Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 35
Sig sjálfir er hegðun þeirra og allt atferli. Gagnvart öðru fólki virðist
þessi hegðun furðuleg og óskiljanleg. Fólk veit heldur ekki hvernig
það á að bregðast við henni. Svona lýsir Agneta bekkjarsystur sinni
Gunillu, sem þjáðst hefur af anorexiu nervosa í mörg ár.
„Fyrir nokkrum árum var Gunilla ósköp venjuleg stúlka. Við vor-
um bekkjarsystur og ég fór stundum í heimsókn til hennar. Ég tók
ekki eftir neinu skrítnu, ekki fyrr en hún fór að blanda hvítu dufti
í matinn sinn, þegar hún borðaði. Þegar ég spurði hana hvað það
væri, vildi hún ekki segja mér það. Ég giskaði sjálf á að þetta væri
einhvers konar megrunarduft. Síðan varð hún ógeðslega mjó. í skól-
anum borðaði hún bara grænmeti og oggulítið kjöt. Svo þurfti hún
alltaf að vera að hlaupa. í hverjum frímínútum fyllti hún töskuna
sína af bókum og gekk hring eftir hring í skólaportinu, eins hratt og
hún gat. Þegar hún hjólaði í og úr skólanum, fór hún alls konar
krókaleiðir. Það varð erfiðara og erfiðara að tala við hana. Hún
forðaðist alla umgengni við hina krakkana og virtist ekki hafa neinn
áhuga á þeim. Síðan lenti hún á sjúkrahúsi. Kennararnir sögðu okk-
ur aldrei hvað væri að henni. Hún var bara eitthvað veik. Við mátt-
um samt fara og heilsa upp á hana, ef við vildum. Ég fór í nokkur
skipti og mér fannst hún vera glöð að sjá mig. Hún sagði mér frá því
að starfsfólkið á sjúkrahúsinu reyndi að neyða mat ofan í hana og
hefði bannað henni að stunda íþróttir. Ég heyrði seinna meir að hún
hefði farið á fætur á nóttunni til þess að geta skokkað í friði. Eftir
nokkra mánuði útskrifaðist hún. Þá hafði hún þyngst um fáein kíló,
en ég sá engan mun á henni. Mér finnst hún hegða sér nákvæmlega
eins og áður. Ég heimsæki hana aldrei nú á tíðum. Hún vill ekki um-
gangast aðra. Hún fer aldrei í skólaferðalög eða gönguferðir og hef-
ur alltaf nóg af skýringum á takteinunum. Það hefur orðið æ erfið-
ura að ræða við hana. Hún er afskaplega þrjósk og þarf alltaf að
hafa rétt fyrir sér. Ég tala einstöku sinnum við hana i frímínútunum,
Þá á hún til að benda á aðrar stelpur og segja: „Ég gæti aldrei hugsað
niér að vera svona feit“. Einu sinni sagði hún mér, að hún hefði sent
kökuuppskrift inn í kökusamkeppni í einhverju vikublaðanna. Og
hún fékk verðlaun fyrir það. Hún hefur óhemju mikinn áhuga á
matreiðslu og bakstri. Ég hef aldrei getað rætt við hana um þennan
sjúkdóm og ef ég segði henni að mér fyndist hún líta hryllilega út
°g vera grindhoruð þá myndi hún slá mig beint á kjaftinn. í raun
virðist hún ekki gera sér nokkra grein fyrir hvernig hún lítur út. Svo
gengur hún í prjónuðum þröngum legghlífum, sem límast upp að
kálfunum á henni. Það er hörmulegt að sjá hana. En hún er dugleg
að læra. Hún kann allt upp á sína 10 fingur. Hún stundar líka íþrótt-
lr af kappi. Ég bara skil ekki hvernig hún hefur orku afgangs til þess.
Samt er hún þó nokkuð máttfarin". Af þessari lýsingu Agnetu má
sjá nokkur dæmigerð einkenni, sem eru nær gegnumgangandi fyrir
allar stúlkur sem þjást af sjálfssvelti. Sem dæmi má nefna:
* Stöðugt eirðarleysi og íþróttaiðkun
* Ranghugmyndir um eigið útlit
* Félagsleg einangrun
* Mikil námsgeta
* Áhugi fyrir matreiðslu
* Fráhrindandi framkoma
Awe/iýtvm 450 btúl&tvm
Lotte Möller bendir á í bók sinni, að sjálfssvelti sé tiltölulega ó-
þekktur sjúkdómur og að hann þyki einnig dularfullur. Samkvæmt
þeim rannsóknum sem hún byggir sín skrif á mátti finna eina stúlku
af hverjum 150 í efstu bekkjum sænska grunnskólans og í mennta-
skólum, sem hafði byrjað skipulagt sjálfssvelti. Hið dularfulla
kringum sjálfssveltið má ef til vill rekja til þess umhverfis eða þjóð-
félagshóps sem stúlkurnar kom úr.
Þær koma nefnilega oft frá vel stæðum, áhyggjulausum fjöl-
skyldum, þar sem allt virðist í stakasta lagi, a.m.k. á yfirborðinu.
Sjálfar eru þær vel gefnar, standa sig vel í skóla eru metnaðarfullar,
nærgætnar og vingjarnlegar. Feður stúlknanna eru ekki verkamenn,
heldur forstjórar, tannlæknar og lögfræðingar. Mæður þeirra vinna
ekki við afgreiðslu eða á kassa i kjörbúðum, heldur eru félagsráð-
gjafar, kennarar og húsmæður. Englendingurinn S. Fenwick hélt því
þegar fram árið 1880 að Anorexia nervosa væri mun algengari meðal
stúlkna frá vel efnuðum fjölskyldum en meðal stúlkna af lægri stig-
um. Sjúkdómurinn er nær óþekktur í löndum þar sem efnahagsá-
standið er bágborið. Það eru því fyrst og fremst þjóðfélög vestur-
landa, þar sem offitan er víða meiri ógnun en hungur, sem sjúkdóm-
urinn þrífst i. Sjúkdómurinn endurspeglar á vissan hátt öfgakennda
kvenímynd vestræns velferðarþjóðfélags. Það þykir fínt að vera
mjór. Lotte Möller segir í bók sinni að ef til væri dýrlingur á seinni
hluta 20. aldar, þá væri það líklega Heilög Anorexia, horrenglan,
sem fórnaði lífinu til þess að verða mjó. En heilög Anorexia er ekki
aðeins konan, sem er hundelt af hinni mjóu kvenímynd, hún er líka
frelsishetja í vissum skilningi. Hún neitar nefnilega að láta bjóða sér
þann fullorðinsheim, sem bíður hennar. Hún neitar að viðurkenna
hlutverk sitt sem kynvera og hún vill ekki vera kyntákn. Andstaða
hennar gegn kvenfyrirlitningunni kemur fram í því að hún vill ekki
að líkami hennar verði að konu. Heilög Anorexia er því innst inni
örvæntingarfull og óhamingjusöm mannvera, sem uppgötvar allt of
seint að hún hefur lent i djöflagildru. Hún er fórnarlamb megrunar-
lyginnar, sem hefur talið henni trú um að líkaminn eigi alla sök á ó-
hamingju hennar. í stað lausnar, hafnar hún því miður í fangelsi
sorgarinnar.
,J€évn 'ffynateelállit lóéc tevman
35