Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 16

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 16
gerandi hátt hægt að aðgreina frá hinu, það gerir flókinn raunveruleikann svo miklu ein- faldari og þægilegri að fást við. En þetta er bara því erfiðara sem fleiri rannsóknir sýna að nauðgarar eru bara ósköp venjulegir „norrnal" menn. Vissulega sýna eiginlega allar rannsóknir að nauðgarar séu áþreifan- lega kvenfjandsamlegir, segir Liljeström, en án þess að nokkur hafi viljað líta á það sem eitthvað sjúkt eða „abnormalt"... Uppgötvunin að nauðgarar séu venjulegir „normal“ menn hefur hinsvegar víða falið í sér að viðhorfið til nauðgana hefur breyst. Það er eins og kynferðislegt ofbeldi verði að nokkurskonar afleitri hugsjón, óheppni eða hliðarspori sem hent getur hvaða öðlings- mann sem er. Umburðarlyndið eykst við vitneskjuna að það séu venjulegir, huggu- legir menn sem nauðga, „öllum getur okkur yfirsést“... En þessi uppgötvun felur bara í sér enn meiri fróðleik. Nefnilega þann að venjulegir „normal heterosexual“ menn virðast vera töluvert kvenfjandsamlegir án þess að það sé á nokkurn hátt álitið af- brigðilegt eða vert einhverrar athygli. Og einmitt vegna þess hve kynferðislegt ofbeldi er algengt, er hægt að gera lítið úr því, og það gert ósýnilegt á ný, segir Liljeström. „Sjálfsfróun í konuskauti“ Ef við lítum aðeins nánar á vændi og hverjir það eru sem leita til vændiskvenna er það sama upp á teningnum. Það er hægt að segja að það séu „allskonar" menn sem leita til vændiskvenna, allskonar menn í þeirri merkingu að þeir koma úr hinum ýmsu sam- félagshópum. Mikill meirihluti er það sem við köllum einmitt venjulega „normal“ menn. Það sem einkennir vændið af hálfu vændiskonunnar er að hún nær undantekn- ingalaust er „fjarverandi" meðan á við- skiptum stendur. „Fjarverandi“ á þann hátt að hún byggir sér upp ákveðna varnarmúra til að verja persónu sína, hún „tekur ekki þátt í“ því sem gerist. Lysandi dæmi um þetta er það sem ekki er til sölu, það eru t.d. kossar, persónuleg atlot, snerting brjósta, sníps o.s.frv. Vændið er gersneytt kynferðis- legu innihaldi fyrir vændiskonuna. — Hér er hinsvegar (yfirlýstur) ásetningur karl- mannsins eingöngu kynferðislegur, en á sama hátt og í nauðguninni á hann mjög erf- itt með að skilja að konan „taki ekki þátt í leiknum“. Hann er ófær um að sjá í gegnum „spil“ vændiskonunnar og trúir oft einlægt að hún „njóti sín“ jafn vel og hann. Þegar vændið er skoðað til hlítar á þennan hátt er auðvelt að vera sammála höfundum vændis- rannsóknarinnar að þegar allt komi til alls sé vændi fyrst og fremst „sjálfsfróun í konu- skauti". En, í þessu felst líka annað og meira, og þar liggur okkar þversögn: Mað- urinn er háður konu í þessari sjálfsfróun sinni. Á sama hátt og við nauðgun þarf maðurinn á Konu að halda til að staðfesta karlmennsku sína, og í þessu liggur, svo undarlegt sem það kann að hljóma, máttur kvenna og vanmáttur. Mjög einfaldað má kannski segja að munurinn á vændi og nauðgun fyrir karlmanninn felist í því að nauðgarinn borgar ekki fyrir að fá karl- mennsku sína staðfesta, „ekta karlmaður þarf ekki að borga fyrir sig“. Víkur nú sögunni aftur að umræðuþátt- um Svíanna... í fyrra þættinum beindist at- hyglin einkum að því hvort hugsanlega væri samband milli kláms og vændis. Allir þátt- takendur að einum undanskildum töldu svo vera. Þessir fjandmenn kláms töldu það jafnfrmt óæskilegt fyrirbrigði, fjandsam- legt konum, auk þess sem það ætti lítið skylt við heilbrigt kynlíf. Málsvari klámsins, frægur klámkóngur frá Stokkhólmi, varði klám og útbreiðslu þess hatrammlega og af miklum sannfæringarkrafti (— enda verið 20 ár í bransanum). Klám ber að líta á sem „hvata“, það er krydd á tilveruna, sagði kappinn spekingslega og kvað það hina mestu fjarstæðu að nokkurt samband væri milli kláms og vændis. — Nei, það var öðru nær. — Viðbrögð „almennings", létu ekki á sér standa í dagblöðum daginn eftir. Hin harða afstaða sem tekin var gegn klámi fór fyrir brjóstið á mörgum „kynferðislega frelsuðum" Svíanum. Stjórnendur þáttarins voru útmálaðir sem forkastanlegir siðgæð- ispredikarar aftan úr forneskju, sem þættust þess umkomnir að fordæma það kynferðis- lega frelsi sem væri nú bara merki þess að Svíþjóð væri frjálst þjóðfélag... Vændiskon- ur geta sjálfum sér um kennt, þær hafa valið sitt hlutskipti og ættu að sjá sóma sinn í því að fá sér heiðarlega vinnu í stað þess að gera sér kynhvöt karla að féþúfu. Meira að segja forráðamönnum Aftonbladet, málgagns kratanna, ofbauð „predikun siðgæðispost- ulanna“ og gagnrýndu þáttinn harðlega 1 leiðara blaðsins daginn eftir. Þessar gagnrýnu (karlmanns-) raddir hafa væntanlega verið ánægðari með síðari þáttinn, því í samræmi við hina nýútkomnu bók um vanmátt nauðgarans var einmitt hann í brennidepli. Rætt var við nokkra dæmda nauðgara, ólánskindur miklar, því eins og fram kemur í bók kvennanna tveggja eru það nær eingöngu félagslega illa stæðir menn og utangátta sem dæmdir eru fyrir nauðgun, einn þeirra vildi meira að segja á- Iíta að þeir væru fórnarlömbin. Umræðan var mestöll í anda „konan getur sjálfri sér um kennt“ goðsögunnar, og dæmdir nauðg- arar, þessi ólánssami karlpeningur, voru hetjur kvöldsins. Það var vægast sagt kald- hæðnislegt að hlusta á fleiri tíma umræður um nauðgun, án þess að nokkur sála benti á þá staðreynd að fæstar nauðganir eru kærðar og enn færri enda með dómi. Grát- legra var þó þegar stjórnandi þáttarins til- kynnti með alvörugefnum samúðarsvip að margir karlmenn hefðu hringt til þáttarins, sem dæmdir hefðu verið SAKLAUSIR fyrir nauðgun. Því miður hef ég ekki séð eins „lífleg“ við- brögð karlmanna við þessum þætti (sem betur fer nokkrar reiðar kvenmannsraddir). En kannski er það bara ein staðfesting þess að sænskur karlpeningur skrifi gjarnan undir þá kvennasýn sem þarna kom fram, og sé bara eftir allt haldinn sínum „normal" skammti af kvenfyrirlitningu, jafnt ritstjórn Aftonbladet sem starfsmenn sjónvarps. Það skyldi þó aldrei, Vera? Máttur Kynsins og vanmáttur einstaklingsins En þegar allt kemur til alls eru nauðgarar að sjálfsögðu hinar mestu ólánskindur. Vissulega veitir karlveldið körlum ákveðið vald i skjóli kynferðis þeirra, en sameigin- legur Máttur Kynsins útilokar ekki vanmátt einstakra karlmanna; þannig eru það ekki allir menn í bókstaflegri merkingu þess orðs sem leita til vændiskvenna, á sama hátt og það er ekki hvaða venjulegur „normal“ karlmaður sem er, sem notar nauðgun sem vopn í hinni erótísku styrjöld. Nei, það eru þeir sem hafa lélegri forsendur, félagslega, efnahagslega, sálfræðilega o.s.frv. Hug- myndir karlveldisins um sanna karl- mennsku eru sennilega ekki auðveldar fyrir alla karlmenn að Iifa upp til. — Kannski það sem ég hef verið að reyna að segja í örfáum setningum; það er ekki þetta ómeðvitaða kvenhatur (kvenfyrirlitning fyrir þær sem finnst kvenhatur of herskátt orð) sem að- greinir nauðgara frá þeim sem ekki nauðga (eða vændiskaupendur frá þeim sem ekki leita til vændiskvenna), heldur eru það hinar lakari forsendur þeirra, veikari byrjunarað- staða o.s.frv., og oft leiðir baráttan af sér félagsleg örkuml fyrir þessa menn. Að tala um Vanmátt Nauðgarans er því alls ekki út í hött, það verður bara að sjá þennan van mátt í réttu samhengi. Þorgerdur Einarsdóttir 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.