Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 17

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 17
HVERNIGÁ VERA AÐ VERA? — það er spurningin Laugardaginn 11. júní var haldinn fundur um málefni VERU. Var hann haldinn á Torfunni og upp úr níu fóru konur að tínast inn í herbergið undir súðinni, svefn- drukknar og flestar hálf úfnar. Þetta varð um fimmtán kvenna hópur; ritnefndarkonur, dreifingarhópur og aug- lýsingastjóri, þær sem unnu að Borgarmálablaðinu og aðrar áhugasamar um efnið. Um hálftíu byrjaði fundurinn formlega með því að Magdalena gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu blaðsins og ræddi rekstur og dreifingu í því samhengi. Peningar virðast alltaf vera vandamál, en VERA er í þeirri merki- legu aðstöðu að ef allir áskrifendur borguðu áskriftir sín- ar reglulega þá dygði það til að borga kostnaðinn við út- gáfuna að öllu leyti. Því miður þá eru okkar 1200 áskrif- endur ekki nógu skilvísir svo enn sem komið er erum við háðar lausasölu og auglýsingum. Rætt var um nauðsyn þess að styrkja stöðu blaðsins svo að hægt verði að ráða rekstrarstjóra til að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri, peningamálum, samskiptum við prentsmiðju og aðra utanaðkomandi aðila. Til þess að það sé mögulegt þarf að auka áskrifendafjöldann — 2000 áskrifendur, það er markmið okkar á þessu ári. í því skyni var ákveðið að sérstakur áskrifta og auglýsingahópur tæki til starfa. Eini launaði starfsmaður blaðsins er auglýsingastjórinn hún Guðrún og ræddi hún um auglýsingamál, en síðan ræddi Steinunn Hjartar um dreifingarmálin, og bar öllum sam- an um að þó svo að allt gangi nokkuð vel og VERA standi alltaf skil á sínu, þá sé nauðsynlegt að vinna vel að þessum praktísku málum — ekki síst þar sem við erum að gefa út eina íslenska tímaritið/blaðið sem er málgagn kvenfrelsis og virkt afl í kvennabaráttu. Jóhanna og Magdalena gerðu síðan grein fyrir samningum við Alprent, sem taka að sér setningu og umbrot VERU. Er þessi breyting komin í framkvæmd og var hún gerð til hagræðingar fyrir rit- nefndina, en prentun verður áfram í prentsmiðjunni Hól- um. Vonum við að þessi breyting mælist vel fyrir hjá les- endum. Eftir þessa umræðu var gert smáhlé, margar not- uðu tækifærið til að teygja úr þreyttum skönkunum úti á torfunni en aðrar gengu í að útvega meira kaffi, sem drukkið var í lítratali þennan morgunn. Mikið höfum við í ritnefndinni rætt um innihald og stefnu VERU, og það hafa aðrar kvennaframboðskonur og margir annarra lesenda gert líka, öllum til gagns. Hvað viljum við með VERU? var spurningin sem ræða átti eftir hlé á fundinum, og opnaði Hlín umræðuna. Nokkur grundvallaratriði setti hún fram en ræddi annars vítt og — því miður eru okk- ar 1200 áskrifendur ekki nógu skilvisir... -L 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.