Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 24

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 24
Takið eftir Vegna komu Bush varaforseta Bandaríkjanna - hingað til lands vill Kvennaframboðið í Reykjavík nota tækifærið og vekja athygli á því þjóðarmorði sem nú á sér stað í einu nágrannalanda Bandaríkj- anna, E1 Salvador. Sem dæmi um það ástand sem ríkir í landinu í dag má nefna að á degi hverjum finnast um það bil 50 lík á götum bæja og borga. Allt hefur þetta fólk ver- ið fjarlægt með valdi af heimilum sínum að nætur- lagi á meðan útgöngubann stendur yfir. Flestir bera merki um pyntingar, margir eru hálshöggnir, aðrir brenndir með eldi eða kemískum efnum. Mörg lík eru aflimuð. Karlmenn eru vanaðir og konum er nauðgað áður en þau eru drepin. Núna býr yfir 1/5 hluti þjóðarinnar í flótta- mannabúðum í nágrannalöndum. Af þeim eru um 70% börn undir 14 ára aldri. Um 70% allra barna í landinu undir þriggja ára aldri deyja úr næringarskorti. Þetta ástand er á ábyrgð stjórnarinnar í El Salva- dor og á sér stað í skjóii efnahagslegs og hernaðar- legs stuðnings Bandaríkjastjórnar. Um þessar mundir undirbýr Bandaríkjastjórn enn aukinn stuðning við stjórnina. Þetta er vert að hafa í huga þegar Bush sest á rökstóla með íslensk- 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.