Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 8

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 8
%1 kennsla færi fram utan venjulegs vinnu- tíma. Það ætti meira að segja að verða til þess að kennslurými Háskólans nýttist bet- ur. Það þyrfti ekki að vera nema t.d. þriðja hvert ár sem hver kúrs væri fluttur yfir á tima, sem væri utan venjulegs vinnutíma. Þar að auki er helmingur allrar kennslu í dag í höndum stundakennara, sem hafa þá væntanlega annað aðalstarf. Þetta ætti líka að auðvelda fólki að vinna með námi og komastþannig hjáþvíað taka fokdýr náms- lán. Eins væri hægt að hugsa sér að fá að stunda hálft nám. Þá á ég við að skila t.d. helmingi færri einingum á ári. Ég held að með smá lagfæringum á hönn- unargöllum kerfisins væri hægt að stór bæta fullorðinsfrœðsluna. Þegarég var tæplega hálfnuð með námið, bauðst mér vellaunuð vinna oggafst upp við að hafa líka námskonuna að togast á innan í mér. Og vissulega er daglega lífið léttara án námsins, þó ég sjái svolítið eftir þvl. Og kannski er ekki öll nótt úti enn — við erum að sækja í okkur veðrið stelpur. Þvíekki að sveigja kerfið að okkar sérþörfum. Húsmóðir í vesturbænum C/Cc&ui Sc/cÉa Vegna bréfsins hennar Eddu í 2. tbl. Veru frá í apríl sl. vil ég reyna að festa nokkur orð á blað. Það er vissulega ákveðin tvöfeldni að vera kona I íslensku þjóðfélagi I dag, og flestar okkar þekkja togstreituna sem hún Edda lýsir á milliþess að vera hin fullkomna eigin- kona og móðir, alltaf til staðar reiðubúin að dekra við heimilisfólkið, baka, prjóna, saumafötinábörnin oglagagóða matinn eftirflóknu uppskriftunum úr kvennablöð- unum. Geta þannig alltaf haft heimilið í röð og reglu og þurfa ekki að hafa neinar á- byggjur af því að vera að vanrœkja það sem er manni næst, á móti því að vinna úti, vera gjaldgeng á vinnumarkaði, taka þátt í mót- un þjóðfélagsins og reyna að nýta þá mennt- un og krafta sem maður býr yfir. Oft hef ég hugleitt þetta og reynt að kom- ast að því hvers konar líf það er sem ég vil lifa, hvernig ég geti skipt mér upp á milli heimilis, starfs og þátttöku í félagslífi. Með- fœdd samviskusemi segir mér að standa mig vel alls staðar, svo oft er það ansi erfitt að koma þessu öllu heim og saman og stundum alls ekki hœgt. Þegar ég eignaðist fyrra barnið, ákvað ég að vera heima um tíma og njóta allsþesssem ég taldi upp hér að framan, dúlla við barnið, hlusta á það hjala og hekla blúndur á vöggu- sett. Þá hafði ég verið gift í 5 ár og hafði ný- lokið lagaprófi. Eftir nokkra mánuði heima hafði ég fengið nóg af mömmuleiknum. Það var ekki það að mér þætti ekki gott i sjálfu sér að vera heima, heldur hitt að mér fannst ég verða að fara að vinna til að nýta menntun mína, svo ég staðnaði ekki í fag- inu. Þennan tíma heima fann ég líka til veru- legrar einangrunar, mér fannst ég ekki taka þátt lengur, og ég varð bæld, lokuð og kjarklaus. Ég kveið fyrir að þurfa að hringja út í bæ, eða tala við ókunnugt fólk, jafnvel aðfara út í búð. Svo égfórað vinna. Hálfa vinnu til að byrja með og reyndi að skipta mér á milli starfs og heimilis. Það gekk ágœtlega, nema mér fannst aíltaf hálf- súrt að vinna bara hálfa vinnu. Ég var ekki fullgild. Nú vinn ég fulla vinnu og hef alveg losnað við samviskubitið hvað vinnuna snertir. Ég er meira að segja mjög ánægð með vinnuna og nýt starfsins. En samviskubitið gagnvart heimilinu tví- eflist. Ég reyni að leiða það hjá mér eins og ég get. Sauma ekki föt, stoppa ekki I sokka, engar tímafrekar mataruppskriftir, upp- þvottavél og aðstoð við hússtörf. Reyni að gefa börnunum þann tíma sem ég er heima. Mérfinnst þau meta það að hafa mömmu hjá sér þegar hún er heima, mamma er ekki bara sjálfsagður hlutur sem alltaf er hægt að ganga að, eins og mamma mín var þegar ég var lítil. Félagslífið fer einna verst út úr þessu. Bara einn kvöldfund á viku, hámarkið er tveir kvöldfundir. Sleppi allri þátttöku í félagsstarfi sem ekki er beinlínis nauðsynleg til að vinna að framgangi mála, t.d. skemmtifundum og partíum. Þyki voða leiðinleg fyrir bragðið. Stundum tek ég börnin með áfundi. Kvöldin vil ég hafa fyrir fjölskyldu og vini. Þetta gengur ágætlega svona, þótt ég gjarnan vildi vera virkari á öllum sviðum. En samviskubitið hverfur ekki. Lára V. Júlíusdóttir CtCc&Þa C f/c/ci Mér finnst bréfið þitt I öðru tölublaði Veru í ár vera fengur fyrir kvennablað eins og við viljum að Vera sé, hún á einmitt að taka til umræðu mál svipuð því sem þú bryddaðir upp á. Ég þori að fullyrða að allar konur eiga fyrr eða síðar við þann draug að etja sem þú ert að fást við nú. Aldagamalt munstur kynjanna er erfiður draugur að glíma við, og væntanlega er það á fœri fæstra okkar að gera það hver í sínu lagi. En ef við stöndum saman, tekst kannski dætrum okkar betur, dœtradætrum enn betur og hver veit nema dætra-dætra dætur okkar verði frjálsar konur. Það er aldrei að vita, en án bjartsýni komumst við ekkert. Þessi tilfinningalegi klofningur sem þú lýsir í bréfiþínu hefur, að ég held, bœði verið dragbítur og örvun hvað varðar kvenfrelsisbaráttuna. Persónulegt uppgjör íþessum málum hefur einmitt orð- ið hvatning fyrir margar konur til þátttöku í kvennahreyfingunni. Ensannfæring hinna um að þessar konur séu „sjálfsöryggið holdi klætt" eins ogþú orðarþað, hefur hins veg- ar haldið mörgum konum heima, fullum af minnimáttarkennd og sjálfsmeðaumkvun. Ég er sannfærð um að einmitt þessi til- finningalegi klofningur og viljinn til að berjast gegn honum var ein af ástœðunum fyrir tilurð kvennaframboðanna. Og þar er- um við nú staddar, að vísu mislangt komnar með ýmis konar reynslu að baki. Sumar höf- um við skilið við karla okkar, e.t.v. vegna þess að við kenndum þeim að einhverju leyti um vandann, aðrar þrauka í hjónabandi og hafa tekið upp baráttuna við sinn innri mann sem er að öllum líkindum skynsam- legri baráttuvettvangur. Eitt get égfullvissað þig um. Engin okkar er „sjálfsöryggið holdi klætt". Flestar okkar eru hins vegar að reyna að klæða öryggis- leysið hlífðarfötum og tekst það misvel. Ég segi fyrir mig að það er ósjaldan að mér finnst ég standi nakin úti í kuldanum, og þá langar mig heim að „baka, stjana og sauma". En ég veit að þessi leið heim er ekki fœr. Það er of seint að snúa við, þegar út I baráttuna er komið. Gamla góða kvení- myndin endist hvort eð er ekki tilframbúðar l þeirri veröld sem bíður okkar. Það er því okkar von að ímynd hinnar nýju konu sigri þegar fram í sækir, og að okkur fari að líða vel með henni. Af bréfi þínu get ég ekki betur séð en að þú sért nokkurnvegin- í sama báti og við. Blessuð láttu sjá þig í okkar hópi. Það er auðveldara að kveða niður draug í fjöl- menni en í einsemd, það mátt þú bóka. Ég tala af reynslu. Imba 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.