Vera - 01.10.1983, Page 12

Vera - 01.10.1983, Page 12
Ævintýrakvendi. Orðið er neikvætt, því samkvæmt hefð- um og venjum eiga konur að vera settlegar, halda sig innan veggja heimilisins og vera fjölskyldunni til sóma í hvívetna. Menn hafa alltaf verið hræddir við konur sem hafa farið sín- ar eigin leiðir, slíkt raskar samfélagsgerðinni. í mannkyns- sögunni segir fátt af ævintýrakonum eða konum sem gerðu merka hluti. Það er ekki fyrr en á síðari árum eftir að farið var að kanna sögu kvenna að slíkar kvinnur hafa verið dregnar fram í dagsljósið eða minning þeirra rifjuð upp. Ein slíkra var Flora Tristan. Hún tilheyrði þeim hópi hugsjóna- fólks sem kenndur var við útópískan sósíalisma (nafngiftin er kom frá Marx og Engels, en þeirtöldu hugmyndir þeirra heldur óraunhæfar). Saga Floru Tristan er merkileg. Hún reis upp gegn ríkjandi hefðum, skildi við manninn sinn, ferðaðist alla leið til Perú í leit að föðurætt sinni, skrifaði bækur og fór um til að ná eyrum þeirra sem hún vildi tala við, en það var verkafólk Frakklands, karlar og konur sem bjuggu við sára eymd. 12

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.