Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 2

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 2
VERA 4/1983 JÚU Finnst ykkurþað ekki skrýtið, hvað allt í einu er orðið /nik- ið utnfegurðarsamkeppni? Og finnst ykkur þær ekkert í mót- sögn við þann árangur, sem hefur náðst í jafnréttisátt síðustu þrjú misserin, t.a.m. með bættum h/ut kvenna ísveitarstjórn- um og á Alþingi? Hvers vegna fœrist einmitt núna þvílíkur fjörkippur í keppnina um að vera fegurst, grennst, leggja- lengst og broshreiðust? Það nýjasta á þessu sviði er keppnin um titilinn „One Million Dollar Pet OfThe Year“ sviðsett af tímaritinu Pent- house. Réttilega þýddur er titillinn þessi á íslensku: „Einnar milljón dala gæludýr ársins“ þótt fulltrúar Penthouse á ís- landi hafi ekki þorað að segja það upphátt, heldur kosið að slá ryki í augu þeirra grandvaralausu með því að segjast vera að velja „Stúlku ársins". Bœði Penthouse og íslenska af- sprengi þess, Samúel, byggja afkomu sína á að selja nektar- myndir af konum til karla, sem — já einmitt — líta svo á að konur eigi að vera gæludýr karla. Og svo vel gengur sú sala, að Penthouse hefur efni á að veita einnar milljón dala verð- laun til þeirrar konu, sem að dómi viðskiptavinanna þykir einna gœlugefnust í útliti! Ásama tíma ogslíkum viðburðum erslegið uppsem mark- verðum fréttum, gerist það að annað íslenskt tímarit er kært og leitt fyrir dómstóla fyrir að hafa birt Ijósmyndir af karl- mannstippi. Það tók ekki langan tíma að kippa þeim Ijós- myndum af búðarborðunum í nafni velsæmisins. Enginn yppirþó öxlum vegna Ijósmynda af nöktum kvenlíkömum og kynfærum kvenna, sem hanga uppi líkt og krossfest íþvísem nœst hverri einustu sjoppu í landinu. Já, þetta er allt dálítið skrýtið og mótsagnakennt. Það er nærri að halda að um sé að ræða krók á móti bragði okkar, sem glímum gegn gömlu viðhorfunum í garð kvenna. Og það er öruggt, að árangurinn, sem hrópað var húrra fyrir íkjölfar síðustu þingkosninga, verður óttalega endasleppur ef hann er íengu samræmi við hugarfarið í landinu. Að því skulum við gæta vel. Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík Hótel Vík Sími 22188 og 21500 Ritnefnd: Helga Thorberg Hlín Agnarsdóttir Jóhanna V. Þórhallsdóttir Kristín Jónsdóttir Magdalena Schram Útlit: Andrea Jónsdóttir Hlín Agnarsdóttir Jóhanna V. Þórhallsdóttir Kristín Jónsdóttir Ábyrgðarmaður: Hlín Agnarsdóttir Ljósmyndari: Anna Gyða Gunnarsdóttir Forsiða: Elín Edda Árnadóttir Auglýsing og dreifing: Guðrún Alfreðsdóttir Setning og umbrot: Alprent Prentun: Hólar h.f. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna Kvennaframboðsins í Reykjavík. Vera kostar kr. 80 í lausasölu. 2 Ms Áskriftarsími: 22188 og 21500

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.