Vera - 01.10.1983, Síða 31

Vera - 01.10.1983, Síða 31
boðið erlendum gestum að leika listir sínar. I júlí var þar á ferð finnskur áhugamanna- leikhópur frá Joensu í Finnlandi. Þau fluttu gamanleikinn „Söng Marjöttu", samansett- an úr samtölum, söng og dansi. Höfundur verksins er kona að nafni Pirkko Jaakola, sem er nú með þekktari leikritahöfundum Finna. Hún er fædd 1940 og þykir afskap- lega frumlegur höfundur. Það tók Finna mörg ár að viðurkenna og skilja þá sérstöku kímnigáfu, sem hún notast við í verkum sín- um. Hún hefur skrifað fyrir útvarp, sjón- varp og svið og í gamanleikjum hennar hef- ur hún gert skopstælingar á hefðbundna finnska alþýðugamanleiknum og snúið öllu við. Þetta kom mjög vel fram í „Söng Marjöttu“, sem fjallar um konuna sem eng- inn karlmaður fær staðist, konuna sem tælir og forfærir. í leikritinu eru öll kvenhlutverk- in skrifuð eins og þær hefðu töglin og haldirnar á öllum sviðum. Með þessum áhugamannaleikflokki var fylgikona, túlk- ur og aðstoðarmaður hópsins. Hún heitir Pirkko Kurikka og er einnig leikritaskáld. Hún er fædd 1949 og hefur skrifað nokkur leikrit eins og t.d. „Brotna fiðlan“, „Sonur myrkursins“ og „Svart ljós um vor“. Við í ritnefndinni náðum tali af henni og spurð- um hana út í leikhópinn, sjálfa sig og stöðu kvenna í finnsku leikhúsi. Sjálf hlaut hún sína menntun sem leikritaskáld við Leik- listarháskólann í Helsinki sem er einnig merkilegur fyrir þær sakir, að hann menntar einnig leiklistargagnrýnendur. Hún kynntist þessum leikhópi í fyrra, þegar hún skrifaði leikrit fyrir hann, sem hét „Skytturnar þrjár“. Leikhópurinn hefur sprottið upp úr námsflokkastarfi í Joensu og þátttakendur hans eru í ýmsum störfum þar i borg, eru kennarar, tónlistarmenn, smiðir og fleira eins og gengur og gerist. Söngur Marjöttu Nú tókum við eftir í „Söng Marjöttu“ þar sem öllum hlutverkum hefur verið snúið við og konurnar eru þær sem hafa völdin, að áhorfendur hlógu að konunum þegar þær sýndu vald sitt og þegar þær slógust. — Hversvegna heldurðu að við hlægjum? „í Finnlandi getum við bæði hlegið að konum og körlum. Við gerum líka grín að konum. í „Söng Marjöttu" er Pirkko Jaakola eiginlega að gera grín að ákaflega vinsælli karlmannsímynd, sem hefur verið ríkjandi bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Eitt frægasta dæmið um þá karlmannsí- mynd er „melódrama“ sem byggt var á skáldsögu Jóhannesar Linnankovski sem heitir „Söngur rauða blómsins". í „Söng Marjöttu" var þessu geysivinsæla þema um hinn hrífandi karlmann, sem engin kona fær staðist, snúið við. Jaakola lætur Marjöttu vera „hetjuna" sem forfærir alla karlmenn sem verða á vegi hennar. Hún vildi hreinlega athuga hvað myndi gerast ef við snerum þessum fastmótuðu hlutverkum við. í ljós kom að konurnar hafa þá öll völd í sínum höndum og það getur virkað skoplegt, sér- staklega kannski þegar konur slást eins og gerist í þessu leikriti" Já, áhorfendur hlógu einmitt þegar konurnar slógust. Slagsmálasenur milli karla vekja fremur spennu. „Ég hef einu sinni séð konur berjast um karlmann og það var hlægilegt. Ég held að við hlægjum, vegna þess að við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við. Það var mjög erfitt fyrir þessa áhugaleikara, þ.e. konurnar að æfa þessar slagsmála- og glímusenur sem leiknar eru í sýningunni. Þær fengu að vísu aðstoð frá reyndri leik- konu, því þeim var mikið í mun að sýna raunverulegan, trúverðugan bardaga sín á milli, en jafnframt að yfirvinna sínar eigin hömlur á þessu sviði. Við konur erum aldar upp við þá hugsun að konur sláist ekki.“ Finnskt leikhús og kvennabaráttan Þegar við ræddum um stöðu kvenna í finnsku leikhúsi hafði Pirkko eftirfarandi að segja: „í dag eru bestu leikstjórar Finnlands konur. Þar má nefna nafn eins og Kajsu Kohronen, sem nú vinnur á Lilla Teatern í Helsinki. Leikkonur eru miklu fleiri en leik- arar og hafa alls ekki sömu tækifæri til að spreyta sig á sviði t.d. í stofnanaleikhúsun- um, enda færri hlutverk til fyrir konur. Þær hafa því tekið það ráð að stofna sína eigin leikhópa utan leikhúsanna. Nýlega stofnuðu 3 mikilhæfar leikkonur hópinn „Svarta ekkjan“ (Mustaleiksi) og ætla m.a. að sýna verk eftir Pirkko Jaakola í haust. Þessar konur vilja þó ekki láta kalla starf- semi sína kvennaleikhúsí* Hefur þú sem kona og leikritahöfundur áhuga á að hafa aðgang að kvennaleikhúsi? „Konur hafa beðið mig að skrifa fyrir sig t.d. einræður (mónólóga). Það kom ein mjög góð leikkona að máli við mig og bað mig að skrifa fyrir sig leikrit eða einræðu um konu, sem elskar karlmann sem hefur hafnað í fangelsi. Ég vil gjarnan skrifa fyrir hana, til þess að hún geti sýnt hversu góð leikkona hún er, en ég er ekki endilega spennt fyrir því að skrifa sérstaklega fyrir konur, því ég hef aldrei litið á það sem sér stakt vandamál að vera kona. Hinsvegar get ég alveg hugsað mér það sem verkefni að skrifa stærri og betri hlutverk fyrir þær, vegna þess að þeirra er þörf. Ég er þó ekki hlynnt því að þær þurfi endilega að starfa í kvennaleikhúsi" Hversvegna heldur þú að konur þurfi ekki að vinna saman t.d. í kvennaleikhúsi? „í Finnlandi er kvennahreyfingin fremur veik og alls ekki sami kraftur í henni og virð- ist vera hér. Ég tel reyndar að hennar sé ekki þörf. Ég veit að ég verð kölluð „karlkerling" fyrir þetta af þeim sem eru virkar í kvenna- hreyfingunnj fyrir að láta þetta út úr mér. En í Finnlandi er hlegið að þessum kven- réttindakonum. Það er mín skoðun að leggja beri áherslu á launabaráttu kvenna. Konur eru meirihluti vinnuafls í finnskum iðnaði, en launajafnrétti milli kynjanna er langt frá því að vera staðreynd. Konur eru mjög illa launaðar og þar þarf fyrst og fremst einhver breyting að verða á. Ég held að eina og mikilvægasta leiðin fyrir finnskar konur í dag sé í gegnum verkalýðsfélögin, starf í kvennahreyfingum er ekki það nauð- synlegasta. Það eru auðvitað til ýmsir hópar kvenréttindakvenna í Finnlandi í líkingu við þá kvennahreyfingu sem til er hér og annars staðar á Vesturlöndum, en þeir hópar hafa ekki náð langt. Ég tel réttara að bæta stöðu kvenna almennt með starfi í verkalýðsfélög- um, og bæta stöðu kvennanna innan leik- hússins með því að skrifa betri og stærri hlutverk fyrir þær, en ekki eyða kröftum sín- um í starf utan þeirra, í sérstökum kvenna- leikhúsum þar sem þau eru ákaflega takmarkandi að mínu matií* Við ræddum margt fleira og höfðum gaman af því að það er víst hlegið að kven- réttindakonum út um öll lönd — það er ágætt að einhver skemmti sér, a.m.k. skemmtum við okkur listilega á þessari sýn- ingu finnska hópsins sem heimsótti Stúdentaleikhúsið í sumar, ásamt henni Pirkko. Hlín Agnarsdóttir og Kristín Jónsdóttir 31

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.