Vera - 01.10.1983, Síða 34

Vera - 01.10.1983, Síða 34
að því gefið í skyn að Guðrún sé fyrir hon- um möguleg sem ástkona, en ekki sem eig- inkona og það er eftir að bæði eru gift sitt í hvora áttina. Þá hefur Þórunn einnig skapað aðra mynd af þeim fóstbræðrum og losað um þá hefðbundnu og fastmót- uðu túlkun sem ríkt hefur um „hetjuna" Kjartan og „varmennið“ Bolla. í meðför- um hennar er hin óflekkaða hetjulund Kjartans afhýdd og hann sýndur sem rogg- inn karlpungur með viðkvæma sál en Bolli er aftur á móti öðlingurinn ljúfi, sá karl- maður sem konur gjarnan leita að, sem ekki þarf að sanna karlmennsku sína með aflraunum. Leikrit Þórunnar er byggt upp af fjölda- mörgum stuttum atriðum, sem gerast víða bæði á íslandi og í Noregi. í því er engin sérstök þáttaskipting og hún hefur ekki sleppt smáatriðum úr eins og t.d. merki um heiðni og kristnitöku þeirra fóst- bræðra. Þar að auki koma fjölmargar aðr- ar persónur við sögu í leikritinu og eru hlutverk yfir 30 talsins. Þórunni hefur tek- ist vel að semja samtöl og halda sér við málfar, sem hvorki er fjarri nútímamáli, né of langt frá upprunalegu máli sögunn- ar. Orðfar verður sjaldan uppskrúfað eða hátíðlegt og öll samtöl virka lipurlega. Hinsvegar fannst mér atriðaskipting allt of hröð, sum atriðin of stutt og merkingar- lítil, til þess að hægt sé að meta gildi þeirra fyrir heildina. Ég get ekki rökstutt þessa skoðun mína öðruvísi, líklega er þetta ein- ungis smekksatriði hvers og eins, en mér fannst eins og mörg þessara stuttu atriða, sérstaklega í fyrri hlutanum drægju tölu- vert úr áhrifamætti og spennu seinni hlut- ans, sem er mun leikrænni og áhrifameiri. Stigþróun væringa og illdeilna Kjartans og Bolla, sem síðar leiða til dráps Bolla á Kjartani fannst mér gerast helst til hratt, en víg Kjartans var óneitanlega eitt af sterkustu atriðum sýningarinnar og einnig fyrsti fundur Bolla og Guðrúnar eftir þann hildarleik. Baráttu Guðrúnar og Hrefnu um motrinn fagra var vel lýst og yfirleitt hégómagirnd og særðu stolti Guð- rúnar og Kjartans. Það er auðvitað alltaf álitamál hvort endilega sé heppilegt að höfundur leikstýri eigin verki, en í þessu tilviki held ég að ekk- ert annað hafi komið til greina. Þórunni hefur tekist að skapa sýningu sinni heild- arsvip, sérstaklega hvað varðar samtvinn- un leiks, tónlistar, leikmyndar/búninga og lýsingar. Hún hefur þó átt sína djöfla að draga, þar sem litið og ófullkomið sviðið í Iðnó er annars vegar, svo og leikarafæð. Af 9 leikurum sem fram koma í sýning- unni eru einungis 3 sem fara með sömu hlutverkin alla sýninguna út í gegn. Hinir 6 skipta á milli sín ótal hlutverkum og leika uppundir 4 og 5 hlutverk hver. Þetta fannst mér afar óviðkunnanlegt og óviðeigandi, því þetta verk á betra skilið í uppfærslu. Höfundur leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir og er verk hennar vel við hæfi svo mikillar sögu, látlaust og einfalt og aldrei ofaukið. Lýsinguna ann- aðist David Walters og er hún unnin af éin- stakri kostgæfni og hugmyndaauðgi og er hún í reynd það eina sem gefur til kynna breytt umhverfi ásamt tónlist Jóns Ás- geirssonar. Hann hefur samið þjóðlega og áheyrilega tónlist, sem þó varð einum of leiðandi á köflum í framvindu verksins. Með eitt aðalhlutverkið fór Ragnheiður Arnardóttir, sem lék Guðrúnu. Hún er nú ein af okkar mest vaxandi leikkonum og tókst henni að skila mörgu í fari Guðrúnar einkar vel, en átti til að ofleika á köflum, verða of hástemmd, sérstaklega í þeim at- riðum sem kröfðust sparsemi í tjáningu, eins og eftir víg Kjartans. Rödd hennar, öll raddbeiting, framsögn og textameðferð er til fyrirmyndar og oft unun á hana að hlusta. Jóhann Sigurðsson lék Kjartan og átti auðvelt með að sýna beiskju hans og niðurbælda reiði í garð þeirra Guðrúnar Guðrún og Hrefna takast á. (Ragnheiður Arnardóttir og Valgerður Dan) og Bolla. Oft á tíðum reyndist þó sviðið í Iðnó honum fjötur um fót. Hann fékk ekki nægilegt svigrúm, eða atrennu í þeim atriðum sem kröfðust þess. Harald G. Haralds lék Bolla og kom á óvart. Hann sýndi okkur góðan og dagfarsprúðan dreng, sjálfstæðan karlmann, sem fór sínu fram með hægð og þrautseigju. Soffía Jakobsdóttir var sannfærandi og hrifandi í hlutverki Ingibjargar konungasystur og átti hún samúð mína alla, þegar Kjartan fór til íslands. Valgerði Dan lét vel að lýsa barnslund Hrefnu og samleikur hennar og Jóhanns, eftir heimkomu Kjartans frá Laugum, þar sem hann dreitti þau Bolla og Guðrúnu inni, var eftirminnilegur. Önnur hlutverk eru í höndum Hönnu Maríu Karlsdóttur, sem lék Bróka-Auði á kankvíslegan hátt, Jóns Hjartarsonar, Jóns Júlíussonar og Aðalsteins Bergdals. Þessir 3 síðastnefndu voru ekki beint öf- undsverðir af öllum þeim mörgu smáhlut- verkum sem þeir þurftu að skipta sér á milli og ekki var laust við að þeir hafi fremur leikið af skyldu en áhuga. Fram- sögn þeirra og raddbeiting varð einnig leiðigjörn til lengdar. Að lokum má segja að Þórunni Sigurð- ardóttur hafi tekist ætlunarverk sitt, að lesa Laxdælu með tilliti til viðhorfa kvenna til ástar, hjónabanda og karl- manna. Tíminn verður að leiða í ljós hvort verk hennar mun lifa. Leikrit hennar og sýning eiga skilið nánari umfjöllun og meiri athygli, því það er ekki á hverjum degi sem við nútímafólk erum vakin til umhugsunar um ástina og hjónabandið og tilgang þess með því að horfa á þessi fyrir- bæri í lífi forfeðra okkar og formæðra. Hlín Agnarsdóttir 34

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.