Vera - 01.10.1983, Page 26
Grænlandsferð 1983
Hans Egede gnœfir yfir byggðinni
Þegar Ijóst var í vor aö ég yröi ein af sjö fulltrúum Reykja-
víkurborgar, sem ætti þess kost aö fara til Nuuk í sjö daga
opinbera heimsókn, var mér fyrst fyrir aö rifja upp barna-
skólalandafræöi mína. Og ég komst aö því aö hún var af af-
ar skornum skammti.
Jú, ég vissi aö Grænland var stærsta eyja jaröar — reynd-
ist viö nánari athugun vera 2,1 millj. ferkm. Óstaðfestar
fréttir sögöu landiö jafnstórt og allt meginland Evrópu. Jafn-
framt komst ég aö því aö strandlengjan er 40 þús. km. löng
og landiö er að mestu þakið 3 km. þykkum jökli. íbúafjöldi
er 51.435 og af þeim búa um 40 þús. í bæjum. Innfædda
köllum viö Eskimóa en sjálfir nefna þeir sig Inuita-menn. í
æsku haföi ég lesið allt sem ég komst höndum undir af frá-
sögnum ferðalanga um Grænland og líf Eskimóa fyrir alda-
mót. Þærfrásagnir höfðu hrifiö mig mjög og lengi haföi mig
dreymt um aö komast til Grænlands og nú átti þessi draum-
ur aö rætast.
En hvaö var Nuuk? — Grænlensk nöfn á stööum voru
mér framandi. Eftir nokkra leit komst ég aö því aö Nuuk
(nes) er höfuðborg landsins, sú er danir nefna Godtháp —
Vonin blíö — er Hans Egede gaf nafn þegar hann settist þar
aö fyrir 250 árum til þess aö boöa ,,skrælingjunum“ kristna
trú og eiga viö þá viðskipti — þeirri iðju sinnti hann í 8 ár,
en snéri þá til föðurhúsanna. Synir hans héldu starfi hans
áfram, bæöi andlegu og veraldlegu allt til ársins 1774, en þá
tók danska ríkið formlega við völdum á Grænlandi og lagði
landiö undir krúnuna. Ariö 1974, þegar viö gáfum sjálfum
okkur þjóðargjöfina, opnuöum hringveginn og hlupum um
landiö meö logandi kyndla í minningu 11 alda byggöar, átti
K.G.H., Kongelig Grönlands Handel, 200 ára afmæli.
Og í fyrra, sællar minningar, var annars afmælis minnst
á Grænlandi, aö vísu aöeins af hinum hvíta kynstofni og
sérlegum grænlenskum vinum hans. Þaö var þegar drottn-
ingar, prinsar, forsetar og landstjórar héldu uppá aö 1000 ár
voru frá því Eiríkur rauði villtist til Grænlands. Allir græn-
lendingar meö sjálfsvirðingu og þjóöarstolt héldu sig fjarri
þeirri hátíö aö því er mér var sagt. En Tuborg límdi hátíöar-
miöa á ölflöskurnar sem fóru á Grænlandsmarkaö og á
þeim stendur á grænlensku „Grænland 1000 ára”! Græn-
lensk kona, kófdrukkin, gaf mér svona miöa á krá og þýddi
áletrunina með stolti — Já áhrifamáttur áróöurs, áfengis og
auðvalds er mikill.
En nú er rétt aö víkja aö ferðasögunni. Við héldum af staö í
Graenlandsferðina 29. maí s.l. Eftir 4 klst. flug lentum við í Syðra
— Straumsfirði. Þar er fátt sem gleður augað — Natobase er á
staðnum og virðist fylgja slíkum stöðum ömurleiki og auðn. — Jú,
og bygging ein mikil sem rýmir heljarstóra flugstöð, kaffiteríu og
204 rúma hótel. Rekstur þess er í höndum K.G.H. og hefur það
aldrei veriö fullnýtt. Best var nýtingin 1975 eða 75%.
Frá Syðra-Straumsfirði er um klst. flug til Nuuk. Þar er einnig
flugstöð væn og þar eru aðalstöðvar Grönlandsfly. Grönlandsfly
er hlutafélag sem SAS, K.G.H. og einkaaðilar í Danmörku eiga.
Þeir sjá um allt innanlandsflug í Grænlandi og selja dýrt — 3.600
kr. kostar flugmiði milli Nuuk og Syðra-Straumsfjarðar.
í Nuuk tóku á móti okkur borgarstjóri og embættismenn tveir,
annar danskur og virtist hann raunar stjórna öllu, en borgarstjór-
inn vera nokkurs konar leikbrúða í höndum hans til þess að full-
nægja leikreglum um heimastjórn grænlendinga. Hinn embættis-
maðurinn var grænlenskur, afar bældur maður, sem læddist um
og talaði lágt. Þessi þrenning var jafnan með okkur í hinum opin-
bera hluta heimsóknarinnar. Það er rétt að taka fram strax að allar
móttökur voru hinar bestu frá hendi þessara manna, en satt að
segja fannst mér mikiö djúp vera á milli mín og þeirra og upplýs-
ingar þeirra um grænlenskt samfélag eins og uppúr handbók
saminni af dönum.
Nuuk er sem sagt höfuðstaður og stærsti bær Grænlands. Þar
búa um 9.700 manns, 1/3 þeirra danir sögðu embættismennirnir,
helmingur danir sögðu grænlendingar utan bæjarskrifstofanna.
Sveitarfélagið Nuuk nær yfir stærra svæði en bæinn. Alls teljast
í sveitarfélaginu 10.313 íbúar. Þeir 5-600 sem ekki búa I Nuuk búa
í tveimur byggðarlögum í mikilli fjjarlægð frá bænum, en flatarmál
sveitarfélagsins alls er svipað og Islands, þó vegakerfi um það séu
aðeins 45 km. að lengd. Já, Nuuk er höfðustaðurinn. Þar situr
Landsþingið, þar er eini kennaraskóli landsins, stærsta sjúkrahús-
ið, þjóðminjasafnið, eini iönskólinn, höfuðstöðvar K.G.H. og Grön-
landsfly.
í apríl sl. fóru fram kosningar á Grænlandi, bæði til sveitar-
26