Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 36

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 36
Rúmlega 50 konur víðs vegar að úr lönd- um Evrópusambandsins (sem hér á landi gengur reyndar undir heitinu Efnahags- bandalag Evrópu) komu saman í Brussel í janúar s.l. til að stofna Samband Evrópu- kvenna. Á stefnuskrá er að beita sér fyrir á- taki varðandi frelsi og réttindi kvenna á öll- um mögulegum sviðum. Konurnar á stofn- fundinum ítrekuðu að þótt þær myndu vissulega notfæra sér nútímatækni í starf- inu, væri ætlunin að það ætti rætur í per- sónulegri reynslu einstakra kvenna og tæki mið af henni til að forðast að verða svifa- seint skrifstofubákn með ópersónulegu yfir- bragði - en það ku einmitt gallinn á starf- semi Evrópusambandsins. Stofnfundurinn lýsti þvi yfir að auk vinnu í tengslum við nauðganir, ofbeldi og fóstur- eyðingar vildu samtökin beina kröftum sín- um að félagslegu öryggi, vinnumarkaðnurn og launakjörum og símenntun. Hafi einhver hér á landi áhuga á frekari upplýsingum um samtökin, má senda fyrirspurnir til: The European Women’s Network c/o Centre for Research on European Wom- en 22, Rue de Toulouse Brussels LQ40 (Spare Rib) Hópur ensl^ra blaðamanna hefur samið og sent frá sér bækling til handa kollegum sínum þar sem fjallað er um fréttaskrif um nauðganamál. Það sem vakir fyrir blaða- mönnunum er að vekja meiri ábyrgðartil- finningu starfssystkina sinna í garð þeirra kvenna sem verða fyrir kynferðislegu of- beldi. Það er Birminghamdeild breska blaða- mannafélagsins, sem stendur að útgáfu bæklingsins. Svo virðist sem í kjölfar ýmissa skrifa um nauðganir, ekki síst afbrot fjölda- nauðgarans Peter Sutcliffe, hafi komið upp áhyggjur vegna siðlausra fréttaskrifa og við- horfa fjölmiðla til kynferðisafbrota. Bækl- ingurinn bendir á að „kynferðisafbrot og jafnvel morð tengd þeim séu álitin góður blaðamatur“. Oft á tíðum er slíkum fréttum slegið upp á „þriðju síðunni" en mörg bresk blöð nota einmitt þá síðu reglulega til birt- ingar á Ijósmyndum af fáklæddum stúlkum (sumarstúlkum þið vitið!) sem í rauninni gefa í skyn að stúlkurnar séu til í tuskið og til reiðu fyrir karlmenn. Áhyggjur vegna þessa innan fjölmiðla- stéttarinnar urðu einna þyngstar eftir frá- sagnir af Peter fyrrnefndum Sutcliffe og umræður um kynferðisafbrot í tengslum við það sérstaka mál. Þá sýndi sjónvarpið t.d. heimildamynd sem tekin var á lögreglustöð án vitneskju lögreglumanna, sem voru að yfirheyra stúlkur vegna nauðgana. Sú heim- ildamynd vakti gífurlega athygli í Bretlandi sökum þeirrar afstöðu sem lögreglan hafði greinilega til stúlknanna; „þeim var nær að vera að þvælast þetta“, „þær geta sjálfum sér um kennt...“ = afstöðu. Einnig kom fram afstaða dómstólanna, sem byggir á svipuðum viðhorfum. Deild blaðamanna- félagsins í Birmingham ákvað að gera eitt- hvað í málinu, enda ættu dagblöð stóran hlut í að viðhalda þessum viðhorfum til kvenna og nauðgana. í bæklingnum segir m.a.: „Tilgangur þessa rits er að sýna hvernig fréttamennska getur vanvirt konur. Við stingum upp á að við reynum öll að endurmeta viðhorf okkar og breyta skrifunum í samræmi við það“. Blaðamönnum er t.d. bent á að láta vera að lýsa ferðum og útliti viðkomandi kvenna, sitja á sér með að semja hálfkæringslegar eða jafnvel fyndnar fyrirsagnir og hafa það í huga fyrst og fremst að það er nauðgarinn, ekki fórnarlambið, sem er sökudólgurinn. Þá segir: „ Þessi bæklingur er saminn af blaðamönnum sem taka starf fréttamanns- ins alvarlega. Vonandi tekst okkur að vekja upp umræðu og breytt viðhorf til afbrota af þessu tagi“. Ritnefnd Veru hefur skrifað eftir um- ræddum bæklingi og mun lýsa honum nán- ar, ef ekki dreifa honum til íslenskra blaða- manna. Þótt ástandið hér á landi sé vissu- lega hátíð samanborið við það með enskum, er auðvitað full ástæða til að við í íslensku fjölmiðlastéttinni höfum ábyrg viðhorf bak við eyrað líka! Þrjár þingkonur á Evrópuþinginu hafa lagt þar fram tillögu vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum. Þingmennirnir eru frá Belgíu, Frakklandi og Ítalíu og heita Marije van Nemeldonck, Yvette Fuillet og Cinciari Rodano. Tillaga þeirra fer fram á að gerð verði rannsókn á áreitni af þessu tagi á skrifstofum Evrópuráðsins, á opinberum skrifstofum og hjá einkafyrirtækjum í Ev- rópu. Þess má geta í leiðinni að samskonar rannsókn var gerð á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna fyrir u.þ.b. tveimur árum og kunna sumar að minnast fregna af niður- stöðunum. Þar kom fram að í sambandi karla og kvenna á vinnustaðnum misnota karlar líkama kvenna í krafti stöðu sinnar og kom víst engum á óvart. Fyrrnefndir þingmenn hafa fullan hug á að vekja upp duglega umræðu um málið og segja að „ekki sé til sú kona, sem þekkir ekki hvað við er átt“ og þykir þeim greinilega tími til kominn að konur fái vinnufrið fyrir kossaflensi og klípingum starfsbræðra sinna. Vera mun reyna að fylgjast með fram- vindu tillaganna og segja frá umræðum þar að lútandi.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.