Vera - 01.10.1983, Síða 30
Stúdenta-
sínuiT*
rku>"
hlutve
BylgJa
jónssou
Stefau
Schevir1g 1
I sumar hefur verið trimmað í Félags-
stofnun Stúdenta við Hringbraut. Það er
Stúdentaleikhúsið sem rekið hefur Lista-
trimm, Reykvíkingum til mikillar ánœgju.
Stúdentaleikhúsið hóf Listatrimmið með
því að sýna dagskrá úr verkum Brecht, sýndi
síðan „Aðeins eitt skref“ þar sem m.a. var
flutt músíkleikverkið „Solo un paso" sem
hlaut afar góðar undirtektir. Síðan þá hefur
hver dagskráin rekið aðra, — leiklist, tónlist,
vinnugleði og kraftur ungs fólks hafa bland-
ast saman í sýningar sem eru hver annarri
betri. Leikritahöfundar hafa verið kynntir;
Jökull Jakobsson, Samuel Beckett, Garcia
Lorca og nú síðast franski höfundurinn
Jean Tardieu. Verk hans „Elskendurnir í
Metró“ var frumsýnt 15. ágúst. Andrés
Sigurvinsson, annar framkvœmdastjóra
Stúdentaleikhúss-Listatrimms, er leikstjóri
hópsins en alls eru yfir fjörutíu manns sem
að sýningunni standa. Á annað hundrað eru
þeir sem starfað hafa með Stúdentaleikhús-
inuísumar—áhugaleikarar, háskólanemar,
atvinnuleikarar og annað áhugafólk um
leiklist hefur þarna fengið tækifœri til að
starfa að hugðarefnum sínum, en einnig
hefur það fengið tækifæri til að létta okkur
hér á höfuðborgarsvæðinu þetta frámuna-
lega blauta sumar. Hvar værum við stödd,
segja fastagestirnir, ef við gætum ekki farið
uppí Félagsstofnun eins og einu sinni í viku,
fengið okkur l létt glas og horft á enn eina
ferska, skemmtilega sýningu á Listatrimmi?
Heyrst hefur að einn af meiriháttar dómur-
um íslenskrar leiklistar hafi látið þau orð
falla, að nú þyrfti hann ekki lengur að sœkja
leiklistarhátíðir erlendis á sumrin þar sem
Stúdentaleikhúsið kæmi í stað þeirra. Dag-
blöðin og aðrir fjölmiðlar hafa sýnt Lista-
trimminu mikinn áhuga svo óþarft er að
rekja allt það sem á boðstólum hefur verið,
umsagnir blaðanna segja sína sögu, en
reyndar hefurþetta allt gengið eins og í lyga-
sögu segja þeir sem til þekkja, þar sem sýn-
ingarnar hafa verið framleiddar á mettíma,
flestar á 2-3 vikum, enda oftast unnið langt
fram á nætur. En nú er haustar eru margir
farnir að velta því fyrir sér hvað verði um
Listatrimmið, Stúdentaleikhúsið og alltþað,
þvíþað breytistsvo margt að vetrinum þegar
skólarnir byrja, Félagsstofnun verður aftur
mötuneyti o.sfrv. Vitað er að Stúdentaleik-
húsið hefur ýmislegt á prjónunum, áfram
verður haldið með leiklistar- og tónlistar-
dagskrár fram í september á svipuðu formi
og verið hefur, en einnig er fyrirhugað að
setja upp stórt leikverk í Tjarnarbíó í vetur.
Við munum frétta af þessu öllu þegar þar að
kemur.
Pirkko Kurikka
og Pirkko Jaakola
Stúdentaleikhúsið hefur ekki aðeins boð-
ið upp á innlendar sýningar, heldur einnig
30