Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 3

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 3
fæðinga rorlof Isafirði, 12. mars 1984. Kcera Vera. Nu Hggur mér svo margt á hjarta að ég Nld að þið verðið að búta bréfið niður, og dreifa því á nokkur tölublöð ef þið œt/ið að b‘rta það allt! Hér fyrir vestan er margt og mikið um að vera og mannlífið bara nokkuð gott. A-m.k. engin deyfð, þó margt mcet/i betur fura eins og gengur. Skemmst er að minnast þessa ágceta fundar sem haldinn var hér á dögunum (einn af átta) um launamál kvenna. Fundur Þessi var fjölsóttur og bara verulega góður fannst mér. Enhann er nú samt tilefni bréfs- ms og kvartana minna núna. Það er stór sPurning sem brennur mér á vörum; Ein- faldlega: ,,Hver er tilgangurinn með k* * * * vennabaráttunni?” Bittinú. Ég efast ekki um hann. Fyrir mér er hann skýr og óvé- fengjanlegur. En nú finnst mér ég finna mun (sem ekki hefur verið áður) á mér og mörgum þeirra kvenna, sem ég hef stutt 'Ujög dyggi/ega áður. ( máli einnar konunnar á fundinum hér fyrir vestan var nefnilega gagnrýni á f^ennalistakonur, sem ég vil taka undir og f°ma frekar á framfœri. Það var um fceð- 'ugarorlofið og frumvarpið þeirra. Þar er fveðið á um hlutfallsgreiðslur miðað við laun. Þarna hnýt ég um. Var ekki verið að 1ala um JÖFNUÐ? Var ekki einhver sem Sagði ,,sömu laun fyrir sömu vinnu” (þið afsakið að ég skuli tala utn fæðinguna sem v,nnu, en að mínu viti er þetta erfiðisvinna fyrir konur, hvar í stétt sem þœr standa). Erum við ekki alltaf að áfellast hina ,,karl- >nannlegu” útreikninga á launauppbœtur, launahœkkanir prósentvís og allt það órétt- lœti? En hvað er þetta annað en óréttlœti? fá, þetta er líka höggstaður sem málstaður- ‘nn má ekki við. Því í ósköpunum þurfum við að feta svo fyggilega í fótspor samningamanna um faup 0g kjör (sem venjulega eru karlkyns) ab við tökum upp þeirra aðferðir við skömmtun á fæðingarorlofinu? Ég get svo- Sem skilið (með hausnum en ekki hjartanu) l'vað að baki býr: Að engin kona lœkki í launum við barnsburð. Gott og vel, en þá er að hafa fœðingarorlofið nægilega hátt. Þær (örfáu) konur, sem eru með einhver >nammút-!aun hljóta að geta bjargað sér þó laun þeirra lækki eitthvað á meðan áþessu stendur. Að minnsta kosti betur en þær konur sem t.a.m. vinna hálfan daginn (e.t.v. vegna barna heima, sem þœr standa einar með) og eiga síðan að fá skammtað úr hnefa einhvern part af summunni. Satt best að segja, finnst mér við stefna í ranga átt í baráttumálum okkar að þessu leyti. Mér finnst ég alltaf eiga samleið með sjálfri mér, þ.e. sósíalistinn og kvenrétt- indakonan, og ég get ekki hætt að trúa á stéttabaráttu meðfram kynjabaráttunni. Því það er fjandakorlfið enginn ávinningur að fá það eitt í gegn að t.a.m. háskóla- menntaður kvenmaðurfái sömu laun og há- skólamennlaður karlmaður, EF LAUN HÁSKÓLAMENNTA ÐRA VERÐA ÁFRAM MARGFÖLD LAUN VERKA- FÓLKS. Það skiptir þá mig ekki máli, að hálaunahóparnir séu skipaðir konum jafnt og körlum. Þá er búið að útrýma þeirri sam- kennd meðal kvenna, sem gert hafa öll kraftaverkin og verið orsök góðs anda og réttlætistilfinningarinnar. Ég held að Sókn- arkonan sé ekkert mikið lukkulegri með sín laun þó Ragnhildur Helga og Sigríður Dúna (svo einhverjar séu nefndar) séu komnar með lögboðin laun A Iþingismanna í Ijósára- fjarlœgð frá verkakvennalaunum. Og ef þetta er inntakið í svarinu við spurningu minni, þá er ég að hugsa um að setjast niður heima og hugsa það upp á nýtt, hvort ég nenni að standa með öðrum kon- um. Hvort ég á ekki alveg eins heima með bœjarvinnuköllunum og Sóknarkonunum, — eyrarköllunum og frystihússkellingun- um. Kvenréttindakonur hafa unnið mörg stórvirki. Þœr hafa hugsað stórt og komið mörgu í verk. Enn ersótt á brattann og það er dásamleg tilfinning að vera virk í barátt- unnifyrir góðum málstað. Það erþví dálítið sárt að sjá misbrestina. Auðvitað erum við ekki alveg sammála um allt milli himins og jarðar, en um þetta get ég ekki deilt við nokkurn mann, svo bjargföst er skoðun mín á því, að ekkert starf er öðru merki- legra, svo það valdi þvílíkum launamun, sem er staðreynd í okkar þjóðfélagi.Ég hvorki get né vil skrifa undir að svo eigi að vera áfram og ég SKORA Á KVENNA- LISTAKONUR og allar aðrar konur sem einhvers mega sín, að endurskoða afstöð- una til launa og greiðslna. Hvers eigum við að krefjast TIL VIÐBÓTAR JAFNRÉTT- IS KYNJANNA EF EKKI JAFNRÉTTIS ALLRA MANNA? Hanna Lára Gunnarsdóttir Tangagötu 17 isafirði. Þar sem efni bréfsins snertir fyrst og fremst frumvarp sem Kvennalistinn lagði fram á Alþingi, þá fékk ritnefndin Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur til að svara bréfinu. Fer svar hennar hér á eft- ir. Kæra Hanna Lára. Þakka þér fyrir hressilegt bréf. Skoö- anaskipti um kvennabaráttumál eru lifandi kvennahreyfingu lífsnauðsyn, því aðeins þannig getum við treyst baráttugrundvöll okkar og fetað okkur áfram í átt að settum markmiðum. Og það er best að taka það fram strax í byrjun, að það hefur aldrei hvarflað að mér að ég eða nokkur önnur kvennabaráttukona sé svo fullkomin að allt sem við segjum og gerum sé óumdeil- anlegt eða eins og öllum finnst að það eigi að vera. Þess vegna m.a. er stöðug um- ræða og skoðanaskipti um kvenna- baráttumál lífæð hverrar kvennahreyfing- ar. Þú spyrð um fæðingarorlofsfrumvarpið margumrædda. Eitthvað hefur efni þess skolast til á leiðinni vestur til þín, vegna þess að það er einmitt fyrsta ákvæði frum- varpsins að allar fæðandi konur hvort sem þær eru í fullri vinnu úti á vinnumarkaðn- um, í hlutastarfi eða heimavinnandi og launalausar með öllu, að allar fái að minnstakosti kr. 15.102.-í fæðingarorlofs- greiðslur á mánuði — einmitt vegna þess að það að ala og annast um barn er mikil og mikilvæg vinna. Þetta atriði var mjög umdeilt við fyrstu umræðu frumvarpsins í þinginu, eins og við var að búast, og langt frá því útséð með að það hafist í gegn frek- ar en annað í þessu frumvarpi. 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.