Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 29

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 29
1913 1925 1927 bundinn var á bakhluta kvenna, einskonar fuglabúr. „Tournure" var einnig mögulegt að útbúa úr hesthársvöndli. Efri hluti kjólsins var aðskorinn og pilsin efnismikil. Ennþá þótti syndsamlegt að sýna fætur eða leggi, og pilsin því dregin eftir götunum. Sérstakur lær- dómur fylgdi því „að lyfta upp“, þ.e.a.s. pilsunum. Jugendstíll 1890 — 1920 Á sýningu í París árið 1900 slær „Jugendstill“ í gegn. Miklar tækniframfarir höfðu leitt af sér ný viðhorf til lífsins. Menn ein- beittu sér að vélinni og hafist var handa við fjöldaframleiðslu á sviði fataiðnaðar, sem og á öðrum sviðum framleiðslu. „Menn voru horfnir frá öllum tilraunum til að klæða hluti í gervi liðinna alda, og höfðu gert sér fullkomna grein fyrir verkefninu; að móta nýjan og samtímalegan stíl. Lögmál vélarinnar voru viðurkennd og ekki var reynt að líkja eftir handverki. „Krínolín" voru nú endanlega afnumin og formin leyst upp. Konur tóku þátt í íþróttum ýmiskonar og var þeim því nauðsyn að bera frjálslegri klæðnað. Pilsin styttust um nokkra sentimetra og uppreimuð stígvél voru vinsælt skótau. Með tilkomu reiðhjólsins leyfðust jafnvel skógarferðir á sunnudögum í stað kirkjuferða. Það var ekki fyr^en í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar sem konum leyfð- ist að standa með beint bak. Allt frá 1870 þótti æskilegt að standa í S-stöðu, með brjóstið fram og rassinn aftur. Þetta var arfur tournure-tímabilsins. Ekki er erfitt að ímynda sér bakþrautir kvenn- anna á þvi tímabili. 1913 höfðu kjólar þrengst það mikið að neðan að halda mætti að konur hafi verið einfættar það árið. Jafnframt voru evrópskir fatahönnuðir undir miklum japönskum áhrifum, og einkenndust kjólarnir af kimono-sniði. Efnin voru éinnig að jap- anskri fyrirmynd. Beltisstaðurinn var færður undir brjóst og líkam- inn þar með loksins „frjáls“. Funktionalismi 1920 — 1950 Eftir 1920 verður hugtakið „funktionalismi" til. Lögð var meiri áhersla á þægindi og notagildi en fegurð. Áhrif vélarinnar verða meiri. Hið hagnýta sjónarmið kemur fram með fyrirlitningu á yfir- borðsprjáli. Umfram allt voru konur hættar að sperra sig inn í líf- stykki á morgnana, sem síðan þurfti að þrengja með hálftíma milli- bili til þess að þær kæmust í kvöldkjólinn. Þróunin varð í áttina að beinum og sléttum línum. Kvenmenn köstuðu gömlum útlitsformum frá sér og kjólar þeirra nálguðust að vera rör með fjórum götum. Jafnframt styttust kjólarnir og var síddin um og ofan við hné. Þeir voru oftast ermalausir og hengu létt á öxlunum. Vel má vera að efnisskorturinn eftir heimsstyrjöldina fyrri hafi átt sinn þátt í þróuninni. Isadora Duncan, nútímaballett- dansari, hefur án efa haft mikil áhrif á að konur hættu að fela lík- ama sinn undir allskyns pjötlum. Hún fullyrti í byrjun aldarinnar, að líkaminn nakinn væri fallegur en ekki skammarlegur, og jafn- framt að sýnin af honum göfgaði manninn. Konur urðu sjálfstæðari og vildu ráða sínu eigin lífi á þessum tíma. Þær fluttu að heiman og dönsuðu tískudansa undir dynjandi jazztónlist. Þær fórnuðu einnig síðu hárinu, því sem áður var talið fegursta og kvenlegasta skart konunnar. Talið er að á þessum tíma hafi hinar ólíklegustu þjóðfé- lagsstéttir nálgast mest hvað útlit varðar. Eitt gekk yfir alla. 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.