Vera - 01.10.1983, Síða 18
Sigrún Sturludóttir:
,Ekki lausn að
granda lífi“
Góðir áheyrendur,
Við viljum ekki kjarnorkustríð, við viljum ekki sætta
okkur við að framleidd séu stöðugt fleiri og hræðilegri
vopn.
Við viljum vernda jörðina sem dvalarstað fyrir
manneskjur, dýr og jurtir. Jörðina fyrir lífið.
Við þurfum ekki á fleiri kjarnorkuvopnum að halda.
Við þurfum engin, kjarnorkustríð er ekki hægt að tak-
marka. Það er enginn sem vinnur siíkt stríð — því tapa all-
ir. Við vitum hvað slík styrjöld hefur í för með sér, milli
stórveldanna. Á hverri sekúntu munu deyja jafnmargir og
í allri síðari heimstyrjöldinni. — Á nokkrum klukku-
stundum verður heimskringlan okkar orðin geislavirkur
öskuhaugur, rjúkandi rúst.
Við vitum að kjarnorkuvígbúnaðurinn er hvað mestur
í hafinu umhverfis fsland og allar horfur eru á að hann
fari vaxandi í náinni framtíð er ekkert samkomulag næst
um að stöðva hann.
Hvað verður um okkur íslendinga ef slys henti kjarn-
orkukafbát við fslandsstrendur? Þorum við að hugsa þá
hugsun til enda.
Allir sem vilja vinna að friðarhugsjóninni verða að taka
höndum saman um að koma leiðtogum heimsins í skiln-
ing um að framleiðslu ógnarvopna verður að stöðva —
hvar sem er í heiminum. Við skulum ekki falla í þá gryfju
að kenna einvöðungu öðrum aðilanum um stríðsæsingar.
Það má ekki nota stríðsótta og friðarvilja almennings
til að skara eld að einhverri pólistískir köku. — Það er
krafa hvers heilbrigðs manns að leiðtogar kjarorkuveld-
anna láti skynsemina ráða og útrými óttanum og öryggis-
leysinu, sem mannkynið býr við.
Ólafur Jóhannesson fyrrum utanríkisráðherra sagði í
ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna: „Að vopna-
kapphlaupið væri að því leyti ólíkt öðrum kapphlaupum
að því hraðara sem menn hlaupa því meiri líkur eru á að
allir tapi“. Þess vegna má trygging öryggis ekki snúast um
að ná hernaðarlegum yfirburðum.
Menn verða að læra að það er ekki lausn að granda lífi.
Hjálpumst öll við að útbreiða frið og látum ekkert aftra
okkur frá að taka þátt í umræðum um frið og friðarhreyf-
ingar, hvar í flokki sem við stöndum.
Við tökum undir með konunni að austan sem segir:
„Berum upp alls staðar bænina um frið,
bænina stærstu sem nú þekkjum við,
bænina einu, sem bjargað nú fær
barninu frá í gær.
Fjölkvenni var á fundinum(ijósm. Þjóðviljinn)
Guðrún Helgadóttir:
„Við mótmælum
öllum herjum“
Því miður getum við ekki birt ávarp Guðrúnar Helga-
dóttur í heild sinni þar sem það mun hafa glatast. Eftirfar-
andi úrdráttur birtist í Þjóðviljanum og höfum við fengið
leyfi til að birta hann:
„Sérhver heilvita maður veit, að þau vopn, sem mann-
kynið hefur nú undir höndum, nægja til að margeyða öllu
lífi á jörðinni. En áfram er haldið, og við tökum þátt í
þessum ljóta leik með aðild að hernaðarbandalagi. At-
Iantshafsbandalagið hefur í dag heiðrað Iand okkar og
þjóð með því að senda okkur 5 herskip, sem fylla sundin
blá með gínandi fallbyssukjafta og oddhvassar eldflaugar.
Við íslenskar konur mótmælum þessari heimsókn, við
mótmælum þessum bófaleik fávísra stjórnmálamanna
sem handleika fjöregg mannkynsins eins og leikfang væri.
Við mótmælum veru erlends herliðs í landi okkar við mót-
mælum tilvist allra herja, við mótmælum framleiðslu
kjarnorkuvopna og viðurkennum ekki, að mannkynið
þurfi að búa við það sem stjórnmálamenn nefna jafnvægi
óttans. Konur heimsins treysta sér til að lifa í friði við aðr-
ar manneskjur og leysa vandamál þjóða á annan hátt en
að eyða löndum og myrða þjóðir. Við leggjum glaðar á
okkur þjáningar við að fæða af okkur ný líf, við þekkjum
gleðina við að ala þau og fóstra, við viljum tryggja þeim
friðsælt og farsælt Iíf. Við hlustum ekki lengur á þrástagl
stórveldanna um, að vígbúnaður eins sé til að verjast árás-
um hins. Við höfum aldalanga reynslu allra mæðra heims-
ins af að leysa úr klögumálum, sem rökstudd eru með al-
kunnri staðhæfingu: „En hann byrjaði". Og við höfum
hingað til leyst þau á friðsaman hátt.
Við skorum á allar íslenskar konur að mynda órofa
samstöðu gegn vitfirringunni og taka höndum saman,
hvar sem stöndum I flokki eða fylkingu, um að verja það
sem við eigum dýrmætast:
„Lífió sjálft“.
18