Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 28

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 28
Bloomer-dragt frá ca 1860 1913 1909 Arna María Gunnarsdóttir „Án sjálfstæðrar hugsunar vilja flestir fylgja því, sem aðrir gera! Tökum kvenfólkið til dæmis. Vjer sjáum hjá mörgum konum greini- lega sönnun þess, að TÍSKUGYÐJAN er guðdómurinn, sem ræður mestu í lífi þeirra. Fyrir alla muni verða þær að klæðast eins og tísk- an segir, jafnvel þó að flíkurnar eigi alls ekki við veðráttu eða lands- siði þjóðar þeirra“. (Úr Tískuþrælar og frjálsir menn). í þessum línum kemur greinilega í ljós fyrirlitning á því sem er kallað tíska, nýjungum og áhrifagirni mannsins. En þar sem tísku- gyðjan stendur framar guðdómnum mætti ætla að hún væri áhrifa- mikill kraftur í okkar daglega lífi. Það er því full ástæða til að kanna bakgrunn og undirstöðu klæðaburðar okkar í dag án fordóma. Ég tel að klæðnaður sé hluti af þeirri list sem við umgöngumst daglega, ekki eingöngu augnayndi, en hefur einnig mikið notagildi, alveg eins og lögun skálanna sem við berum fæðu okkar fram í. Fatnaðurinn sem við berum er umgjörð i kringum okkur sem hefur samfélagslegt gildi hvort sem okkur þykir það miður eða ei. Margir leggja sig alla fram við að hafa sem dýrasta umgjörð í kringum sig, á meðan aðrir vilja líta sem fátæklegastir út. Athugum þær stórfenglegu breytingar sem urðu á siðum manna t>g klæðnaði um síðustu aldamót. Ég mun ræða um kvenfatatísk- una, en þetta mikla umrót hefur leitt af sér að konur hafa kastað af sér klæðnaði sem hefur vegið allt að tugum kilóa, niður í nokkur grömm, t.d. plastfatnaður sem þótti vinsæll á sjöunda áratug þess- arar aldar. Stílbreytingar á síðustu öldum Fjölbreytni i klæðaburði hefur verið mjög mikil á undanförnum öldum, bæði í formi og efnisvali. Taka þurfti tillit til veðráttu á hver- jum stað og efnisval hefur farið eftir búsetu, svo og þjóðfélagslegri stöðu. Úr ýmiskonar kuflum hafa þróast formfastari snið á klæðn- aði, og reynt hefur verið að uppfylla listrænar kröfur á hverju tíma- bili. Á 16. öld voru útlitskröfur það miklar og óánægja með hina nátt- úrulegu líkamslögun kvenna, að hannaðar voru hringlaga grindur sem festar voru um mitti þeirra, svokallað „krínolín“. Einnig þótti nauðsyn að ganga í lífstykki sem þrengdi að í mitti og ýmist flatti eða lyfti brjóstum. Klæðskerar saumuðu svo utan um þessa nýju lögun hefðarkvenna dýrindiskjóla úr miklum efnum, með pífum, blúndum og fellingum. Þrátt fyrir að kjólar þessir voru mjög óheilsusamlegir var það ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar að farið var að hugsa um breytingar af heilsufarsástæðum kvenna. Lungu, hjarta og lifur afskræmdust, svo og var hætta á mígrenis- og taugaá- föllum kvenna vegna hinna íburðarmiklu höfuðfata sem tíðkuðust um síðustu aldamót. Læknar fengu til liðs við sig klæðskera og lista- menn, og ætlunin var að hanna þægilegri, hentugri og jafnframt fallegan kvenfatastíl. Fólk hafði skiptar skoðanir á þessum nýju til- raunum og var ýmist með eða á móti. Sem dæmi um stílbreytingu má nefna Bloomer-klæðnað. Amalia Bloomer var bandarísk að uppruna og vakti fatnaður hennar mikla athygli. Hann samanstóð af jakka, stuttum pilsum og undir þeim voru síðar og víðar tyrkneskar buxur. Þetta var tiltölulega þægilegur fatnaður en stíll- inn lifði ekki lengi í sinni upprunalegu mynd en vakti þó fólk til um- hugsunar. En ekki þótti mögulegt að afmá skyndilega „krínolín“ úr sög- unni. Svokölluðu „tournure" skaut upp á markaðinn og var það við lýði fram undir aldamótin síðustu. Það er hálfhringur úr stáli sem 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.