Vera - 01.10.1983, Side 14

Vera - 01.10.1983, Side 14
Konur krefjast friðar Föstudaginn 26. ágúst sl. lauk friðargöngu nor- rænna kvenna frá New York til Washington. I tilefni þess efndu íslenskar konur til útifundar á Lækjar- torgi í Reykjavík undir heitinu Friðarfundur kvenna. Að fundinu stóðu konur úr Kvennalistanum, Kvennaframboðinu, Alþýðubandalaginu, Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokknum, ásamt stjórn Fóstrufélags ísiands. Fundurinn sem var hinn fjölmennasti hófst á því að hin alhressa söngsveit kvennaframboðsins söng 2 lög. Ávörp fluttu þær Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Dalla Þórðardóttir, Sigrún Sturludóttir, Guðrún Helgadóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guð björg Linda Rafnsdóttir og Auður Eir Vilhjálms- dóttir. Fundastjóri var Kristín Kvaran. Fundinum lauk síðan með því að söngsveitin tók lagið. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Friðarfundur kvenna haldinn 26. ágúst 1983 ályktar að skora á ríkisstjórn íslands að gera nú þegar allt sem í hennar valdi stendur til að stuðla að því, að kjarnorkuvopn verði afnumin í austri og vestri, að ný kjarnorkuvopn verði ekki staðsett í Evrópu, að Norðurlönd verði lýst kjarnorkuvopna- laust svæði, að nú þegar verði stöðvaðar allar til- raunir, framleiðsla og dreifing allra gerða kjarnoku- vopna og að því gífurlega fjármagni sem nú rennur til vopnasmíða verði varið til að tryggja fæðu og atvinnu í heiminum“. Hér á eftir birtast öll ávörpin utan ávarps séra Döllu Þórðardóttur sem mun því miður hafa glat- ast.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.