Vera - 01.10.1983, Page 3
Fera og karlarnir
Ég las bréf Svölu Sigurleifsdóttur í síð-
ustu Veru og var sammála henni um margt.
Auðvitað á Vera að taka viðtöl við listakon-
ur og spyrja þœr spjörunum úr um það sem
þœr eru að fást við. En hefur Vera mótað
einhverja stefnu í viðtalapólitík? Mérfannst
það stór spurning hvort Vera eigi eingöngu
°g alltaf að fjalla um konur. Ég hef líka
úhyggjur af karlmönnum. Meðan við geys-
umst fram ogskrifum, sköpum og menntum
okkur, sitja þeir eftir og eru til einskis nýtir.
Eða varþetta kannski einum of djúpt íárina
tekið?Eg vilað Vera fjalli líka um karlmenn,
tali við þá spyrji þá t.d. um það hvernig það
séað vera karlmaður ídag. Auðvitað erþað
verk þeirra sjálfra að taka sig í gegn, en ég
er nu samt svo hlynnt karlmönnum og annt
um þá, ekki bara sem frjótœkna, heldur
Persónur og manneskjur, að mér finnst tími
til kominn að við kvennasprengjur förum
uð bremsa og líta um öxl. Ég vilþví leyfa mér
að stinga upp á því að það verði alltaf eitt
viðtal við KARLMANN í hverju blaði aj
Eeru, tilþess að hafa dálítið fútt í hlutunum.
Auðvitað getaþau verið betri en viðtalið við
Einar. En málið er bara, að við fáum litlu
áorkað með okkursjálfar, ef við þorum ekki
að mœta karlrembusvínunum. Það þarf ein-
mitt að salta þau í bili. Hvernig við förum að
því er náttúrlega önnur spurning. Er ekki
einmitt gott að menn eins og Einar
Hákonarson hafi afhjúpað karlveldislegar
yfirgangslegar tilhneigingar sínar, því fleiri
sem afhjúpa sig, því betra
Kveðjur frá Hrafnhildi.
Ágæta Hrafnhildur!
Ritnefndin þakkar gott innlegg í umræð-
una um hvernig blað VERA á að vera, en í
síðasta tbl. (4/1983) er einmitt sagt frá fundi
sem haldinn var um málefni VERU. Þér
finnst stór spurning hvort VERA eigi ein-
göngu og alltaf að fjalla um konur. Þó er
VERA eina málgagn kvenna í þessu landi. I
VERU getum við fjallað um öll mál út frá
sjónarhóli kvenna. Tekið á málum á okkar
hátt. Við stefnum að vitundarvakningu
nteðal kvenna og karla, breyttum viðhorf-
um og nýrra og betra gildismati. Og nú eig-
um við VERU til að koma þessu á framfæri.
Okkur er að sjálfsögðu annt um karlmenn!
Sjálfar eigum við eiginmenn, feður og syni.
Þig langar til að heyra hvað karlpeningurinn
hefur að segja — í VERU. — A meðan við
°pnum ekki svo útvarpið, sjónvarpið eða
hlöðin, án þess að svo til eingöngu karlar séu
sPurðir hvað þeim finnist, hvað þeir eru að
gera og hvernig þeir ætli að stjórna og allt
það.... Á meðan svo er ástatt í þjóðfélagi
°kkar, verðum við að sinnamálstað kvenna.
Það verður ekki fyrr en að í þjóðfélaginu
tíkir meira jafnrétti, sem við gefum þeim
meira pláss í blaðinu okkar. En fram að því
yerðum við að fjalla um þá (eða ekki) eftir
okkar eigin höfði. Það er einmitt til umræðu
núna í ritnefndinni að helga eitt blað karl-
mönnum! Verður fróðlegt að sjá þá umfjöll-
un ef af verður. — Það er ekki til neins við-
talapólitík í VERU, ekki enn a.m.k. En það
er reynt að fjalla um mál sem konur hafa
áhuga á.
VERA er okkar eina málgagn. Við þurf-
um fleiri blöð. Þú talar um að þora að mceta
„karlrembusvínunum". — / VERU getum
við einmitt byggt okkur upp til að mœta
þeim. En við förum ekki að draga í land, við
kvennasprengjurnar, fyrr en við erum
komnar vel á skrið — og því miður þá er
baráttan rétt að byrja. Lítum bara í kringum
okkur. Við þurfum ekki að bremsa okkurl
Við þurfum að setja allt í gang, kitla petal-
ann og gefa í botnl
Bestu kveðjur,
VERA
Föt og kvenréttindi
THVeruí
Imaíblaðinu sá hún grein um föt og kven-
réttindi. Þarkom m.a.framað kvenréttinda-
konur hafa líka áhuga á útliti sínu, lái þeim
hver sem vill.
Hvers vegna að flokka fólk yfirleitt eftir
því hverju það klœðist? Hvaða máli skiptir
t.d. hvort fólk notar dýr efni, ódýr efni,
gerviefni o.s.frv. Því ekki að leyfa fólki að
opna munninn áður en fordœming hefst?
Grein þessi fyrrnefnda kom henni til að
huga að ástandi hennar í dag. Hún, fjögurra
barna móðirin, gœfi allt fyrir að fá að vera
alein aftur. Enginn eiginmaður, engin börn,
verða frískleg eins og konurnar á myndun-
um er fylgdu greininni. Hún var svo þreytt.
íþrjú ár hafði hún ekkert gert nema hugsað
um mann og börn. En var þetta samt ekki
einum of mikið? Margar konur hugsuðu
bœði um heimili og börn og auk þess að
vinna úti, sem sagt tvöfalt vinnuálag. Hún
reyndi sífellt að finna ástœður þessarar
miklu þreytu sem hélt sig að mestu I höfð-
inu. Var starf hennar einskis metið? Gat það
verið að enginn tœki eftirþví sem hún var að
gera á hverjum einasta degi? Stafaði þetta
kannski bara allt af svefnleysi? Hún vissi að
svefnleysi gat haft alvarlegar afleiðingar,
það hafði hún heyrt íþœttinum eftir hádeg-
ið á laugardögum.
Hvað, hún reyndi að láta á engu bera, tók
öllu með jafnaðargeði, dagurinn leið með
bros á vör og léttri lund. Upp á síðkastið
hefur þetta reynst erfitt og gerist ce erfiðara.
Eina hugsun hennar í dag er að komast í
burtu frá þessu öllu saman. Hún minnti
sjálfa sig á að kvennafrídagurinn hefði ver-
ið fyrir 8 árum ogýmislegt hefði áunnistsíð-
an, hún heyrirþetta a.m.k. Varhún virkilega
með sjálfri sér? Þyrfti hún ekki að leita sál-
frœðings eða e-s sérfrœðings?, nei, hún vissi
svo vel hvað var að og vildi burt áður en um
seinan.
Aftur að fötum og kvenréttindum. Þœr
voru sannarlega vel klœddar kvenréttinda-
konurnar. Hún leit á kjólinn sinn úr hveiti-
pokunum frá Gísla bakara. Á 3ja ára fresti
litar hún þennan kjól svo hann verður sem
nýr, en samt svo notalega gamall. Batikfata-
litir eru að vísu dýrir en þeir endast betur en
fatalitirnir sem fást í Kaupfélaginu. (Allt I
einu mundi hún eftir, að buxuraf honum og
aðrar til af henni biðu litunar frammi í
vaskahúsi.)
Ofan á allt annað finnst henni mjög gott
að borða. Hefur vanist því frá barnæsku að
þykja allur matur góður. Annað var ekki
hœgt.
Hún kemst heldur ekki á kaffihúsin, í
leikhúsin, tónleikahúsin, myndlistahúsin og
hvað það nú allt heitir.
Hennar andlega upplyfting eru pönnu-
kökur með kaffinu I dag, vöfflur á morgun.
Alltaf skal það vera hún sem borðar mest.
Hún getur ekki hœtt þegar hún er einu sinni
byrjuð, þetta er allt svo gott.
Nú getur hún bara ekki meira. Hún er svo
yfir sig þreytt á þessu öllu saman, kannski
mest á konunum á myndunum með kven-
réttindagreininni. Af hverju þurftu þessar
myndir að fylgja? Ekkert persónulegt þó,
hún gerir sér það vel Ijóst að það er hún en
ekkiþœr sem orsakar alla þessa spennu inni
í henni Kæra Vera! yngsta barnið er vaknað
og bláköld alvaran blasir við.
Þakka þér allt sem þú þó veitir mér.
R.G.
3