Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 23
Utséð um nœturakstur strœtó
í nóvember á síðasta ári samþykkti félagsmálaráð að
kanna möguleikana á því að hefja næturakstur strætó um
helgar. Var þessi samþykkt gerð í framhaldi af umræðu
um unglinga sem eru veglausir á Hallærisplaninu um
helgar eftir að vagnarnir hætta að ganga. Var málinu vís-
að til stjórnar SVR til umsagnar. Þar sem sú stjórn fundar
mjög sjaldan nú orðið, þá leið og beið án þess að málið
fengi þar nokkra umfjöllun. Okkur í Kvennaframboðinu
leiddist biðin og því gerðum við það að tillögu okkar við
gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár, að 500 þúsund krón-
um yrði varið til næturaksturs strætó. Var þessi tala úr
lausu lofti gripin þar sem ekki reyndist unnt að fá neina
kostnaðarútreikninga frá yfirmönnum SVR. Þessi tillaga
var felld.
Þann 23. febrúar kemst erindi félagsmálaráðs loks inn
á fund í stjórn SVR, og var þá formanni stjórnarinnar og
forstjóra SVR falið að ræða málið við formann félags-
málaráðs og félagsmálastjóra. Þessir ágætu menn ræða
svo saman þann 13. apríl, sama dag og fundur er haldinn
í stjórn SVR þar sem meirihlutinn kemst að þeirri niður-
stöðu að það sé ógerlegt að verða við tillögu Helgu Thor-
berg og Guðrúnar Ágústsdóttur um að hefja næturakstur
strætó í tilraunaskyni í sumar. Kvennaframboðið og Al-
þýðubandalagið sættu sig ekki við þessa niðurstöðu og
tóku málið upp í borgarráði. Þar týndist rnálið ofani ein-
hverri skrifborðsskúffu og var ekki afgreitt fyrr en rúm-
um mánuði síðar eða þann 24. maí, og fékk þá að sjálf-
sögðu ekki stuðning meirihlutans. Endanlegur dómur yfir
málinu var svo felldur á borgarstjórnarfundi þann 2. júní
sl. Sem sagt, það tók rúmt hálft ár að mjatla málinu í
gegnum kerfið til þess eins að láta það alls staðar steita á
steini Sjálfstæðismanna.
Af öllu þessu mætti ætla að miklir fjármunir væru í
húfi. Svo var þó ekki því áætlað var að tilraunin kostaði
litlar 80 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess að
á sama borgarráðsfundi og tillagan um næturaksturinn
var felld var samþykkt að veita vagnstjórum 50 þúsund
króna ferðastyrk til að taka þátt í góðaksturskeppni í
Bergen. Stuttu síðar ákvað Davíð svo að láta 30 þúsund
krónurnar sem hann fékk út úr málarekstrinum við verð-
lagsstjóra vegna fargjaldamálsins renna til félags vagn-
stjóra. Ekki svo að skilja að þeirra félag sé ekki allra góðra
gjalda vert, en þessi samanburður sýnir kannski að fjár-
munirnir eru til þegar málstaðurinn er meirihlutanum
þóknanlegur.
Sjálfstæðismenn færðu engin haldbær rök fyrir and-
stöðu sinni gegn næturakstri strætó. Þeir tíndu að vísu
ýmislegt til, s.s. að unglingar myndu „misnota" þessa
þjónustu og taka síðustu vagnana til að koma sér á „plan-
ið“ í stað þess að nota þá til að koma sér heim af „plan-
inu“; að vagnstjórar vildu ekki keyra á næturnar nema
undir lögregluvernd (!); að þvottur á vögnum færi fram á
næturnar og því félli þetta ekki að rekstrarfyrirkomulagi
strætó o.s.frv. Varla geta þetta talist rök sem hægt er að
taka alvarlega? Eina haldbæra skýringin á viljaleysi Sjálf-
stæðismanna er, eins og segir í bókum Kvennaframboðs-
ins og Alþýðubandalagsins i borgarstjórn, „að þau annar-
legu sjónarmið hafi ráðið ferðinni hjá meirihluta borgar-
stjórnar, að það sé markmið í sjálfu sér að halda þjónustu
SVR við borgarbúa í algeru lágmarki“. Efling almenn-
ingssamgangna samræmist ekki hugmyndafræði þeirra.
— isg
— áætlaö var aö til-
raunin kostaöi litlar
80 þúsund krónur
— 500 þúsund krón-
um yrði variö til næt-
uraksturs strætó...
— fjármunirnir eru
til þegar málstaöur-
inn er meirihlutanum
þóknanlegur
— stjóru SVR þar
sem meirihlutinn
kemst aö þeirrí niöur-
stööu aö þaö sé óger-
legt aö hefja nætur-
akstur strætó í til-
raunaskyni í sumar.
— Efling almenn-
ingssamgangna sam-
ræmist ekki hug-
myndafræði þeirra
Bíllinn bíður lœgri hlut
Þann 16. mai sl. samþykkti meirihluti skipulagsnefndar
að gefa Bílasölu Guðfinns og Hópferðamiðstöðinni kost
á lóð við Skipholt undir starfsemi sína. Fulltrúi Kvenna-
framboðsins í nefndinni bókaði að hún gæti ekki fallist á
þessa afgreiðslu þar sem hún teldi að afmarka ætti svæði
fyrir bílasölur fyrir utan íbúðar- og miðbæjarsvæði
Reykjavíkur, og stefna að því að flytja þær þangað með
tíð og tíma. Þegar málið kom svo til afgreiðslu borgar-
stjórnar fluttu borgarfulltrúar Kvennaframboðsins til-
lögu um að Borgarskipulagi yrði falið að benda á og af-
marka slíkt svæði. Jafnframt yrði lóðaúthlutun til Bíla-
sölu Guðfinns og Hópferðamiðstöðvarinnar frestað þar
til að þeirri vinnu lokinni. Borgarstjórn samþykkti fyrri
hluta tillögunnar en sat að öðru leyti fast við sinn keip því
Sjálfstæðismenn ákváðu að láta lóðafyrirheitið standa.
Þetta lóðafyrirheit vakti að vonum mikla óánægju
meðal íbúa hverfisins enda fylgir svona fyrirtækjum mik-
ið bílakraðak sem ekki á heima við íbúðarhverfi. 129 í-
búar í næsta nágrenni Skipholts mótmæltu þessari á-
kvörðun skriflega og bentu m.a. á að gatnakerfi á þessu
svæði þyldi ekki aukið álag og síst umferð hópferðabif-
reiða. Jafnframt lögðu þeir áherslu á að mikið ónæði væri
af umferð við bílasölur m.a. þar sem þær væru opnar á
kvöldin og um helgar. Síðast en ekki síst undirstrikuðu
þeir þá slysahættu, sem skapast af starfsemi sem þessari
í hverfi þar sem umferðarþungi er þegar of mikill fyrir.
Vegna þessara mótmæla tók Kvennaframboðið málið
upp að nýju á borgarstjórnarfundi þann 16. júni sl. og
flutti tillögu um að borgarráði yrði falið að endurskoða
lóðarfyrirheitið til þessara fyrirtækja. Var þessi tillaga
samþykkt með atkvæðum minnihlutans og fimm sjálf-
stæðismanna. Er enginn vafi á því að vegna mótmæla íbú-
anna tók málið nýja stefnu og mætti auknum skilningi
innan borgarstjórnar. Þegar þetta er skrifað er verið að
leita að annarri lóð fyrir þessi fyrirtæki og þá er bara að
vona að hún verði ekki inni í íbúðarhverfi. — isg
— íbúar í næsta ná-
grenni Skipholts mót-
mæltu þessari á-
kvöröun
—- undirstrikuðu þcir
þá slysahættu, sem
skapast af starfsemi
sem þessari í hverfi
þar sem umferöar-
þungi er þegar of
mikill
— afmarka ætti
svæði fyrir bílasölur
fyrir utan ibúöar- og
miðbæjarsvæöi
Reykjavíkur
Vantar þig vinnu?
Okkur hér í Kvennaframboðinu vantar
starfsmann á skrifstofu okkar á Hótel Vík.
Starfið er laust nú!!!
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á
50-75% starfi, sem felst í því að gera allt
mögulegt..
Síminn er 22188 og 21500.
Framkvæmdanefndin/Starfsmaðurinn.
Fréttatilkynning:
Kvennaframboðið í Reykjavík hélt ráðstefnu í
Norræna húsinu í byrjun maí s.l. um stöðu þess og
framtið að fenginni 1 árs reynslu við störf í ýmsum
nefndum á vegum borgarinnar. Á ráðstefnunni voru
mættar allflestar konur sem sæti eiga í nefndum og
varamenn þeirra og gerðu þær grein fyrir störfum
nefndanna svo og stefnu Kvennaframboðsins i ein-
stökum málum innan þeirra. í ráði er að birta helstu
niðurstöður ráðstefnunnar í næsta tbl Veru.
23