Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 19

Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 19
NÝR MIÐBÆR — mistök í skipulagsmálum Eitt af stóru málunum í skipulagsnefnd um þessar mundir er skipulag nýs miðbæjar við Kringlumýrarbraut. Teiknistofan h.f. Ármúla 6 hefur nú skilað skipulagstil- lögu að svæðinu en í henni er m.a. gert ráð fyrir 230 íbúð- um, Borgarleikhúsi, Húsi verslunarinnar, hóteli, Borgar- bókasafni, prentsmiðju og skrifstofum fyrir Árvakur (Morgunblaðið), íbúðum fyrir aldraða, Verslunarskólan- um og svo rúsínunni í pylsuendanum, Stórmarkaði og Kaupvangi á vegum Hagkaupa. Risavaxinn stórmarkaður Flest eru þessi fyrirtæki stór í sniðum og þurfa mikið landrými þannig að ljóst er að þessi miðbær verður frem- ur stórgerður en smáfríður. Þó tekur nú steininn úr þegar að Hagkaupum kemur. Þeirra hlutur á svæðinu verður um 30 þúsund m2. Þar af fara um 20 þúsund m2 undir stór- markað og um 10 þúsund undir ýmsar smáverslanir í tengslum við stórmarkaðinn. Þessum ósköpum fylgja um 900 bílastæði bæði ofan- og neðanjarðar. Til samanburð- ar má svo geta þess að húsnæði Hagkaupa í Skeifunni mun vera um 6 þúsund m;. í þessu máli er ekki við hönnunina að sakast, þeim var uppálagt af Sjálfstæðismönnum í skipulagsnefnd og borgarráði að gera ráð fyrir Hagkaupum á þessu svæði. Þegar verið var að ganga frá forsögn að skipulagi svæðis- ins í byrjun nóvember á síðasta ári (en forsögn er sá rammi sem borgaryfirvöld setja skipulagsvinnunni) urðu miklar deilur um það innan skipulagsnefndar hvort stórmarkað- ur ætti heima í nýjum miðbæ eða ekki. Fulltrúi Kvenna- framboðsins i nefndinni flutti þá tillögu um að ekki yrði gert ráð fyrir stórmarkaði í forsögninni, hlutfall verslunar á svæðinu yrði minnkað til muna en íbúðabyggð aukin að sama skapi. Röng staðsetning Það sem lá til grundvallar þessari tillögu er m.a. sú stað- reynd að á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar eru í dag u.þ.b. 12.300 starfstækifæri umfram íbúa en hins vegar er skortur á starfstækifærum á austursvæðum borgarinnar. Stöðug útþensla borgarinnar til austurs hefur haft í för með sér aukið misræmi milli starfstækifæra annars vegar og búsetu hins vegar, sem leiðir aftur af sér stöðugan um- férðarstraum frá einum enda borgarinnar til annars. Stór- aukin íbúðabyggð í Kringlumýrinni hefði verið skref í þá átt að snúa þessari öfugþróun við. En fleira kom til. í greinargerð með tillögunni er m.a. bent á að flutningsgeta Miklubrautar mun nú þegar full- nýtt. Stórmarkaðir séu mjög umferðarskapandi og þvi megi reikna með að stórmarkaður í nýjum miðbæ hefði í för með sér óæskilegt umferðarálag á gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Að auki er vakin athygli á því að í dag komi um 31% af viðskiptavinum Hagkaupa frá sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og um 26% frá grannsveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ætti að vera óþarfi að láta þessa umferð fara i gegnum borgina þvera og endilanga og því mun nær að staðsetja stórmarkaði, ef menn á annað borð telja þá æskilega, við gatnamót sem liggja beint við grannsveitarfélögunum, landsbyggðinni og íbúum austursvæða Reykjavíkur. Þá er líka á það bent að nauðsynlegt sé að auka þjónustu við Breiðholtsbúa m.a. með að efla mjög verslun í Mjóddinni. Uppbygging verslunar í nýjum miðbæ myndi hins vegar hugsanlega draga úr uppbyggingu í Mjóddinni. Að lokum var svo í greinargerðinni lögð áhersla á að nauðsynlegt sé að taka stefnumótandi afstöðu til stórmarkaða t.d. hvað varðar æskilega stærð og staðsetningu þeirra. Það þarf varla að taka það fram að tillaga Kvennafram- boðsins fékk engan hljómgrunn innan skipulagsnefndar og þess vegna er stórmarkaðurinn samgróinn þeirri skipu- lagstillögu sem nú liggur fyrir. Umferðarmálin óleyst Það liggur í hlutarins eðli að þar sem eru stórmarkaðir þar eru bílar rétt eins og mý á mykjuskán. Og það er ekki nóg að útvega þessum bílum stæði, þeir þurfa líka að komast að og frá svæðinu. Eins og fyrr segir er flutnings- geta Miklubrautarinnar talin fullnýtt þannig að búast má við að þar og í nærliggjandi götum skapist umferðaröng- þveiti á háannatímum verslunarinnar, en það er einmitt sami tími og stór hluti fólks er á leið heim frá vinnu. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um umferðarmál í tengslum við nýjan miðbæ, — þau eru einfaldlega óleyst. Er það ófyrirgefanleg vanrækslusynd sem án efa á eftir að vekja upp margan illmúraðan drauginn. En engum er alls varnað, — ekki heldur Borgarstjórn Reykjavíkur. Um- ferðarnefnd borgarinnar hefur haft skipulagstillöguna til umfjöllunar og mun víst ekki lítast meira en svo á hana. Þegar þetta er skrifað (þann 6. júlí) hefur nefndin ekki enn sent frá sér neina umsögn um tillöguna en eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða á fundi hennar þann 29. júní: „Umferðarnefnd varar við því að samþykkja fyrir- liggjandi tillögu um nýjan miðbæ nema áður sé rækilega kannað hvaða afleiðingar það hafi fyrir umferð til og frá svæðinu og um það“ — isg. — Nauðsynlegt sé að auka þjónustu við Breiðholtsbúa m.a. með að efla mjög vcrslun í Mjóddinni. — Þessum ósköpum fylgja um 900 bíla- stæði bæði ofan- og neðanjarðar. — En engum er alls varnað — ckki heldur Borgarstjórn Reykja- víkur — Stööug útþensla borgarinnar til aust- urs hefur haft i för með sér aukið mis- ræmi milli starfs- tækífæra annars veg- ar og búsetu hins veg- ar 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.