Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 18

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 18
breytt um VERU, kvennaframboðið, kvennabaráttu al- mennt en allt er þetta tengt í okkar huga. Hlín sagði m.a. að VERA ætti að sínu mati að vera kvennapólitískt mál- gagn sem sinnti kvennamálum á víðum grundvelli, og þyrfti hún að vera vettvangur fyrir hugmyndafræðilega umræðu um kvennapólitík og kvenfrelsi, hvað þetta eigin- lega væri og hvernig best og réttast væri að vinna að fram- gangi baráttumála. Nefndi Hlín m.a. að gott dæmi um umræðu sem ætti erindi í VERU, væri umræða um af hverju kvennaframboðið í Reykjavík hafi ákveðið að taka ekki þátt í framboði til alþingis á sama tíma og einstakar konur innan framboðsins taka sig saman ásamt fleirum og stofna samtök um kvennalista, sem býður fram til al- þingis. Skyldur okkar við lesendur VERU og skyldur okk- ar við kvennabaráttu yfirleitt krefðust þess að þessi um- ræða yrði opnuð svo allir mættu vega og meta rökin, allir hefðu tök á að taka þátt, því ein höfuðskylda okkar við kvenfrelsisbaráttuna væri einmitt að vera aldrei of sann- færðar um að það sem okkur þætti rétt væri endilega hið eina rétta, gagnrýnin umræða og stöðugt endurmat á stöðunni væri lífsnauðsyn fyrir hugsjónastarf eins og okkar. Hlín ræddi áfram um ákveðin mál sem taka þyrfti meira til umræðu í VERU, t.d. launa- og atvinnumál kvenna, skóla- og uppeldismál o.fl. Þar sem markmið VERU er áð vinna að vitundarvakningu meðal kvenna, þarf bsrráttan fyrir nýjum viðhorfum að vera harðari, stinga þarf á ýmsum kýlum þessa þjóðfélags og stefna að því að VERA verði allra besta -blað landsins. Fékk þetta góðar undirtektir og vorum við allar sam- mála um að þessi mál væru brýn og væri það fyrsta skrefið að halda fund eins og þennan til að finna hvernig línurnar lægju. Jóhanna nefndi að kraftmiklar baráttugreinar ættu að vera léttar og skemmtilegar og að útlit blaðsins skipti mjög miklu máli í þessu samhengi en það þyrftum við mjög að bæta. Magdalena benti lika á að í sjálfu sér væru öll mál kvennamál, aðalatriðið væri að skrifa um málin á annan hátt, það er að segja út frá viðhorfum kvenna, en ekki endilega um önnur mál. Ekkert er sjálf- sagt í þessum heimi, en með því að sýna hlutina í nýju ljósi störfum við að vitundarvakningu og breyttum viðhorf- um. VERA var gagnrýnd fyrir að taka ekki á málum sem væru hitamál dagsins en það er erfiðleikum bundið þar sem hún kemur svo sjaldan út. Imba Hafstað taldi einnig að blaðið mætti vera nær raunveruleika okkar, ætti að taka á málum sem snerta daglegt líf kvenna og vandamál þess. Mikið var rætt um til hvaða hóps kvenna væri verið að höfða með VERU, og varð það sameiginleg niðurstaða að best væri að sá hópur sem VERA næði til væri sem allra stærstur og breiðastur en þó mætti það ekki verða á kostnað gæðanna, það er að segja VERA mætti ekki vera útvötnuð og/eða leiðinleg. Nú kom maturinn og var umræðan þá komin á það stig að okkur þótti öllum gott að taka smáhvíld, borða og slappa aðeins af. Áfram var þó haldið með að ræða hug- myndafræði og klofninga, stefnur niður í grasrót og upp í hæsta frama, og var það bæði gott og þarft þó sitt sýnd- ist hverri. Eftir þetta héldu umræður áfram og komu fram margar hugmyndir um efni sem taka ætti fyrir í VERU, um kvennahreyfingar hér og erlendis, einnig hugmyndir um nýtt greinaform t.d. það sem kalla mætti „tveggja manna tal“, þar sem tveir/tvær ræddust við um eitthvað af öllu þvi sem okkur er svo hugleikið. Mikið var síðan rætt um útlit blaðsins, og kom fram gagnrýni á það m.a. hve for- síður væru daufar og lítið trekkjandi, og var ákveðið að reyna að gera útlitið meira krassandi. Samstarfsörðugleik- um er um að kenna í mörgum tilfellum, það er að segja erfiðleikum í því að ná saman þeim konum sem að blað- inu vinna, þar sem allar erum við í sjálfboðavinnu í þessu og í a.m.k. einu öðru starfi. Ákváðum við að reyna að efla samvinnuna og tengslin milli hópanna sem starfa að VERU, og eins tengsl VERU við annað starf kvennafram- boðsins, með því að boða til eins stórfundar fyrir útkomu hvers blaðs, þar sem allar mættu og tengdu betur saman það sem unnið er að. Auglýsing um fundinn yrði hengd upp og eru þar allir velunnarar blaðsins velkomnir. Einnig var talað um að eftir að VERA kemur út í hvert sinn yrði hún rædd á félagsfundi (sem haldinn er mánaðarlega) svo gagnrýni kæmi fram strax, ásamt hrósyrðunum og þannig væri stöðugt unnið að stefnumótun og endurbótum. Um tvöleytið voru flestar orðnar nokkuð þreyttar, margar á leið á aðra fundi eða í fyrirhuguð helgarferðalög svo ákveðið var að láta þessu þá lokið. Vorum við allar sammála um að fundurinn hafi verið bæði gagnlegur og skemmtilegur, og slíkt þyrft að endurtaka að nokkrum mánuðum liðnum. Minnist þess þá einhver að þennan dag var rétt rúmlega ár liðið síðan fyrsti ritnefndarfundur VERU var haldinn, skemmtileg tilviljun og táknræn. Von- um við að lesendur hafi eitthvert gagn eða gaman af að fylgjast svo með starfinu á VERU, hefur þó verið stiklað á stóru og mörgu verið sleppt sem rætt var um af ákafa. Við minnum á að allar verða að leggjast á eitt um að gera VERU sem veglegasta og þiggjum allar ábendingar með þökkum og hvetjum allar þær sem áhuga hafa á starfinu til að hafa samband. Kristín Kœru lesendur, ritnefndin óskar eftir bréfum frá lesendum um hvað þeim finnst um efnið í VERU, og eftir grein- um, ljóðum og sögum og fleiru sem gaman væri að birta. Dragið nú fram pappír og penna, og skrifið niður og og sendið okkur það sem svo lengi hefur beðið eftir að komast á blað. Ritnefndin heldur fundi á mánudögum og föstu- dögum kl. 17, og oftar ef þarf. Komið, skrifið, eða hringið, við bíðum! Bestu kveðjur, VERA. Smásagnasamkeppnin, athugið! Skilafrestur í smasagnasamkeppninni var fram- lengdur til 1. ágúst, og munið að verðlaunin eru 5000 kr. VERA áskilur sér rétt til birtingar á sigursög- unni, og skorar á konur að drífa nú í að senda inn sögur í samkeppnina. Handrit seindist: Ritnefnd VERU Hótel Vík Vallarstræti 101 Reykjavík „Smásaga“ Handrit séu merkt með dulnefni en rétt nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Dómnefndina skipa þær Dóra Guðmundsdóttir, verslunarmaður. Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur. Ragnhildur Richter BA í islensku. — best væri aö sá hópur sem VERA næöi til væri sem ailra stærstur og breiöastur... — vettvangur fyrir hugmyndafræöilega umræöu um kvenna- pólitik og kvenfrelsi.. — gagnrýnin um- ræöa og stööugt end- urmat á stööunni er lífsnauösyn... — öll mál eru kvennamál, aöalat- riöiö er aö skrifa um málin á annan hátt, þx.u.s. út frá viöhorf- um kvenna... — rétt rúmlega árliö- iö síöan fyrsti rit- nefndarfundur VERU var haldinn... 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.