okkur og við vinkonurnar hlógum og flissuðum þóttist ég reyna að þagga niður í henni. Svo spilaði ég Fiir Elise á píanóið svo hann fraus næstum fastur við stólinn af unun... og hryllingi. Loksins hálfbað hann mín í Þórs- café. Við byrjuðum á föstu. Loksins að mér fannst, eftir langa bið og baráttu. Ég vildi hann og engan annan og hafði meira að segja nokkrum sinnum brugðið út af ráðum bestu vinkonunnar til að ná settu marki, tekið frumkvæðið oftar en leyfilegt þótti samkvæmt uppskriftinni og þannig teflt á tæpasta vað. Hann átti að vera sá sem hringdi, skrifaði, kom, keyrði, keypti, kyssti og kepptist við. Ég átti að vera mátulega áhugalaus, þögul, dularfull, segja réttar setningar á réttum augnablikum og leyfa honum að bíða sig hálfdauðan úr vonleysi — og ást. Ég trúði þessu öllu, en átti stundum mjög erfitt með að halda boðorðin þegar á hólminn var komið eða þegar ég fékk leið á þvi að kyssa köld blöðin í dagbókinni. Eftirá greip mig stundum öngþveiti og var þá viss um að ég hefði gloprað öllu út úr höndunum á mér. Og segði ég vinkonunni frá hliðarsporunum, en það kom stundum fyrir, fannst henni mér vart viðbjargandi og tók mig í gegn. Ég gaf þó sjaldnast upp alla von og var þá sannfærð um að ég fengi hann að lokum. Hann var minn draumaprins, hafði skoðanir á hlutunum og hluti af öllu tagi í herberginu sínu. Grammófón á rauðu gæruskinni, upp- lýstu með jólaseríuperum í sama lit og hýbýlin höfðu því verið sveip- uð sólarlagsrauðum bjarma í það eina skipti sem ég og besta vinkon- an höfðum stigið þar inn fæti er okkur var þangað boðið til mynda- töku. Hann myndaði nefnilega allar stúlkur sem hann þekkti og átti þá þegar þó nokkuð álitlegt safn. Rekaviður og grjót, netakúlur, Sá eini RÉTTI 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.