Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 27
Langamma Ingibjargar í Djúpadal hét
María. Haft var eftir föður hennar, Tómasi
í Látrum: „Gaman þætti mér að hafa þann
háseta, sem snéri á hana Maríu mína“. Um
sjötugt var María enn fær i flestan sjó.
Ingibjörg frá Djúpadal minnist á nokkrar
fleiri konur sem sóttu sjóinn. Um Ingi-
björgu Andrésdóttur í Hergilsey (móður
Snæbjarnar) segir hún að fáir karlmenn
þyrftu að reyna við hana í róðri eða öðrum
aflraunum. Og um Guðrúnu Jónsdóttur i
Firði móðursystur sína (og Matthíasar
Jochumssonar) segir hún: „Hún var sjó-
hetja mikil engu minni en Þuríður formað-
ur,... hún var með afbrigðum góður stjórn-
ari, jafnvel eftir að hún var orðin gömul og
synir hennar uppkomnir kunni hún betur
við að vera með þeim, og væri slæmt veður
var hún vón að segja „Ég skal halda um stýr-
ið drengii“. Oft fór hún á sjó þótt öðrum
þætti ófært“.14)
Fátækar húsmæður réru oft nauðugar
viljugar ineð mönnum sínum og skildu
börnin eftir ein heima. Ekki eru þó til marg-
ar frásagnir af því. Það hefir ekki þótt frá-
sagnarvert við Breiðafjörð þótt konur
brygðu sér í brók og stakk og réru til fiskjar.
Slíkar sögur eru aðeins sagðar ef eitthvað
hefir út af borið, svo sem ef nærri hefir við
legið að kona fæddi barn sitt í bátnum. —
Um miðja síðustu öld bjuggu á Litlanesi í
Múlasveit í Barðastrandarsýslu hjónin Guð-
björg Jónsdóttir og Jon Jónsson. Þau voru
fátæk og barnmörg, en dugleg og hraust.
Eitt vor er Jón var í veri vestur á Látrum
stundaði Guðbjörg hrognkelsaveiðarnar
með börnum sínum, sem enn þá voru í ó-
megð. Hún vitjaði um netin hvern veðurfær-
an dag. Hún var þá barnshafandi og komin
langt á leið, og fór svo að einn daginn komst
hún ekki alla leið heim og ól barnið milli
þúfnanna á túninu.15)
Eins konar „konubátar", þó harla ólíkir
þeim grænlensku, voru til. Þá báta notuðu
konur sem þurftu að stunda skipamjaltir,
það er að segja þegar kýr eða ær voru mjólk-
aðar í öðrum eyjum en þeirri sem bærinn
stóð. Á þessum bátum voru hvorki mastur
né segl, enda venjulega stutt að róa. En þess
háttar báta, masturs- og segllausa, hefði
enginn karlmaður látið bjóða sér að nota,
segir Bergsveinn Skúlason.16*
Herdís Andrésdóttir minnist þess í vísum
sínum, sem hún kvað við spuna 75 ára göm-
ul, að hún hafi
út um breiðan Breiðafjörð
bát og skipi róið.
Heflað segl eg hef við rá,
hert á reiðaböndum;
austurtrogi tekið á,
tveimur ausið höndum.
fyrir spröku færi rennt
fisk að borði dregið.17'
í félagsfána Sambands breiðfirskra
kvenna er mynd af konu sem situr við stýri
á litlum báti með segl.
Eina konu veit ég á lífi sem fór í ver á fyrri
tíð. Hún heitir Guðný Ólafsdóttir, 89 ára
gömul, og á heima á Sellátranesi við Örlygs-
höfn. Hún reri 5 sumur frá Kollsvíkurveri.
Fróðlegt væri að fregna meira um Guðnýju
en heimild mín veitir.18)
Ambáttin hans Garðars Svavarssonar,
sem fór með Náttfara í bát til lands, er trú-
lega fyrsta konan sem hélt um ár fyrir Norð-
urlandi. Eftir að hún tók við heimilishaldi í
Náttfaravík hefir hún sennilega ekki róið
mikið.
Það var löngu fyrir tíð Þuríðar formanns
á Stokkseyri að kona ein á Norðurlandi sótti
sjó af kappi. Hún hét Björg Einarsdóttir frá
Látrum á Látraströnd í Eyjafirði. Hún var
kölluð Látra-Björg og var þekktari fyrir
skáldskap sinn en sjósóknina, enda þótt
margar af vísum hennar lúti að sjónum. Sjó-
mennskan féll henni betur en önnur störf, en
hún vildi ógjarna róa á móti lélegum ræð-
ara, eins og ein vísa hennar ber vott um:
Róðu betur, kæri karl,
kenndu ei brjóst um sjóinn —
harðari taktu herðaföl)
— hann er á morgun gróinn.
Björg var svo fengsæl að það var trú
manna að hún seiddi að sér fiskinn (Hún
hefir minnt á Þuríði sundafylli sem viður-
nefni fékk af því er Landnámabók hermir,
að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi
að hvert sund var fullt af fiskum. Eða var
það kannski skáldgáfan, þó með ólíkum
hætti væri, sem minnti á Þuríði sem ef til vill
var völvan sem kvað Völvuspá). Látra-Björg
var aldrei í vistum, ævinlega sjálfrar sín.
HÚn dó í Móðuharðindunum eða árið 1785.
19)
Tilvitnanir:
1. íslendingabók og Landnáma (Guðni Jónsson), Rvk
1942, bls. 23—24.
2. Hávarðs saga ísfirðings, 1. -13. kafli.
3. Grágás (1852) Ib 166—169. gr. (bls. 70)
4. Flóamanna saga, 32. kafli
5. Jón Espólín: fslands Árbækur í sögu-formi, VII.
deild, Kbh 1829, bls. 108
6. Frásögn Guðrúnar Þórðardóttur: Handrit i Kvenna-
sögusafni Islands
7. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Steinunn Þórarinsdóttir
— Við sem byggðum þessa borg, Rvk 1955, bls. 25
8. Frásögn Guðrúnar Þórðardóttur
9. Samtal við Elinu Jónsdóttur á Hrafnistu, Dvalarheim-
iU aldraöra sjómanna.
10. Jóhanna Valdimarsdóttir: Konur á sjó — Húsfreyjan,
22. árg. 1971, 2. tbl., bls. 9—10
11. Ingibjörg JÓnsdóttir frá Djúpadal: í Breiðafjarðar-
eyjum fyrir 50—60 árum — Hlín, VI. árg., 1922, bls
53
12. Óskar Clausen: Með góðu fólki, Rvk 1958, bls. 93—
102
13. Fyrrnefndar greinar Jóhönnu og Ingibjargar (bls. 61)
14. Grein Ingibjargar, bls. 52—54
15. Jens Hermannsson: Breiðfirskir sjómenn II. bindi,
Rvk 1977
16. Bergsveinn Skúlason: Áratog, Rvk 1970, bls. 123
17. Ljóðmæli Ólínu og Herdísar, 5. útg. Rvk. 1982, bls.
303—308
18. Guðmundur P. Ólafsson: Viðtal i Jólablaði Þjóðvilj-
ans II. 1982. bls. 2
19. Helgi Jónsson: Látra-Björg, Rvk 1948, t.d. bls 39
Guðrún P. Helgadóttir: Látra-Björg — 19. júní, Árs-
rit Kvenréttindafélags íslands, 1962, bls. 3—7 Sama:
Skáldkonur fyrri alda — II. bindi, Ak 1963, bls.
57—76.
27