Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 7

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 7
En það er með þau eins og aðra vinnu — ef maður er vansœli þá reynir maður að finna sér eitthvað annað. Hitt er svo allt annað mál, að alveg eins og það getur verið ofsa- lega gaman að fara í strcetó (hringferð með fjölskyldunni á regnvotum sunnudegi!) Þá getur verið gaman að elda mat, bakapönnu- kökur eða sjóða sultu. En það er ekki vegna matarins, kakanna eða sultunnar, heldur vegna andrúmsloftsins, stuðnings, notaleg- heitanna og hugarfarsins. En sem sagt, flesta daga eru þetta allt bara verk sem þarf að vinna Iþágu heimilisfólksins alls og eng- in sérstök ástæða til þess að ein manneskja taki þau að sér fremur en aðrir á heimilinu. Nema kringumstæður krefjist þess og þá sem sagt, verður það vinna þeirrar mann- eskju. Sú vinna er svo sem ekkert ómerki- legri en hver önnur. Æ, Edda mín, svona gœti maður haldið áfram slitendalaust. Væri nú ekki nær að þú kæmir við hjá okkur eitthvert kvöldiá Við erum sko ekki sjálfs- óryggið uppmálað og þú myndir hjálpa okkur jafnmikið og við þér. Allt veltur þetta líklega áþví að vita hver maður er, sortera þræðina sína og reyna að vinda í hnykil. Það skiptir máli að hafa ein- hvern til að halda hönkinni. — Já og sam- viskubitið. Ég fœ það oft og þá fyrir að vera svona hörð á meiningunni — þú veist þegar allt fer í háaloft af því að ég saumaði ekki töluna á skyrtuna hans! En það gerist œ sjaldnar, ég meina þetta með háaloftið. Ég myndi gera honum þann greiða að sauma töluna ef hann bæði mig sjáðu, en ég geri það ekki af því mér beri nein skylda til þess. Og ef samviskubitið kemur þá reyni ég að muna hvaðan það er ættað og bít á móti. Fast! Kœr kveðja, Malla. CtCt&va, óirlfla Við lestur bréfsins hennar Eddu í síðasta tölublaði Veru fór ég að velta fyrir mér, rétt einu sinni enn, þessu með tætinginn innan í mér. Auðvitað er ég henni sammála um það sem hún bendir á með konuna innan í mér sem gjarnan vill vera heima og dúlla sér í faðmi fjölskyldunnar og svo hina konuna sem hendist í vinnuna utan heimilisins og togstreituna á milli þessara tveggja kvenna. En innan í mér eru bara ennþá fleiri konur að togast á um sálina í mér. Ég œtla ekki í dag að nefna konuna sem sífellt er með sam- viskubit yfir að fara frekar á fund hjá Kvennaframboðinu helduren að vera heima hjá karlinum sínum og krökkunum að lokn- um löngum vinnudegi utan heimUis. Sér- staklega í þau skipti sem fundirnir hafa ef til vill ekki verið mjög árangursríkir, eins og verða vill af og til. Nei, ídag ætla ég að snúa mér að konunni sem langar til að læra svolitið meira. Fara aftur ískóla og nýta sér þau „mannréttindi" sem skólaganga er. Það var gaman daginn sem öldunga- deildin var stofnuð. Ég var ein af þessum 2—3 hundruðum sem stormuðu af stað. Það var svo greinilegt strax í upphafi að konur voru I stórum meirihluta. Og þessar konur komu úr öllum áttum og áttu sér afskaplega mismunandi sögur en eitt áttu þær þarna sameiginlegt að þœr langaði til að lœra meira. Og þar kom það rétt einu sinni í Ijós hvað konur eru konum mikill styrkur þegar á reynir. Samvinna kvennanna sem þarna hittust ef til vill ífyrsta skipti var mjög lær- dómsrík. Við stundum saman yfir stærð- fræðinni, en höfðum hana þó undir að lok- um og pældum í hugmyndasögu fram á morgun og svo framvegis og svo framvegis. Það varalveg ómetanlegt að finna samstöð- una. Kennslan í Öldungadeildinni fór öll fram utan venjulegs vinnutíma. Það auðveldaði útivinnandi konum að njóta kennslu og heimavinnandi húsmœður komust að heim- an þegar eldri börn eða pabbarnir komu heim og gátu tekið við gæslu á yngri börn- unum. Þó gœti ég trúað að einstæðar mœð- ur með ung börn hafi átt erfiðast með að notfæra sér þessa kennslu. Að loknu stúdentsprófi var haldið upp í Háskóla. En þá fór að kárna gamanið. Öll kennsla fór fram á venjulegum vinnutíma. Það fór að verða erfiðara að komast í tíma. Þessi samheldni hópur sem hafði myndast í öldungadeildinni tvístraðist að sjálfsögðu í hinarýmsu deildir. Giftar konur koma ekki börnum sínum á barnaheimili nema í und- antekningar tilfellum. Leikskólar eru annað hvort fyrir eða eftir hádegi og passa sjaldn- ast við stundarskrár Háskólans. Dag- mömmur eru of dýrar, sérstaklega þegar konan er hœtt að ajla verulegra tekna utan heimilis. Þó geta heimilistekjurnar verið of háar til að hœgt sé að fá námslán. Sumar deildir eins og verkfrœði- og raunvísinda- deild gerir kröfur til að lokið sé ákveðnum fjölda námseininga á ári, sem ekki er til að einfalda málið. Það er erfitt að skila góðum námsárangri með stórt heimili sem auka- getu. Þó þekki ég nokkur dæmiþess að kon- ur með stóra barnahópa hafa glansað í gegnum námið sitt — en það eru alltaf til hversdagshetjur sem seiglast í gegnum hvað sem er. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki vœri hægt að bæta aðstöðu tilfullorð- insfræðslu, eða endurmenntunar eða hvað maður nú vill kalla það. Ef við tökum Há- skólann sem dœmiþá finnst mér að það ætti að vera hægt án stórkostlegra útgjalda, að auðvelda t.d. konum sem þurfa að sinna heimilum sínum á venjulegum vinnutíma og öðrum þeim sem þurfa eða vilja vinna með námi, að sœkja tíma í Háskólanum ef 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.